Réttur


Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 36

Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 36
Flokkarnir þrír sem stóðu að yfirlýsing- unni mynduðu hins vegar sameiginlega „lýðveldisnefndina“. Um hana segir Ein- ar á einum stað í „ísland í skugga heims- valdastefnunnar bls. 142: „Það er rétt að undirstrika það að það er lýðveldisnefndin sem nú tekur foryst- una í þessum málum. Það er hún sem ákveður að fylgja þessu máli gegnum þingið og sjá um að lýðveldið verði stofn- að 17. júní 1944.“ Það sem hér fer á eftir ber því að skoða í því ljósi að þessir þrír flokkar höfðu í raun bandalag um málið — gegn Alþýðu- flokknum ef nauðsyn krafði á síðari stig- um málsins. Lýðveldisnefndin — flokkarnir þrír — tók svo frumvarp milliþinganefndarinnar upp á sína arma. Ríkisstjórn Björns Þórðarsonar fór fram á heimild til að flytja frumvarpið sem stjórnarfrumvarp og féllst lýðveldisnefndin á það. Ihlutun ríkisstjóra Þegar Alþingi var komið saman eftir áramótin 1944 var fyrst kosin nefnd „til að íhuga tillögu til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenska sambandslaga samningsins og um rétt danskra ríkis- borgara heimilisfastra á íslandi.“ Ráð- herrarnir Einar Arnórsson og Björn Ól- afsson komu oft á fundi nefndarinnar. Formaður hennar var Gísli Sveinsson en ritari Bernharð Stefánsson. Þá kusu deildir þingsins að sjálfsögðu nefndir til að fjalla um stjórnarskrármál- ið. f neðri deild var nefndin þannig skip- uð að Einar Olgeirsson var ritari nefndar- innar en Eysteinn Jónsson formaður. í efri deild var Bjarni Benediktsson ritari en Brynjólfur Bjarnason formaður. Eftir einn fund í hvorri nefnd gengu þær saman í eina nefnd er hét samvinnunefnd í stjórnarskrármálinu. Þá sátu ráðherrarnir tveir sem sinntu skilnaðarnefndinni einn- ig á mörgum fundum þessarar nefndar. Nefndin fjallaði um stjórnarskrárfrum- varpið, þingskjal 1, sem lagt var fram af ríkisstjórninni, stjórn Björns Þórðarson- ar — með „heimild“ lýðveldisnefndarinn- ar. Rek ég nú fyrst starf skilnaðarnefndar. í henni voru auk formannsins, Gísla Sveinssonar og ritarans Bernharðs Stef- ánssonar eftirtaldir alþingismenn: Ólafur Thors, Magnús Jónsson, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen frá Sjálfstæðisflokknum, Hermann Jónas- son, Sveinbjörn Högnason og Eysteinn Jónsson frá Framsóknarflokknum, Brynj- ólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson frá Sósíalistaflokknum og Stefán Jóhann Stefánsson frá Alþýðuflokknum. Á 2. fundi skilnaðarnefndar var lagt fram bréf frá Sveini Björnssyni ríkisstjóra íslands þar sem hann gerði tillögur um meðferð skilnaðarmálsins og stofnun lýð- veldis. Leggur hann til að sérstökum þjóðfundi verði falin meðferð þessara mála eins og komist er að orði í fundar- gerðinni. Þar segir ennfremur: „Urðu miklar umræður um þetta er- indi, bæði efni þess og form, en engin ákvörðun tekin.“ Virðist mega lesa það á milli línanna í knöppum texta fundargerðarinnar að fundarmenn hafi talið íhlutun ríkisstjóra að þessu leyti nokkuð sérkennilega. Einar Olgeirsson segir í bók sinni sem áður var vitnað til á bls. 142 um erindi ríkisstjóra: „Þá gerist það að Sveinn Björnsson rík- isstjórinn sjálfur, skrifar forseta Samein- aðs alþingis bréf 21. janúar 1944 þar sem 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.