Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 36

Réttur - 01.01.1993, Side 36
Flokkarnir þrír sem stóðu að yfirlýsing- unni mynduðu hins vegar sameiginlega „lýðveldisnefndina“. Um hana segir Ein- ar á einum stað í „ísland í skugga heims- valdastefnunnar bls. 142: „Það er rétt að undirstrika það að það er lýðveldisnefndin sem nú tekur foryst- una í þessum málum. Það er hún sem ákveður að fylgja þessu máli gegnum þingið og sjá um að lýðveldið verði stofn- að 17. júní 1944.“ Það sem hér fer á eftir ber því að skoða í því ljósi að þessir þrír flokkar höfðu í raun bandalag um málið — gegn Alþýðu- flokknum ef nauðsyn krafði á síðari stig- um málsins. Lýðveldisnefndin — flokkarnir þrír — tók svo frumvarp milliþinganefndarinnar upp á sína arma. Ríkisstjórn Björns Þórðarsonar fór fram á heimild til að flytja frumvarpið sem stjórnarfrumvarp og féllst lýðveldisnefndin á það. Ihlutun ríkisstjóra Þegar Alþingi var komið saman eftir áramótin 1944 var fyrst kosin nefnd „til að íhuga tillögu til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenska sambandslaga samningsins og um rétt danskra ríkis- borgara heimilisfastra á íslandi.“ Ráð- herrarnir Einar Arnórsson og Björn Ól- afsson komu oft á fundi nefndarinnar. Formaður hennar var Gísli Sveinsson en ritari Bernharð Stefánsson. Þá kusu deildir þingsins að sjálfsögðu nefndir til að fjalla um stjórnarskrármál- ið. f neðri deild var nefndin þannig skip- uð að Einar Olgeirsson var ritari nefndar- innar en Eysteinn Jónsson formaður. í efri deild var Bjarni Benediktsson ritari en Brynjólfur Bjarnason formaður. Eftir einn fund í hvorri nefnd gengu þær saman í eina nefnd er hét samvinnunefnd í stjórnarskrármálinu. Þá sátu ráðherrarnir tveir sem sinntu skilnaðarnefndinni einn- ig á mörgum fundum þessarar nefndar. Nefndin fjallaði um stjórnarskrárfrum- varpið, þingskjal 1, sem lagt var fram af ríkisstjórninni, stjórn Björns Þórðarson- ar — með „heimild“ lýðveldisnefndarinn- ar. Rek ég nú fyrst starf skilnaðarnefndar. í henni voru auk formannsins, Gísla Sveinssonar og ritarans Bernharðs Stef- ánssonar eftirtaldir alþingismenn: Ólafur Thors, Magnús Jónsson, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen frá Sjálfstæðisflokknum, Hermann Jónas- son, Sveinbjörn Högnason og Eysteinn Jónsson frá Framsóknarflokknum, Brynj- ólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson frá Sósíalistaflokknum og Stefán Jóhann Stefánsson frá Alþýðuflokknum. Á 2. fundi skilnaðarnefndar var lagt fram bréf frá Sveini Björnssyni ríkisstjóra íslands þar sem hann gerði tillögur um meðferð skilnaðarmálsins og stofnun lýð- veldis. Leggur hann til að sérstökum þjóðfundi verði falin meðferð þessara mála eins og komist er að orði í fundar- gerðinni. Þar segir ennfremur: „Urðu miklar umræður um þetta er- indi, bæði efni þess og form, en engin ákvörðun tekin.“ Virðist mega lesa það á milli línanna í knöppum texta fundargerðarinnar að fundarmenn hafi talið íhlutun ríkisstjóra að þessu leyti nokkuð sérkennilega. Einar Olgeirsson segir í bók sinni sem áður var vitnað til á bls. 142 um erindi ríkisstjóra: „Þá gerist það að Sveinn Björnsson rík- isstjórinn sjálfur, skrifar forseta Samein- aðs alþingis bréf 21. janúar 1944 þar sem 36

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.