Réttur


Réttur - 01.08.1964, Side 33

Réttur - 01.08.1964, Side 33
SAID SALIM ABDULLA: Byltingin á Zansibar [Snemma á þessu ári bættist AlþýSuríkið Zanzibar og Pemba í hóp nýfrjálsra Afríkuríkja. Said Salim Abdulla, forstöðumaSur fréttastofunnar Zanews á Zanzibar, ræSir hér um stjórnmála- ástandiS og framtíSarhorfurnar í landi sínu. SíSan þetta var ritaS hefur sameining viS Tanganika fariS fram, en stefnan óbreytt.] Janúarbyltingin í Zanzibar, sent steypti af stóli soldánsveldinu og fyrri ríkisstjórn, kom illa viS heimsvaldasinna. Þegar nýlendu- herrarnir hafa neyðst til þess að sleppa fyrri ítökum sínum, hafa þeir engu að síður reynt að halda á'hrifum sínum með því að skilja eftir í nýfrjálsu ríkjunum leppa sem framkvæma óskir þeirra. Þess- ari aðferð heittu brezku nýlenduherrarnir í Zanzibar. Þegar eyjan fékk sjálfstæði sitt 10. desember 1963 jafngilti það ekki raunverulegu fullveldi. Enda þótt brezki fáninn væri dreginn niður í höfuðborginni hélzt óbreytt hið lénska skipulag í félagsmál- um og efnahagsmálum og embættismannakerfið — sem var tæki til þess að vernda stjórnmálalega og efnahagslega hagsmuni heims- valdasinna. En landsmenn vildu ekki sætta sig við þetta ástand eftir að þeir höfðu fengið fonnlegt sjálfstæði. Hinni skipulegu baráttu þeirra lauk með hinni sigursælu uppreisn 12. janúar 1964, en hún var framkvæmd sem raunveruleg alþýðuhylting. Byltingin á Zanzibar hefur mikið gildi fyrir alla Afríku, og sér í lagi fyrir löndin í Austur-Afríku. Með henni liafa brugðizt vonir nýlenduherranna um að takmarka fullveldi nýju ríkjanna við form- legt sjálfstæði eitt saman. Sigur sá sem þjóð okkar vann sannaði að ríkisstjórnir sem skipaðar eru embættismönnum heimsvalda- sinna standa magnþrota andspænis byltingarþrýstingi almennings. Fordæmi byltingarmaima og róttækar félagslegar umbætur sem þeir

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.