Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 30
 5. MARS 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt „Sólóhúsgögn er íslenskt fram- leiðslufyrirtæki sem útbýr aðallega húsgögn eins og eldhúsborð og stóla og við erum líka í sérsmíði,“ segir Magnús J. Magnússon, sölumaður hjá Sólóhúsgögnum og nefnir að margir íslenskir hönnuðir starfi með fyrirtækinu. „Má þar nefna hönnuði eins og Erlu Sólveigu Ósk- arsdóttur, Reyni Sýrusson, Pétur B. Lúthersson, Þórdísi Zoëga og Sig- urð Gústafsson sem eru allt þekkt- ir íslenskir húsgagnahönnuðir en auk þeirra er fjöldi ann- arra hönnuða sem Sólóhús- gögn hafa unnið með í gegnum tíðina.“ Fyrirtækið Sóló- húsgögn ehf. var stofnað árið 1960 og hefur starf- semin að mestu leyti tengst fram- leiðslu á stálhúsgögnum. „Í upphafi var vörulínan ekki breið en þegar núverandi eigandi, Björn Ástvalds- son, keypti fyrirtækið fyrir rúmum 20 árum fór hann að leggja áherslu á að fá húsgagnahönnuði til liðs við sig. Samvinna húsgagnahönn- uða og framleiðenda er mjög mik- ilvæg þar sem báðar greinar eiga erfitt með að starfa án hinnar,“ út- skýrir Magnús. Auk hús - gagnafram- leiðslu taka Sólóhúsgögn að sér hvers kyns sérsmíði fyrir fyrirtæki og einstakl- inga. - hs Sterk og stílhrein Sólóhúsgögn framleiða stílhrein húsgögn úr tré og stáli. Barnasmiðjan hefur frá árinu 1986 sérhæft sig í hönnun og framleiðslu útileiktækja og barnahúsgagna undir vörumerkinu KRUMMA- GULL. Framleiðslan hefur ein- skorðast við íslenskan markað en fyrirtækið er að færa út kvíarnar og hefja útflutning á leiktækjum til Evrópu. „Við höfum verið að vinna mark- visst að útrás frá því í haust. Í raun má kannski segja að við höfum byrjað að markaðssetja okkur er- lendis, í Evrópu, fyrir um tveim- ur árum. Nú er þetta allt að smella saman,“ segir Hrafn Ingimundarson, sem á og rekur Barna- smiðjuna ásamt eigin- konu sinni, Elínu Ág- ústsdóttur. Hrafn segir að leik- tækjum Barnasmiðjunnar hafi verið sýndur mikill áhugi erlend- is. Genginu sé að þakka og svo framleiðslunni sjálfri sem njóti sérstöðu. „Hönnunin okkar er sérstök, séríslensk, og því annar stíll á markaðinum,“ segir hann og nefnir að sum tækjanna vísi til uppruna Íslendinga, minni á skip og fleira. Helsta hindrunin sé þó flutningskostnaður, en fyrirtæk- ið vinnur að því að ná fram betri nýtni í flutningi. Með aukinni eftirspurn reikn- ar Hrafn með að fyrirtækið þurfi meira pláss, ekki síst í ljósi þess að það hefur aðeins kynnt 100 af þeim 150 vörum sem það hefur hann- að. Þá útilok- ar hann ekki að með auknum um- svifum komi fyrir- tækið til með að ráða til sín fleiri starfsmenn, sem eru nú 14 talsins. - rve Leiktækjafyrirtæki í útrás Grétar Árnason stofnaði GÁ húsgögn fyrir 34 árum en fyr- irtækið sérhæfir sig í sérsmíði húsgagna fyrir heimili og stofnanir. „Við erum alfarið í sérsmíði og sérþörfum,“ segir Grétar. „Ef fólk finnur ekki það sem því líkar eða sem passar úti í bæ þá getum við sérsmíðað fyrir það inn í rýmið.“ Biðtími eftir sérsmíði er frá hálfum mánuði og upp í fimm vikur. Viðskiptavinurinn getur valið sér einhverja af grunntýp- um verslunarinnar og látið svo að- laga þær eftir sínum hugmyndum, meðal annars valið áklæði og lit. „Fólk getur komið með sínar hugmyndir upp að vissu marki. Til dæmis má setja arma af einni týpu af sófa á aðra. Við höfum þó alltaf eitthvað um útlitið og hönnunina að segja enda teljum við okkur hafa nokkurt vit á þessu eftir öll þessi ár,“ segir Grétar. Hann segir allt- af einhverja tískustrauma í gangi og í raun sé enginn hlutur eins sem þeir smíði frá degi til dags. Hinn stóri kantaði funkisstíll í svörtu og hvítu, sem hefur verið allsráðandi undanfarin misseri, sé meðal ann- ars á undanhaldi. „Núna eru að koma mýkri línur í hlutina og hlýrri litir. Það gerist alltaf í svona árferði eins og nú er, eins og 1982 og aftur 1991. Það er minna af peningum í umferð og menn hugsa meira um sjálfa sig og hvað þeir vilja. Týpíski tungu- sófinn er til dæmis á undanhaldi en nú er meira um sófa í horn. Eins er aðeins minna að gera hjá okkur en undanfarin ár en við þurfum þó alls ekki að kvarta.“ Grétar telur að velja eigi ís- lenska vöru gæðanna vegna og segir ýmislegt í bígerð hjá fyrir- tækinu í nýsköpun. Hann vill þó ekkert gefa upp hvað það er. „Í dag erum við að vinna í mjög spennandi verkefnum í nýsköpun en það kemur allt saman í ljós með vorinu. Nú er vakning í því að fólk velji íslenskt, sem er gott að vissu leyti, en það er þó mín skoðun að við eigum ekki eingöngu að kaupa íslenskt þegar illa árar. Það á að kaupa íslenskt gæðanna vegna.“ - rat Íslenskt gæðanna vegna Hvítt og svart leður er á undanhaldi. Hlýleg tauáklæði eru vinsæl. Í verslun GÁ húsgagna er hægt að velja sér grunnsófa og fá honum breitt eftir sínu höfði. Engin smíði er eins frá degi til dags. Þessi stóll kallast Smári .. Tungusófinn er á undan- haldi og hornsófar heitir. M YN D /G Á H Ú SG Ö G N Allt sem þú þarft...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.