Tíminn - 10.09.1994, Page 2

Tíminn - 10.09.1994, Page 2
2 mimt Laugardagur 10. september 1994 Mál til komiö aö fólk sem þekkir kjör launafólks leiöi flokkinn: Vil ab Björn Grétar veröi formaöur Alþýöubandalagsins Cuörún Helgadóttir hugar aö ávöxtum garörœktar sinnar. Tímamynd cs Mikil gerjun er á jafnabar- mannavæng stjórnmálanna og því er m.a. haldiö fram í leibara Alþýöublabsins í gær aö hinu nýja Alþýöubanda- lagsfélagi sé sérstaklega beint gegn Guörúnu Helgadóttur. Tíminn spuröi Guörúnu um þetta nýja félag. í dag stendur til aö stofna nýtt félag í Alþýöubandalaginu. Hver er þín skoöun á þessu nýja félagi? Eg er afskaplega ánægð meö þetta nýja félag og held að það sé nauðsynlegt að starfiö í Reykjavík veröi tekiö fastari tök- um en verið hefur. Þaö er öllum ljóst aö Alþýöubandalagsfélagiö í Reykjavík er ófært um aö laöa til sín fólk sem tekur virkan þátt í flokksstarfinu og þess vegna er alveg nauösynlegt aö til komi eitthvert nýtt afl sem getur tek- iö þaö hlutverk yfir. Þaö er nú svo meö alla sósíalíska flokka, þá meina ég félagshyggju- og jafnaöarmannaflokka. Þeir hafa lengst af veriö bornir uppi af verkafólki, fólki úr verkalýös- hreyfingunni, og menntafólki. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur fariö svo að þessu fólki hefur hreinlega veriö ýtt út úr flokksstarfinu í Reykja- vík, meö þeim afleiöingum aö margt af því hefur flúiö yfir í aðrar hreyfingar og aöra flokka. Eg vil ekki kasta sök á neinn sér- stakan varöandi þetta. Það sem gerist þegar stjórnmálaflokkur hættir aö fylgja þróun tímans er aö hann stabnar og fer aö rýrna að innan þangaö til ekkert er eftir nema gömul óhrjáleg skel. Því miður hefur akkúrat þetta gerst hér hjá Alþýöubandalag- inu í Reykjavík. Þaö er mér því sérstakt fagnaöarefni aö þetta félag veröur til, ekki síst vegna þess aö ég sé nú ekki betur en ab aö því standi það fólk sem ég hef verið hvaö mest sammála í flokknum. — En hverjar eru þessar deilur innan Aiþýöubandalagsins? Þessi margumtöluðu átök í Al- þýbubandalaginu hafa auðvitað aldrei komið öörum við en örfá- um mönnum. Þúsundirnar sem kjósa okkur vita varla af þessum látum. Þaö eru til tvenns konar stjórn- málaforingjar. Annars vegar þeir sem vilja hafa lítinn þéttan hóp í kringum sig, sem þeir geta stjórnaö einir og sjálfir. Slíkt er oft drjúgt til þess að ná völdum. Hins vegar eru stórnmálamenn sem þora, vilja og geta tekið þá áhættu aö eiga stóran hóp í kringum sig. Foringjar sem leggja áherslu á fleira fólk til starfa og lúta vilja meirihlutans. Ef menn vilja taka sér vald þá er miklu auöveldara aö gera þab í litlum hópi en þaö hefur ósköp lítiö meb stjórnmál aö gera og með kjósendur. Og ég held aö til þess að þetta stærsta kjördæmi landsins eignist öflugt félag þurfum viö að ná aftur því fólki sem hrakiö var í burtu og það vona ég svo sannarlega aö takist með þessu nýja félagi. — Er þá ekki fótur fyrir því sem kemur fram í leiöara Al- þýöublaösins aö þetta nýja fé- lag sé stofnaö þér til höfuös og rýma eigi annaö sætiö fyrir Björn Grétar Sveinsson, for- mann Verkamannasambands- ins. Ja, mikiö þarf nú til aö koma lít- illi konu úr þingsæti, ef þaö þarf aö safna saman allri verkalýös- hreyfingunni til þess. Hvab varöar þennan leiðara Alþýbu- blaðsins þá sýnist mér ég þekkja fingraför Össurar Skarphéöins- sonar á honum. Össur var nú minn dyggasti stuöningsmabur þegar hann var í Alþýbubanda- laginu. Ég held aö Össuri leiðist hjá krötum. Hann væri að vísu ekki oröinn ráöherra ef hann hefði ekki farið. Einhvern veg- inn held ég að Össur sé svo hræddur um að mér veröi spark- aö út og þess vegna hafi hann skrifaö þennan leiöara. Ég hef trú á því aö hann langi til okkar aftur og ég hugsa að hann komi einhvérn daginn og hann væri vissulega velkominn. Timinn spyr... GUÐRÚNU HELGADÓTTUR En svo viö höldum okkur viö efniö þá segi ég ab ekkert væri mér kærara en að Björn Grétar kæmi á lista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. Og ekki nóg meö þaö, ég held aö þaö væri mjög æskilegt að Björn Grétar yröi næsti formaður flokksins. Ég held ab þeir sem nefndir hafa verið til þeirra starfa séu of fastir í gömlum hjólförum og þaö væri ekki heppilegt fyrir flokk- inn í heild ab þeir sem mest hafa slegist um þaö taki við flokknum núna. Þeir geta gert þaö seinna. Núna þarf nýtt afl og nýja rödd og það væri sann- arlega tilhlökkunarefni aö fá aö starfa í flokki þar sem væri rými fyrir allt þaö fólk sem fylgir okk- ur endanlega aö málum. Björn Grétar er alþýðumaður sem þekkir kjör fólksins í þessu landi og þaö er oröið of lítiö af slíku fólki á Alþingi. Þetta er yfirleitt fólk sem lítið hefur komið ná- lægt kjörum alþýðu manna og ég held að okkur vanti klárlega fleira af slíku fólki. Þar held ég að við Björn Grétar getum unn- ib mjög vel saman því við eigum þaö sameiginlegt aö vita af reynslu hvernig fólkið í þessu landi býr. — Má búast vib höröum slag í forvalinu fyrir næstu kosning- ar og er orbiö heitt undir þér í því sæti sem þú skipar núna? Ég vil nú minna menn á aö sú var nú tíðin að ég fór fyrst inn á þing í fjóröa sæti. Síðan fór ég inn á þriöja sæti og í tvö síðustu skiptin í öðru sæti. Mér er ljúft og skylt að taka sæti þar sem flokkurinn minn vill hafa mig. Ég hef litið svo á ab ég hafi ekki eitthvert einkaleyfi á ööru sæt- inu. Ég gæti allt eins hugsað mér fyrsta sætiö eöa þriöja sætið eöa fjóröa sætiö, viö sjáum bara til. Þaö sem gerist þegar losa þarf þingsæti þá losa strákarnir ekki sitt eigib þingsæti heldur verður þeim litiö til þessara kvenper- sóna sem hafa verið settar á eitt- hvert sæti. Sannleikurinn er nefnilega sá aö við erum voöa góöar á meðan við förum ekki aö halda aö viö séum stjórn- málamenn. En þegar konur em orönar þaö og telja sjálfgefið að þær gegni þeim störfum sem öbrum er faliö, eins og til dæm- is hugsanlegum ráðherrastörf- um ef til ríkisstjórnarmyndunar kæmi, þá kemur þaö fyrir aö menn vilja losna viö svoleiðis konur og fá aðrar í staðinn sem engar slíkar hugmyndir hafa. Auðvitað er ég jafn fullburða þingmaöur og afgangurinn af þingflokknum og mér hafa ver- ið falið hin ýmsu trúnaðarstörf. Ég stjórnaði Alþingi íslendinga í þrjú ár fyrst kvenna og tókst þaö sem búið var aö reyna frá 1874, að koma þinginu í eina mál- stofu, auk þess sem starfsemi þingsins var endurskipulögö. Óll þau mál sem ég hef borið fram á Alþingi hafa á endanum verið samþykkt. Geri strákarnir betur! Þeir ráða því þessvegna ekki einir hvort ég sit áfram á þingi eöa ekki. — Hverjir eru þessir strákar sem hafa áhuga á þingsætinu þínu? Þeir eru margir og stelpur líka. Þaö er ekkert óeðlilegt við þaö auðvitaö. Sætin eru fá og endur- nýjun í efstu sætunum er hæg. Hitt er jafn vitlaust að það eigi aö vera einhver regla aö menn staldri stutt við á Alþingi. Ég held aö menn öölist með árun- um mikla reynslu sem nýtist af- skaplega vel í þessu starfi. Viö höfum nú séö endurnýjunar- reglu Kvennalistans, hvernig hún hefur bitnað á samtökun- um og ég hef satt aö segja enga trú á þeim aðferbum. — Telur þú aö samhljómur sé meb Framsýn og Jafnabar- mannafélagi íslands? Eru þetta félög sem eru ab opna sér útgönguleib út úr gamla flokkakerfinu? Ég hugsa að ástæðurnar séu ekki ósvipaöar. Auövitaö er sama myndin uppi í Alþýðu- flokknum, aö valdamiklir menn eins og flokksformaöurinn þar hleypa ekki mörgum aö sér. Þeir vilja hafa lítinn kjarna í kring- um sig. Kjarna sem þeir geta ráð- ið og ósjálfrátt hætta þeir aö hlusta á fólkiö í flokknum. Þetta er vissulega hætta sem allir þingmenn veröa að vera með- vitaðir um. Vinnuálag þing- manna er þannig vaxiö aö þaö er óskaplega auövelt aö einangr- ast og hætta aö hitta fólk og fylgjast með því sem er aö gerast úti í þjóðfélaginu. Þegar menn eru búnir aö vera ráöherrar lengi og ferðast í þessu valdaum- hverfi, þá gerist nákvæmlega þetta. Flokkurinn veröur aukaat- riði. Þessir menn eru allt í senn, flokksformenn, þingmenn og ráðherrar og þaö segir sig sjálft að þeir vanrækja eitthvað af því, því þaö er auðvitað fullt starf aö stjórna stjórnmálaflokki. Úr þessu verður svo fámenn klíka sem á endanum veröur svo leið- inleg að fólkiö brýst út. Ég hef grun um að eitthvað slíkt hafi gerst í Alþýðuflokknum og ég er ekki frá því að þaö sama sé að gerast hjá okkur. Munurinn sem ég sé á Framsýn og Jafnaðarmannafélagi íslands er kannski fyrst og fremst sá aö þetta er mikið jákvæöara hjá okkur. Þetta fólk ætlar aö halda áfram aö vera alþýðubandalags- fólk. Þaö er enginn klofningur á ferðinniv 1' Leikskólar "l' Reykjavíkurborgar Óskum ab rába leikskólakennara eba annab uppeldis- menntab starfsfólk í störf í nebangreinda leikskóla: Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360 Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970 Laufásborg v/Laufásveg, s. 17219 Seljaborg v/Tungusel, s. 76680 Suburborg v/Suburhóla, s. 73023 Sæborg v/Starhaga, s. 623664 Tjarnarborg v/Tjarnargötu, s. 15798 í 50% starf e.h.: Brekkuborg v/Hlíbarhús, s. 679380 Grandaborg v/Bobagranda, s. 621855 Hálsakot v/Hálsasel, s. 77275 Sólborg v/Vesturhlíb, s. 15380 Sæborg v/Starhaga, s. 623664 Ægisborg v/Ægisibu, s. 14810 Einnig vantar matráöskonu í leikskólann Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770 Nánari upplýsingar gefa viökomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 UTBOÐ Vesturlandsvegur í Reykjavík Bráöabirgöatengingar við Höfðabakka Borgarverkfræðingurinn ( Reykjavík og vega- málastjóri óska eftir tilboðum I gerð bráða- birgðatengingar á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Helstu magntölur: Fylling og burðarlög 28500 m3 Skering I laus jarðlög 28000 m3 Skering í berg 3300 m3 Malbik 15300 m2 Kantsteinar 1100 m Verki skal lokið 31. mars 1995. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5, Reykjavlk (aðalgjaldkera), frá og með 12. september nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 26. september 1994. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.