Réttur


Réttur - 01.08.1964, Side 49

Réttur - 01.08.1964, Side 49
R É T T U R 177 valda, og listaverkin markaðsvara og listamennirnir annað hvort gamlir, feitir þjónar valdhafanna eða ofsóttir og útlægir fyrir upp- reisn gegn máltarvöldum þjóðfélagsins.*) Lífsharátta verkalýðsins er vissulega að mjög miklu leyti efna- hagsleg harátta, lífsstríð liins vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum. En meira að segja þessi efnahagslega barátta vinnst ekki nema hún sé um leið andlegt átak, sprottið af meðvitund verka- mannsins um manngildi sitt, sæmd og stolt. Það er hægt að útrýma miklu af fátækinni, svo sem hér hefur verið að gerast á síðustu tveim áratugum. En það þarf meðvitund um manngildi og sóma- tilfinningu, — jafnframt skilningi á hagsmunalegum atriðum, — til þess að útrýma jafnframt hinum langa vinnudegi, er sviptir nú verkamanninn öllum möguleikum til að njóta menningar og lista, hvað þá að hjálpa lil við að skapa slíkt. Það þarf að skapast sú með- vitund hjá öllum verkalýð að það sé ósæmandi, þrælum einum samboðið, að vinna almennt lengur en 8 tíma og það efnahags- skipulag, sem ekki veiti verkalýðnum tafarlaust sömu lífskjör og 10—11 tíma þrældómur gefur honum nú, sé ekki mönnum sæmandi og beri tafarlaust að afnemast. Sú andlega reisn, sem einkenndi hina miklu stéttabaráttu verka- lýðsins á Islandi frá 1924, er „Bréf til Láru“ komu úl, og fram lil 1949 og áranna þar á eftir, — er menningarspilling peningaþjóð- félags og hernáms tók að grafa um sig, — átti rót sína að rekja til þess að verkamenn, menntamenn og vaxandi hluti þjóðarinnar voru að vakna lil meðvitundar um rétt sinn, manngildi sitt og segja auð- valdsþjóðfélagi fátæktar og frumstæðra alvinnuhátta stríð á hendur í nafni sósíalismans. Það var vakning alþýðustéttanna, sem ein- kenndi þetta tímabil: bræðralag verkamanna lieila og handa, i anda voldugrar hugsjónar. íslenzkir verkamenn og menntamenn kenndu sig brautryðjendur fagurrar hugsjónar, sem um leið samsvaraði hagsmunum fjöldans og heill og frelsi þjóðarinnar. Slík hugsjónaleg eining, slík félagsleg reisn er forsenda og undir- staða hvers mikils og fagurs menningarskeiðs. Hinn góði málstaður knýr fram hið bezta, sem hver einstaklingur getur í té látið, sið- *) Það má ckki deyfa meðvitund verkalýðsins fyrir slíku forystuhlutverki sínu, þótt þær tilhneigingar hafi um tíma orðið ofan á í sumum sósíalistiskum ríkjum, á því timabili sem ríkisvaldið enn er voldugt og harðvítugt, að beita ofríki gagnvart vissuni listastefnum og listamönnum. í

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.