Tíminn - 10.09.1994, Qupperneq 4

Tíminn - 10.09.1994, Qupperneq 4
4 Laugardagur 10. september 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Fólksfjölgunar- sprengjan Mannfjöldaráöstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaíró hefur vakið athygli og umtal í fjölmiðlum. Þar er fjallað um eitt mesta vandamál nútímasamfélags, fólksfjölgunarvandamálið. Spár um fjölgun mannkynsins eru margs konar og ber ekki vel saman. Þó liggur sú staðreynd fyrir að fólksfjöldi í heiminum gæti þrefaldast á næstu öld. Ef þetta gerist án þess að mannkynið nái tök- um á efnahagsmálum eða matvælaframleiðslu, má líkja þessu við sprengju sem er öflugri en nokkur vítisvél. Væntanleg er skýrsla Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna með upp- lýsingum um að um 800 milljónir manna svelti í veröldinni nú þegar. Enn fleiri búa við sára fátækt. Því fer víðsfjarri að þjóðarleiðtogar heims séu sammála um hvernig við á að bregðast. Þarna er komið inn á vandamál sem er ofurviðkvæmt og tengist trú, tilfinningum og siðfræði. Trúarleiðtog- ar hafa ávallt haft sitt að segja í þessum efnum. Þessi djúpstæði ágreiningur hefur komið berlega í ljós á ráðstefnunni í Kaíró, sem sýnir sig best í því að efld hefur verið öryggisgæsla um þjóðarleiðtoga Norömanna, sem talað hefur af hreinskilni um þessi efni. Gro Harlem Brundtland talaði í anda viðhorfa, sem viðtekin eru á Vesturlöndum, um að fjöl- skylduáætlanir séu vopn í baráttunni við fólks- fjölgunarvandamálið. Þessi viðhorf eiga ekki upp á pallborðið hjá kaþólsku kirkjunni og fulltrúum bókstafstrúaðra múslíma. Andstaða þessara aðila er hörð og áhrif þeirra mikil, völd þeirra virða eng- in landamæri. Þetta vandamál er ofarlega í huga stjórnmála- manna, sem sitja þing frjálslyndra flokka í Reykja- vík þessa dagana. I ræðu sinni á þinginu deildi frá- farandi forseti samtakanna, Lambsdorff greifi, á kaþólsku kirkjuna fyrir afstöðu hennar og varaði við hættunni af ósveigjanlegri afstöðu múham- eðstrúarmanna til þessa máls. Það er ljóst að mörg ljón eru á veginum í því efni að ráða bót á fólksfjölgunarvandamálinu, en hætt- urnar eru jafn augljósar. Hitt er þó ljóst, að bætt menntun og heilbrigðiskerfi í þriðja heiminum er ekki síst til þess fallið að hafa hér áhrif. Því þarf að beina kröftunum í þann farveg, nálgast málið frá þeirri hlið. Þaö getur verið varasamt fyrir Vestur- lönd að þröngva sínum sjónarmiðum upp á þessar þjóðir. Aukin réttindi og sjálfstæði kvenna eru einnig lykilatriði í þessu máli, og það ber einnig að vinna í þeim farvegi að því hrikalega verkefni að draga úr fólksfjölguninni í veröldinni. í setningarræðu sinni á þingi frjálslyndu flokk- anna kom Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, inn á þessi mál ásamt öðrum vandamálum samtímans af mannavöldum: hrika- leg umhverfisspjöll, svæðisbundin átök, fjölda- morð og þjóðarmorð, vaxandi eiturlyfjaneyslu og glæpastarfsemi. Öll þessi vandamál eru ógnun við mannkynið og heimsfriðinn. Þetta eru í hnotsk- urn mestu vandamál, sem mannkynið stendur frammi fyrir, og þau munu vaxa á næstu árum, ef fólksfjölgunarsprengjan springur. Með tonn í farteskinu Oddur Ölafsson skrifar Launfyndinn samfélagsrýnir lét sér eitt sinn detta í hug ab sá stór- isannleikur að saubkindin hafi haldib lífinu í íslensku þjóbinni sé öfugmæli. Hib rétta sé ab þjób- in hafi lifab fyrir saubfé og fórnab flestu til ab kindurnar kæmust af þegar illa árabi, eins og lengstum hefur verib síban fólk og fé tók sér bólfestu í kjarrivöxnu og kvótalausu landi. Hér má liggja milli hluta hvab er öfugmæli og hvab stabreynd. En sé spurningunni beint ab nútím- anum, er þab sannarlega álitamál hvort menn lifa og strita fyrir einkabílinn eba hvort dýrasti þjónninn veitir þá lífsfyllingu og þægindi sem honum er ætlab. Sú trú er orbin rótgróin ab bíll sé naubsyn og helst ab hver rólfær einstaklingur eigi og brúki sinn eigin bíl. Skipulag bæja er vib þab mibub ab allir komist leibar sinn- ar, en abeins ef allir eiga bíl. At- vinnulíf og skólahald reiknar allt meb almennri bílaeign. Öll skipulagsyfirvöld, sveitar- stjórnir og valdastofnanir gefa daubann og djöfulinn í þá sem ekki ráða yfir bíl. Þab er metnab- ur þeirra ab hafa allar almenn- ingssamgöngur í kaldakoli, þótt þab lib sé stundum ab skrökva einhverju öðru ab bíllausum ves- alingum. Ab sama skapi er dekrab vib bíleigendur og öllum farar- tálmum fyrir bílinn skal rutt úr vegi hvab sem þab kostar. Þab bregst aldrei ab þegar farib er út í mestu delluframkvæmd- irnar, fylgja meb traustvekjandi útreikningar á því hversu þjób- hagslega hagkvæmar þær eru. Kjarabót sem bragð er ab Bíleigandi, sem er nákunnugur þeim skobunum sem hér eru fram settar, bætti kjör sín um lítil 10% við þab eitt ab vinnustabur hans komst í göngufæri við heimilib. Bílinn notar hann samt til þæginda og skemmtunar, en meb einföldum útreikningi sést ab hann gæti bætt kjörin að minnsta kosti um tíund til vib- bótar meb því ab losa sig alveg vib garminn. Svo eru menn ab deila um hvort kjör launafólks hafi skánab eba versnab um brot úr prósenti eba hvort þriggja til fimm prósenta launahækkun muni sliga fyrir- tækin og þar meb allt þjóbfélag- ib. Væri áþján einkabílismans létt af þeim mikla fjölda, sem ekki hefur efni á að eiga og reka þessi farartæki, mundi þab bæta lífs- kjörin meira en flest þab sem vandamálasmibirnir rábleggja í sama skyni. Trúarbrögb Ofsatrúin á bíla og samgöngu- bætur kemur fram í ýmsum myndum. Fáránleikinn í bílahús- unum í miðborg Reykjavíkur er vitnisburbur um blinda þjónkun. Nokkrir kaupmenn og rakari beindu nær öllum viðskiptavin- um burtu úr mibbænum meb sí- felldu væli um ab þab vantabi gegnumtrafík og umfram allt bílastæbi. Bæjarhlutinn, sem var skipulagbur fyrir fótgangandi og handvagna, skyldi gerbur ab mibstöb bílaumferbar. Borgarstjórnin tók málin til mebferbar. Um 900 malbikub bílastæbi eru á svæbinu. Fimm bílastæbishús, sem taka hundrub eba þúsundir bíla, eru byggb ofan jarbar og neban. Kostnaburinn hleypur á milljörbum. Allt er þetta hálftómt og jafnvel galtómt á mestu annatímum og rakarinn búinn ab loka. Alltaf er verib ab stytta vega- lengdir meb svakalegum sam- göngubótum. Tíu mínútur spar- ast hér meb 100 milljón króna samgöngubót og tuttugu mínút- ur þar meb milljarba fram- kvæmdum. Þjóbarhagur í Botnastababrekku Tíminn er ökumönnum óskap- lega dýrmætur. Hver mínúta, sem sparast á ökuleibum, er hundrub milljóna króna virbi. Hálendis- vegur milli Eyjafjarbar og Sel- ✓ I tímans rás tjarnarness á ab skipta sköpum í atvinnulífinu, en meb hvaða hætti er óútskýrt. Nýr vegur og slitlag á Botna- stababrekkur var kynnt í fjöl- miðlum eins og ab hver íslend- ingur hafi fengib tíu milljónir í lottói. Þab albesta vib þann happadrátt þjóbarinnar er ab ekki þarf ab hægja ferbina og skipta um gír í brekkunum. Þab er óskaplega þjóbhagslega hag- kvæmt. Þribjungur bílstjóra vill ab há- markshrabi á samhliba akreinum vegakerfisin's verbi 100 km, og aka yfirleitt ekki á minni hraba, ab því er fram kemur í skobana- könnun. Hrabakstur inni í bæjum og borg er í samræmi vib þetta álit ofurhuganna, sem gefa dauba og djöful í líf og heilsu sjálfra sín sem annarra. Kostnabur vegna slysa og bíla- árekstra er á við afrakstur mebal lobnuvertíbar og eykur hagvöxt- inn ab sama skapi. Óhóf og ofnotkun Bílanotkun og vönduð sam- göngumannvirki eru naubsyn- legur hluti af athafnalífinu og þeim lífskjörum sem fólk vill búa við. Þab, sem hér er verib ab finna ab, er óhófib og ofnotkunin, sem er langt fram yfir efnahagslega getu þjóbarbús og einstaklinga. Flottræfilshátturinn í bílaeign- inni og samgöngukerfum er í litlu samræmi við kreppusífrib og allt talib um sparnab og hagræb- ingu á öllum svibum. Aldrei er gerb vibunandi grein fyrir hvers vegna allar geysihröbu samgöngurnar eru svona nauð- synlegar og hagkvæmar. Fautarnir, sem þeysa á ofsahraba um þröngar og oft stuttar götur bæja, hegba sér ekki svona vegna þess að þeim liggur á. Ab baki býr ekki annab en taugaveiklun og mannfyrirlitning. í skásta tilfelli sjúkleg minnimáttarkennd. Abgengi bíla Meira en helmingur ökumanna er einn í bíl. Þab þýbir að sá fer meb svo sem eitt tonn af járni meb sér hvert sem hann fer. Ork- an, sem í þetta fer, er gífurleg. En afneitunin á orkubrubli og meng- un er slík ab ekkert þykir athuga- vert vib óhófib, nema hvab olíu- félögin selja dýrt og ríkið skatt- leggur eldsneytib hátt. Mikib er upp úr því lagt ab gera allt landib abgengilegt fyrir bíla. Hvergi er fribhelgur blettur. Jökl- ar og fjallstindar eru undirlagðir bílaumferb og er lítib eftir nema ab láta þá síga í björg og verbur þess væntanlega ekki langt ab bíba ab eitthvert sjónvarpsfríkib kynni slíka bílanotkun meb til- heyrandi abdáun. í snöggtum fjölmennari löndum en vib búum í er ekki lengur rými fyrir bílamergb á vegum og göt- um. Þeir komast hvorki lönd né strönd langtímum saman. Þar er sagt ab nóg sé komib og ab fara verbi ab vinda ofan af einkabíl- ismanum. En ekki verbur vib neitt rábib og bílum fjölgar en umferbin stoppar. Skynsamlegt skipulag byggba og umferbarmannvirkja og alvöru almenningssamgöngur gætu bætt kjör verulega og sparað því opinbera gífurleg útgjöld. En af því að vib kjósum ab verja lífi okkar og fjármunum til ab þjónusta bíla og búa til sam- göngukerfi sem þeim hentar, er ekki nema von að skuldum sé safnab og kvartab yfir döpru mannlífi. Þetta er orðið eins og meb roll- urnar. Hélt mannfólkib lífinu í þeim eba þær í fólkinu? ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.