Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veljum íslensktFIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 NETVERSLANIR.IS er vefsíða þar sem má finna tengla á fjölda íslenskra netverslana eftir flokkum. Meðal flokka eru fatnaður og skór, barnavörur og leikföng, heimilið og viðburðir og farartæki og samgöngur. „Ég er tiltölulega nýbyrjuð að búa til spangir en ég byrjaði fyrir um þremur mánuðum á þeirri fyrstu,“ segir Lára Björk Curtis, deildar-stjóri hjá Hagkaupum í Holtagörð-um og spangagerðardama. „Þetta byrjaði þannig að miglangaði í skrautlega ö stundum bætir Lára tjulli, perl-um og efni við. „Ég hef að mestu gert þetta fyrir sjálfa mig, vini og kunningja, en þar sem margir hafa spurt mig út í spangirnar þá ætla ég að opna heimasíðu með þei álaruspa i í staðinn fyrir skotapils,“ segir Lára og nefnir að þegar hún búi til spangir fyrir aðra þá reyni hún að útfæra spangirnar eftir óskumhvers og eins Lítur á spangir sem skart Lára Björk Curtis dó ekki ráðalaus þegar hana langaði í fallega skreytta spöng til að setja punktinn yfir i-ið. Hún einfaldlega bjó hana til og síðan þá hafa margar spangir bæst í safnið. Lára Björk býr til spangir í fjölbreyttum útfærslum en hér er hún með fremur látlausa spöng úr svörtu leðri, tjulli og perlum. „Ég geng yfirleitt í frekar látlausum fötum en skreyti mig svo bara með fylgihlutum,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvar á maður eignlega að byrja? Langar þig til þess að breyta mataræðinu til batnaðar en veist ekki hvar þú átt að byrja? Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar.Farið verður með einföldum hætti yfir: • Hvernig við getum náð stjórn á blóðsykrinum • Hvernig verðum við okkur úti um rétt næringarefni • Hvernig við getum öðlast meiri orku, vellíðan & heilbrigði Þriðjudaginn 10. mars eða 31. mars kl: 20-22 í Heilsuhúsinu Lágmúla. Þriðjudaginn 17.mars kl:20-22 í Heilsuhúsinu á Selfossi. Upplýsingar og skráning í síma: 899 5020 eða á eig@heima.is Verð pr. mann: 3.500 kr. Hentugt, Hagkvæmt, Hollt og Gott! Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur með meiru heldur matreiðslunámskeið í Heilsuhúsinu. Auður mun sýna fram á hversu einfalt, fljótlegt og budduvænt það er að útbúa gómsæta rétti úr heilsusamlegu hráefni. Fimmtudaginn 18. mars kl: 19:30 22 00 í Heilsuhúsin í Meirapróf Næsta námskeið byrjar 11. mars 2009 Upplýsingar og innrituní síma 5670300 FIMMTUDAGUR 5. mars 2009 — 56. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Brjóta blað í sögu félagsins Félag íslenskra háskólakvenna styrkir erlendar konur í námi TÍMAMÓT 26 LÁRA BJÖRK CURTIS Útfærir spangir eftir óskum hvers og eins • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS VELJUM ÍSLENSKT Leikföng, húsgögn og lífræn framleiðsla Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Skoðaðu MÍN BORG ferðablöð Icelandair á www.icelandair.is Kveður sviðið Clint Eastwood hefur leikið í sinni síðustu kvikmynd, 79 ára að aldri. KVIKMYNDIR 34 HELGI HRAFN JÓNSSON Algjört ævintýri hjá íslenskum tónlistarmanni Vekur athygli fyrir aðra plötu sína TÓNLIST 32 EFNAHAGSMÁL „Við vorum fyrst og fremst að ræða það við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hvernig varða eigi leiðina út úr gjaldeyrishöftunum. En það kom fram að það er ekki búið að gera það,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ. „Sú leið hefur ekki verið vörðuð og okkar áhyggjur snúa að því að það sé verið að læsa okkur inni í höftum sem verða okkur til mikilla trafala til lengri tíma.“ Alþingi setti lög um gjaldeyris- höft síðla árs 2008. Lögin hindra meðal annars að erlendir fjárfest- ar komi með hlutafé í íslensk fyrir- tæki og voru meðal annars sett vegna ótta um að erlendir fjárfest- ar seldu krónubréf upp á hundruð milljarða þegar færi til þess gæf- ist. Fulltrúar ASÍ funduðu með sendi- nefnd AGS á þriðjudag. Gylfi segir að tíminn hafi aðallega verið nýtt- ur til að ræða peningamál. „Við ræddum um stjórn peningamála til framtíðar og áhyggjur okkar yfir því að hér heima séu menn að múra sig inni í þeirri hugsun að reyna að endurreisa fjármálakerfið enn einu sinni á grundvelli krónu. Gjaldmið- ils sem er bannað að nota að mestu leyti.“ Gylfi segir að öllum hljóti að vera ljóst að verði gjaldeyrishömlur hér til lengri tíma þá verði afar erf- itt fyrir þjóðfélagið að fjármagna sína starfsemi. „Við höfum talið mikilvægt að taka umræðuna um Evrópusambandið og gefa fjár- málamörkuðunum þannig sýn á það hvar Ísland ætlar að vera eftir fimm ár. Ef framtíðarsýnin er sú að við ætlum að vera stödd á sama stað með krónu sem gjaldmiðil þá vinn- um við ekki trúverðugleika okkar til baka í bráð. Það hefði í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina.“ Seðlabanki Íslands sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag um að skilyrði séu ekki fyrir hendi til að afnema gjaldeyrishöft. Þar segir að bankinn meti reglubundið skil- virkni gjaldeyrishaftanna í sam- hengi við peningastefnuna „og vinni að áætlun um afnám þeirra í áföng- um“. Segir í tilkynningunni að eitt af meginviðfangsefnum viðræðna stjórnvalda og AGS um fyrstu end- urskoðun efnahagsáætlunar stjórn- valda og AGS, sem nú standi yfir, sé mat á því hvort forsendur þess að hægt sé að gefa fjármagnsflutninga á milli Íslands og annarra landa frjálsa á ný séu fyrir hendi. - shá Engin áætlun um afnám hafta Ekki liggur fyrir áætlun stjórnvalda um hvernig gjaldeyrishöftum verður lyft. Þetta kom fram á fundi ASÍ með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta gengur þvert á tilkynningu Seðlabankans sem send var sama dag. Á NYTJAMARKAÐI SAMHJÁLPAR Nytjamarkaður Samhjálpar verður sífellt vinsælli segir Vilhjálmur Svan Jóhannsson, sem sér um markaðinn meðal annarra starfa hjá Samhjálp. „Það er töluverð umferð hjá okkur á markaðnum og hún hefur aukist dag frá degi.“ Sjá Allt í miðju blaðsins FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FJÖLMIÐLAR Forseti Íslands afhendir í dag Samfélagsverð- laun Fréttablaðsins. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverð- launa. Fimm eru útnefndir í hverjum hinna fjögurra flokka, alls 20, og voru þeir kynntir í Fréttablaðinu á laugardag. Flokkarnir fjórir eru: Hvunndags- hetjan, Frá kynslóð til kynslóðar, Til atlögu gegn fordómum og loks sjálf Samfélagsverðlaunin en í þeim flokki verða veitt peninga- verðlaun sem nema einni milljón króna. Þetta er í fjórða sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélags- verðlaunin. - st Samfélagsverðlaun veitt: Verðlaunahátíð haldin í dag SAMKEPPNI Samkeppniseftirlitið er með ýmis mál á borði sínu, sem tengjast fyrirtækjum sem sett hafa verið í söluferli banka. Ýmsar ábendingar og fyrir- spurnir hafa borist úr samfélaginu, sem farið er yfir, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlits- ins. Spurningar um sanngirnissjónarmið séu skilj- anlegar, þegar fyrirtæki, sem er í samkeppni við annað fyrirtæki, fær skuldir sínar felldar niður, meðan hitt liggur óbætt hjá garði. Mikilvægt sé að bankarnir hugi að þessu; ábyrgð þeirra sé mikil. Þetta sé þó matsatriði hverju sinni, því einnig sé mikilvægt að gera fyrirtækjum kleift að starfa á markaði. Bankarnir búi að áliti eftirlitsins um sam- keppnissjónarmið, sem gefið var út í lok október. Jafnræðissjónarmið skuli meðal annars í heiðri höfð. En það er þó ekki allt unnið með niðurfellingu skulda því skattasérfræðingur segir að ekki verði betur séð en að þær séu skattskyldar. Af hverri niðurfelldri milljón þurfi að greiða 150.000 krónur í tekjuskatt. - kóþ / sjá síðu 4 Fyrirtæki sem fá niðurfelldar skuldir þurfa að óbreyttu að greiða tekjuskattinn: Eftirlitið skoðar fyrirtækjasölu banka ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON BJART SYÐRA Í dag verður norðlæg átt, 8-15 m/s austan Vatnajökuls og norðvestan til, annars hægari. Snjókoma eða él norðan- og austanlands en bjart veður syðra. Frost 0-8 stig. VEÐUR 4 -3 -5 -4 -2 -2 Tíu lærdómar Þorvaldur Gylfason telur upp tíu lærdóma sem draga má af fjármálakreppunni. Í DAG 22 Eigendur krónubréfa og erlendir kaupendur íslenskra útflutnings-af- urða hafa með ábatasömum hætti fundið leið fram hjá gjaldeyrishöft- unum. Eigendur krónubréfa hafa selt kaupendum íslenskra útflutn- ingsvara bréf sín á yfirverði í evrum talið. Kaupandinn innleysir og nýtir krónurnar til greiðslu á innlendum útflutningi hér heima. Eðlilega skilar gjaldeyrir sér því ekki inn í landið gegnum Seðla- bankann eins og vonast var til með gjaldeyrislögunum. Viðmæl- endur Fréttablaðsins segja gjald- eyrisreglurnar ekki hafa náð tilætl- uðum árangri þar sem þeir einir hagnist sem höftin áttu að vinna gegn. - jab / Sjá síðu 18 LEIÐ HJÁ HÖFTUM Unnu 6. besta lið í heimi Stelpurnar okkar byrjuðu frábær- lega í Algarve- bikarnum með því að vinna Noreg 3-1. ÍÞRÓTTIR 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.