Tíminn - 10.09.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.09.1994, Blaðsíða 15
 15' Laugardagur 10. september 1994 Freysness, sem var þeirra eign. Gömul eyöijörð í landareign Skaftafells utan þjóögarös, sem nú kallast á skýrsíum Skaftafell II. Þar byggöu þau hjón, ásamt Önnu dóttur sinni og tengda- syni, Jóni Benediktssyni, hótel og veitingahús, sem heitir „Hótel Skaftafell". Þau hjón, Anna og Jón, sjá um rekstur hótelsins, meö miklum mynd- arbrag og dugnaði. Gengur það fyrirtæki mjög vel og gestak- oma mikil allan ársins hring, þó sérstaklega á sumrin. Ég kom þar í byrjun júní í sumar, ásamt Bjarna syni mín- um og sonardóttur, og nutum viö þar gestrisni þessara vina minna. Anna og Jón eiga tvær dætur: Eyrúnu Höllu og Rögnu Kristínu. Það var brátt um frá- fall Ragnars vinar míns. Hann skrapp út aö tína ber skammt frá heimili sínu, en Laufey kona hans gekk út til að kalla á hann í hádegismat. Hann gekk áleiðis til móts viö hana, en féll niður á leiðinni og var örendur, er aö var komið. Heilsu hans haföi hrakað að undanförnu. Margur maðurinn hefur óskab sér að mega kveðja heiminn á þennan hátt. Ragnar var náttúrubarn og hann féll í faðm fósturjarðar sinnar á dauöastund í eiginlegum skiln- ingi. Er til æskilegra, eins og heilsu hans var háttað? Ragnars er sárt saknab af fjöl- skyldu og vinum. „Eitt sinn skal hver deyja." Mér kemur oft í hug vísa skáldsins Bólu- Hjálmars: Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Innilegustu samúðarkveöjur til fjölskyldu og ættingja. Þakk- læti til hins látna fyrir einlæga og gefandi vináttu. Guð veri með sálu hans. Ólafur Gubmundsson, fyrsti landvörbur í þjóbgarbinum í Skaftafelli DAGBOK VAAAAAAAAAAAAJ Lauqardaqur 10 september 253. daqur ársins -112 daqar eftir. 36.vika Sólris kl. 6.35 Sólariag kl. 20.13 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 5 sunnudaga bridskeppni í tví- menning hefst á morgun kl. 13 í austursal. Skor 3 fyrstu daganna telja. Félagsvist kl. 14 í vestursal Riss- ins á morgun. Dansab í Goðheimum kl. 20 sunnudagskvöld. Skrifstofa félagsins á Hverfis- götu 105 er opin kl. 9 til 12 og 13 til 17 alla virka daga. Félag eldri borgara Kópavogi Spilub verður félagsvist ab Fann- borg 8 (Gjábakka) á morgun, sunnudag, kl. 3. Byrjað verður á Gísli S. Fæddur 27. desember 1915 Dáinn 2. september 1994 Horfinn er sá sem mér var hjartkærastur frænda, enda fylgd hans hinn eðlilegi og snari þáttur lífsgöngu minnar. Heit er mín þökk, hugumklökk mín kveðja, þegar minn góði frændi er genginn og endur- minningar einar eftir. En minningarnar eru líka margar og dýrmætar, munahlýjar munu þær orna mér, allar á einn veg, svo umhyggjusamur og hlýr sem hann var mér í elskusemi sinni alla tíö — allt frá fyrstu sporum til hinsta dags. Við kvöddumst fyrir fáum dögum, fullvissir þess að til beggja vona gæti brugöist um aðra endurfundi, enda heilsa hans þá svo undratæp orbin. Oft hafði innileiki hans og ást- úb komið skýrt fram á kveðju- stundum, en aldrei sem nú. Þakklátum huga skal hún geymd, sem og allar aðrar stundir. Gísli var tilfinningamaður, þó hann vildi mega dylja þab sem best, enda kjarkurinn og karl- mennskan, þorið og þrautseigj- an, sem einkenndu hann á ytra boröi. En stutt var í glitrandi glettnina, sem engan særði, en vakti upp einlægan hlátur, kær- leikurinn átti þar öruggt skjól. Minningarnar mætu á ég einn og sá sjóður er dýr, því sem barn hændist ég svo að hon- um, að gjaman vildi ég fylgja honum fótmál hvert og eiga á kyrrum stundum athvarf hjá honum einnig. Mér varb hann því einstaklega undurkær og sá kærleikur kulnaði aldrei. Þegar ég man fyrst eftir mér, bjó hann í Seljateigi, æsku- heimili mínu, og enn man ég undraglöggt, hversu sárt ég grét, er þau hjón fluttu að Stuðlum, þegar ég var sex ára, og hve fögnuöur minn var mik- ill þegar þau komu á ný heim að tveim löngum árum liðnum. Gísli var einn úr tólf systkina hópi, fæddur í Húnaþingi, þar þriggja daga keppni. Góð dags- verðlaun og heildarverðlaun. Húsið öllum opiö. Karlar selja kaffi Hin árlega kaffisala Kristniboðs- félags karla í Reykjavík verður haldin sunnudaginn 11. septem- ber í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58, 3. hæð. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssam- bandsins. Kristniboðsfélag karla er komið til ára sinna. Þab var stofnab 1920, en sýnir þó engin ellimörk. Félagsmenn koma saman hálfs- mánaðarlega og hefur svo verið frá upphafi. A fundunum er bænahald og biblíulestur, veitt er fræðsla um kristniboðið og að lokum leggja menn fram gjafir sínar til starfsins, enda er eitt helsta markmib félagsins að safna fé til kristniboösins. Það er fastur liður á hverju ári að bjóða almenningi til kaffisölu. Þeir kristniboðsmenn gartga þá sjálfir um beina, en boröin svigna af kökum og braubi. Þeir vona að vel safnist í ár, eins og oft endranær. Gert er ráð fyrir ab kristniboðib þurfi um 17 milljón- ir króna á þessu ári. Formaður Kristniboðsfélags karla er Baldvin Steindórsson sölumaður. Kaffisalan í Kristniboðssalnum hefst kl. 14,30 og lýkur kl. 18. Regnboginn sýnir Alla heimsins morgna í dag frumsýnir Regnboginn' Benediktsson t MINNING sem foreldrar hans, þau miklu sæmdarhjón, bjuggu, oft við erfið kjör. Fósturmóðir mín var einmitt elst þeirra systkina, en hana átti ég sem bestu móður. Barnungur fór Gísli að heiman og víst mun um það, að vinnu- harka þeirra tíma fór ekki fram- hjá hinum unga dreng, sem aldrei kvartaði og átti kapp og stolt að farsælum förunautum. Ævilangt bar hann merki erfiðr- ar æskutíðar, en á allt það var aldrei minnst. Hann varð fljótt mjög vel sterkur, fimur og fótfrár mjög, áræðinn og ósérhlífinn með af- brigðum. Ungur fór hann aust- ur á Reyðarfjörð til systur sinn- ar og mágs, foreldra minna, og á Reyðarfirði átti hann heima upp frá því. Gísli var hneigður mjög til bú- starfa, afar góður og glöggur fjármaður og fórst hvaðeina vel úr hendi vib sveitastörfin. Mér er sér í lagi í minni af hve mik- illi list hann bar upp heysæti svo unun hrein var á að horfa, en Gísli var verkhagur ab hverju sem gengið var, svo sem smíðar hans báru vott um. Gísli stundaði búskap drjúgan hluta starfsævi sinnar. Áður hefi ég getið um Seljateig og Stubla, en 1946 reisti hann sér notaleg húsakynni í landi Seljateigs, nefndi þar Fögruhlíð og þar bjó hann til ársins 1961, að hann fluttist út á Reyðarfjörð, keypti húsið Brekku þar og bjó allt til endadægurs þar. En einn bjó Gísli ekki. Hann kvæntist Guðrúnu Björgu Elías- dóttur árið 1938, en hún lést á besta aldri árið 1965. Hún Gunna, eins og ég kallaöi hana jafnan, var mikil ágætismann- eskja, fáskiptin og dul, en því meiri vinur vina sinna, gestris- in vel og veitti öllum sem best hún kunni og óteljandi voru handtök hennar í annarra þágu, ættmenna sem vanda- lausra og aldrei um endurgjald spurt. Gunna mín varð mér einkar kær, enda naut ég henn- ar hljóblátu ástúðar allt frá barnsárum. Hún var afar farsæl kona, vinnusöm og verkadrjúg, myndvirk var hún svo sem mörg flíkin frá henni sannaði, smekkleg og velvirk í senn. Hennar góða minning er vel geymd. Þau hjón ólu upp dreng, Þóri, verkamann á Reybarfirði, urðu honum sem bestu foreldrar og hann þeim umhyggjusamur sonur, sem sannaðist aldrei bet- ur en í erfiðum veikindum föð- ur hans. Þórir er afar vel gerður maður, leikari og söngmaöur góður, sem langt hefði náð á þeim sviðum, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Eftir að búskaparárum lauk vann Gísli hjá Fiskverkun G.S.R. meðan þrek entist og var þar verkstjóri í fleiri ár og lét sá starfi mjög vel. Einkum kunnu unglingarnir vel að meta leið- sögn hans og spaugsama alúð- ina og munu margir minnast áranna hjá Gísla meb ærnu þakklæti. En verkstjórinn vann gjarnan mest sjálfur, enda honum tam- ast að láta aldrei verk úr hendi falla og ganga ab hverju einu með harðfylgi og kappsemi, hlífandi sér aldrei við því erfið- asta. Hann var enda þab sem kallast hamhleypa til vinnu og langur gat vinnudagurinn orö- ið, því engum kunni hann um viðvik að neita og þeim hjálp- aði hann helst sem örbugt áttu. Greiðvikni hans var engu lík, alltaf hlaupiö til, þó erfiði nóg væri ab baki. En Gísli var líka maður glað- værðar og félagslyndur var hann mjög, skemmtilega ræb- inn, skýr í hugsun og m.a. var hann spilamaður ágætur. Barn- góður var hann svo af bar, börn löðuðust aö þessum ljúfa og smáglettna manni, sem allt vildi fyrir þau gera. Börnin mín og barnabörnin eiga af því ein- staklega hugljúfa sögu, sem ég veit þau þakka af alhug og geyma í hjarta sér. Gísli var einnig maður íhygli og alvöru, enda greindur vel, ákveðinn í skoðunum og fastur fyrir. Hann gegndi alllengi trúnaðarstörfum fyrir Verka- lýðsfélag Reyðarfjarðar, stéttvís og hollráður, heill í öllu. Hann var félagshyggjumaöur í merk- ing bestri. Það húmar að í huga mínum og minna, þegar Gísli frændi minn er kvaddur hinstu kveðju. Fyrir hugsjónum leiftra myndir frá libinni tíð, sólstöf- um slungnar, yljaöar ástúð og mikilli mildi. Vestanblærinn fer vermandi um flekkinn, hey- hirðing í algleymingi, frændi minn góður gengur vasklega til verks, en gefur sér þó tíma til ab svala forvitni hnokkans, broshýr og elskulegur sem allt- af. Þannig líða myndir hjá utan enda, umvafðar sólskini. Við Hanna og allt okkar fólk höfum margt og mikið að þakka. Þóri frænda mínum sendum við samúðarkveðjur og bibjum honum blessunar. Honum Gísla eru ástarþakkir færbar við leibarlok, fyrir allt og allt. Megi sá alvaldur, sem hann trúði og treysti á, leiða sinn Ijúfa þegn inn til ljóssins heima. Blessub sé hans merlandi bjarta minning. Helgi Seljan frönsku kvikmyndina „Tous les matins du monde" eða Allir heimsins morgnar. Myndin er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Pascals Quignard, sem kom út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar 1991. Allir heimsins morgnar fjallar um tvö frönsk barokktónskáld og gömbusnillinga (gamba er strok- hljóbfæri er svipar til knéfiðlu og sellós), sem uppi vom á 17. öld. Sá eldri, Sainte-Colombe, býr ásamt tveimur dætrum sínum fjarri lífsins glaumi og helgar sig uppeldi dætra sinna og gömbu- leik, í sárri minningu eiginkonu sinnar. Sá yngri, Marin Marais, nemur hljóðfæraleik af Sainte- Colombe og fellir hug til eldri dóttur hans. Frægð og frami vib hirb Frakka- konungs dregur Marais til sín meb ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir samband hans vib læri- föður sinn og dótturina. En tón- listin læknar öll sár. Myndin fjallar þannig á næman og áhrifamikinn hátt um ást, vin- áttu og tryggð og skyldur og köll- un listarinnar. Barokktónlist skipar háan sess í myndinni og má geta þess ab geislaplata, sem inniheldur tónlistina úr mynd- inni, hefur selst í risaupplögum um allan heim. Leikstjóri Allra heimsins morgna er Alain Corneau, en með aðalhlutverkið fara Gérard Depardieu, Jean-Pierre Marielle og Anna Brochet......> > Kópavogsbær Húsnæbisnefnd Kópavogs Umsóknir Húsnæðisnefnd Kópavogs auglýsir hér með eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúbir og félagslegar kaupleiguíbúbir. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Eiga ekki íbúb eba samsvarandi eign. 2. Eru innan eigna- og tekjumarka Húsnæbisstofnunar ríkisins, sem eru mebaltekjur áranna 1991-1993. Mebaltekjur einstaklinga: kr. 1.693.471 Mebaltekjur hjóna: kr. 2.116.839 Vibbót fyrir hvert barn: kr. 154.286 Eignamörk eru: kr. 1.800.000 3. Sýna fram á greibslugetu sem mibast vib ab greibslubyrbi lána fari ekki yfir 30% af tekjum. Umsóknareybublöb verba afhent á skrifstofu Húsnæbisnefnd- ar Kópavogs ab Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánu- daga-föstudaga. Umsóknarfrestur er til 10. október 1994. Athygli er vakin á því ab eldri umsóknir falla úr gildi. Nánari upplýsingar veittar hjá Húsnæbisnefnd Kópavogs, Fannborg 4, eba í síma 45140 frá kl. 11-12 alla virka daga. Húsnæbisnefnd Kópavogs KAUTT LJÓStii^RAUTT LfÓST) , • .... ■ ___________________/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.