Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 2
2 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Reykjavíkurborg hefur enn ekki feng- ið svar við fyrirspurnum um innistæðu sína í pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Borgin átti þar 4,1 milljarð króna fyrir bankahrun og fékk eins og aðrir greidd 68,8 pró- sent af því fé í lok októ-ber. Eftir standa um 1,3 milljarðar. Fyrirspurnir borgarinnar voru sendar í lok nóvember og þann 22. desember. „Við fáum engar skýringar. Skilanefnd Landsbankans hefur ekki séð ástæðu til að svara okkur,“ segir Kristbjörg Stephen- sen borgarlögmaður. Hún segir sitt fólk nú skoða til hvaða ráða megi grípa. Að sjálfsögðu þurfi að knýja fram svör um hvort innistæðan fáist greidd. Hvort sem það gerist með aðstoð dómstóla eður ei. „Og þetta er vissulega ekki eitthvað sem Reykja- víkurborg ætlar að taka þegjandi,“ segir hún. Flók- ið sé að eiga við skilanefndirnar vegna gildandi neyðarlaga, en nýfallinn héraðsdómur um að þau lög standist ekki stjórnarskrá gefi von um að málin skýrist brátt. Sérstaklega ef sá dómur verður stað- festur fyrir Hæstarétti. Blaðið spurði skilanefnd Landsbanka á mánudag um innstæðurnar og hvers vegna eigendurnir hafi ekki verið upplýstir um þær. Svar hefur ekki borist. - kóþ SAMFÉLAGSMÁL Öryrkja, sem ekki vill láta nafns síns getið, brá í brún þegar hann fékk fyrstu greiðslu atvinnuleysisbóta en hún er upp á sjö krónur. Hann fær rúmar 130 þúsund greiddar í örorkulífeyri og því eru atvinnuleysisbæturnar skertar um 43.049 krónur. Þá eru sjö krónur eftir. „Það er afar sjaldgæft að sjá svona rýrar bætur,“ segir Líney Árnadóttir, forstöðukona Greiðslu- stofu Vinnumálastofnunar. „Ég vil ekki tjá mig um einstaka tilfelli en almennt er það svo að rétturinn til atvinnuleysisbóta er unninn á vinnumarkaði,“ útskýrir Líney. „Til þess að eignast fullan bótarétt þarf viðkomandi að hafa verið í fullu starfi í 12 mánuði á síðustu tveimur til þremur árum. Þeir sem vinna minna en það vinna sér hlutfallslegan rétt. Hafi menn síðan tekjur annars staðar frá þá skerða þær einnig atvinnuleysis- bætur.“ Þar sem viðmælandi Frétta- blaðsins var ekki í fullu starfi á 12 mánaða tíma fær hann ekki fullar bætur heldur einungis um fjórð- ung, eða 26 prósent hlutfall. Hann sagðist afar gáttaður á þessum lágu bótum og veltir fyrir sér hvort þær standi undir papp- írskostnaði. - jse Öryrki spyr hvort atvinnuleysisbætur sínar standi undir pappírskostnaði: Sjö krónur í atvinnuleysisbætur ÖRYGGISMÁL „Við teljum það algjör- lega nauðsynlegt að Landhelgis- gæslan (LHG) yfirtaki vissa þætti starfsemi Varnarmála- stofnunar til að geta sinnt með sómasamlegum hætti örygg- is- og auðlinda- gæslu, öryggis- hagsmunum þjóðarinnar og leitar- og björgunarþjón- ustu vegna sjó- farenda og alls almennings. Samstarf LHG við erlenda heri hefur byggst upp á löngum tíma en er nú að verða fyrir verulegum áföll- um vegna þessa skipulags að setja á fót sérstaka stofnun þarna á milli,“ segir Georg Lárusson, forstjóri LHG. „Innan LHG er áratuga löng hefð fyrir samskiptum við erlenda heri og gífurleg þekking og reynsla á því sviði. Að Varnarmálastofnun sé orðinn þar milliliður í samskipt- um er hreinlega farið að valda okkur skaða og þá um leið orðið hættulegt björgunarsamstarfi við nágrannaríkin,“ segir Georg. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið 23. febrúar að mál- efni Varnarmálastofnunar væru til rækilegrar skoðunar. Til greina komi að leggja hana niður og mikl- ir möguleikar séu á því að spara fé með því að sameina ýmsa þætti sem eru hjá henni og öðrum stofn- unum. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra segir að formleg vinna á milli ráðuneyta sé ekki hafin varð- andi málefni stofnananna tveggja. „En eðlilega hafa menn áhuga á öllum hagræðingarmöguleikum í ríkisrekstri. Þetta er einn af þeim möguleikum.“ Ragna telur eðlilegt að leitar- og björgunarstarfsemi og löggæsla á hafinu sé öll hjá LHG. „Ég vil hins vegar ekki ganga svo langt að segja að yfirtaka LHG á Varnarmálastofnun sé rökréttasta leiðin. Það eru ýmsir þættir hjá Varnarmálastofnun sem eiga ekki endilega heima hjá LHG.“ Georg segir ljóst að Landhelgis- gæslan verði ekki rekin með nægi- lega öflugum og öruggum hætti eins og staðan sé í þjóðfélaginu í dag. Hann telur rökrétt að LHG sinni mörgum af þeim verkefnum sem Varnarmálastofnun hefur á sinni könnu. „Þar er ekki einungis hægt að spara peninga heldur er einnig hægt að nýta þær upplýs- ingar og aðstöðu sem er hjá Varn- armálastofnun í þágu lands og þjóðar með miklu öruggari og skil- virkari hætti en gert er í dag.“ Frá Varnarmálastofnun fengust þau svör að ákvörðun um samein- ingu væri pólitísk. Forsendur fyrir samstarfi væru verulegar og LHG hafi lengi staðið til boða að nýta aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Það hafi hins vegar ekki verið þegið. svavar@frettabladid.is Varnarmálastofnun truflandi milliliður Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir brýnt að Landhelgisgæsl- an yfirtaki þætti í starfsemi Varnarmálastofnunar. Stofnunin stendur starfsemi LHG fyrir þrifum og ógnar björgunarsamstarfi við önnur ríki, að hans mati. RÝRAR BÆTUR Greiðsla á dag 1.794 kr. Greiddir dagar 24 kr. Samtals 43.056 kr. Skerðing v/ örorkulífeyris -43.049 kr. Greiðsla samtals 7 kr. BJÖRGUNARÆFING Starfsemi LHG er viðamikil og kostnaðarsöm. Draga verður saman á öllum sviðum á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/KK GEORG LÁRUSSON RAGNA ÁRNADÓTTIR Reykjavík á enn 1,3 milljarða ógreidda úr peningamarkaðssjóði Landsbanka: Tekur þögninni ekki þegjandi KRISTBJÖRG STEPHENSEN VARNARMÁL Fyrstu þotur og hermenn danskrar flugsveitar sem sjá mun um loftrýmisgæslu hér á landi út marsmánuð komu hingað til lands í gær. Kostnaðurinn við komu flugsveitarinnar verður um 10 milljónir króna. Upphafleg áætlun var mun hærri, en samið var við Danina um að taka á sig hluta kostnaðar vegna fjármála- hrunsins, segir Urður Gunnars- dóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Alls koma fjórar F16 orustu- þotur og rúmlega 50 danskir hermenn. Gæslan hefst formlega eftir helgi, segir Urður. - bj Danskar orrustuþotur komnar: Kostnaður um 10 milljónir DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur hafnað ósk saksóknara um að fá að kæra niðurstöðu héraðsdóms í skattamáli Jóns Ólafsson- ar athafna- manns til Hæstaréttar. Þar með er úrskurður héraðsdóms endanleg niðurstaða málsins. Þar var ákærum á hendur Jóni og tveimur öðrum sakborningum vísað frá þar sem skattayfirvöld hefðu gert þeim refsingu. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra, kærði frávísunina, en þar sem hann gat þess ekki nákvæmlega hvað hann kærði vísaði Hæstiréttur kærunni frá dómi. - bj Hæstiréttur hafnar kröfu: Skattamáli Jóns Ólafssonar lokið JÓN ÓLAFSSON Grímur, er þetta bara einhver óþjóða-Lýður? „Þetta er að minnsta kosti ekki þjóðin.“ Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hefur stofnað hljómsveitina Ekkiþjóðin. Með honum í henni er meðal annarra Lýður Árnason læknir á Flateyri. HJÁ VINNUMÁLASTOFNUN Atvinnuleysi hefur aukist hröðum skrefum síðan í haust. FRÉTTABLÐIÐ/GVA RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Borgarlögmaður segir að engin svör fáist frá skilanefnd Landsbankans um innistæðu borgarinnar í peningamarkaðssjóði bankans. DADFA VIÐSKIPTI Staða Kaupþings var fegruð með því að afskrifa ekki tugmilljarða króna tap vegna skuldabréfa. Með þessu voru fjár- festar blekktir. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kaupþing fjárfesti í skulda- bréfum í gegnum dótturfélag í Bretlandi, og námu fjárfest- ingarnar um 8 milljörðum evra haustið 2007. Á þeim tíma varð ljóst að fjárfestingarnar voru áhættusamar, en í stað þess að afskrifa bréfin flutti Kaupþing tugi milljarða í annað félag. Í samtali við Stöð 2 sagði Hreið- ar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, að engin þörf hafi verið á því að afskrifa bréfin. - bj Saka Kaupþing um blekkingar: Afskrifuðu ekki tap af bréfum VEÐUR Þeir 34 sem gert hafði verið að rýma heimili sín á Vest- fjörðum vegna snjóflóðahættu sneru aftur heim í gær. Þá höfðu nokkur flóð fallið á norðanverð- um Vestfjörðum. Flest flóðin voru á þekktum snjóflóðastöðum en önnur komu á óvart. Þannig féll flóð í Botnshlíð í Mjóafirði, sem er sjaldgæft. Þá féll óvenju stórt flóð í Óshlíð- inni við vegskálann við Hvanná og náði yfir vegskálann beggja vegna. Viðbúnaði er lokið, utan að starfsmenn við sorpbrennslu- stöðina Funa og við gangnagerð á vegum Ósafls í Bolungarvík hafa haldið sig innandyra. - kóp Snjóflóðahætta liðin hjá: Fólk flutt á heimili sín á ný STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hittist í gærkvöldi í Ráðherrabústaðn- um á óvenjulegum fundartíma. Fundurinn hófst klukkan 19 og stóð fram yfir 21. Fundarefn- ið var tillögur í atvinnumálum. Ráðuneytin hafa hvert um sig unnið ýmsar tillög- ur um atvinnu- skapandi verk- efni og voru þær kynntar á fundinum. Farið var yfir fjölda hugmynda en engar ákvarðan- ir voru þó teknar. Tillögur eru unnar á vegum hvers ráðherra en verkstjórn er hins vegar á hönd- um Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum verði kynnt fljót- lega. Í gær voru 16.599 skráðir atvinnulausir á landinu. - kóp Ríkisstjórn fundaði í gær: Ræddi tillögur í atvinnumálum ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.