Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 24
24 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Sturla Böðvarsson skrifar um ríkisstjórn- ina Ríkisstjórnin virðist nú leggja allt sitt traust á norska stjórnmálamenn og þeir gera sig mjög gild- andi hér um þessar mund- ir. Það birtist m.a. í því að ráðinn var fyrrverandi stjórnmála- maður frá Noregi í stöðu banka- stjóra Seðlabanka Íslands. Upplýst hefur verið að það var gert að undirlagi fjármálaráð- herra Noregs. Það gerðist þrátt fyrir að það stangist á við stjórn- arskrána að skipa erlendan rík- isborgara sem embættismann. Bæði forsætisráðherra og ekki síður fjármálaráðherra gerðu sig ber að því í viðtölum að van- virða ákvæði stjórnarskrárinn- ar með því að halda því fram að breytingar á lögum um Seðlabank- ann ýti til hliðar skýrum ákvæð- um í stjórnarskránni. Í verkum ráðherranna og framgöngu var tilgangurinn látinn helga meðöl- in. Vonandi gengur seðlabanka- stjóranum nýja vel þann stutta tíma sem honum er ætlað að vera við störf hér á Íslandi og vonandi hefur hann áttað sig á því að hann vinnur í umboði íslenskra stjórn- valda en ekki þeirra norsku. En vinnubrögðin við ráðningu hans eru einsdæmi og ekki til þess fall- in að auka traust á Seðlabankan- um eða ríkisstjórninni. Nær hefði verið fyrir Jóhönnu að setja Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins og fyrrum seðla- bankastjóra, til verksins meðan beðið var auglýsingar og „faglegrar“ ráðningar í starfið. Hann þekkir vel til verka og hefur alla þá reynslu sem til þarf og hefði sómt sér vel í þessu mikilvæga embætti. Í þessu máli birtist virðing Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir stjórnarskránni með sérkennilegum hætti eftir þrjátíu ár á þingi. Jens Stoltenberg leggur þeim lið Í síðustu viku var fundur forsætis- ráðherra Norðurlandanna haldinn hér í Bláa lóninu. Við það tilefni ræddi fréttamaður Kastljóssins við Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs. Ekki fór á milli mála að norski forsætisráðherrann hugsaði sér að hafa áhrif á innanlandsmál á Íslandi með ótrúlega ósvífnum hætti og notaði tækifærið í Kast- ljósi sem nær til margra kjósenda á Íslandi. Í viðtalinu kom fram eft- irfarandi kafli þar sem Kastljós- ið kallar fram undarlegt inngrip í íslensk stjórnmál. Hér fer á eftir endurrit úr Kastljósþættinum. Fréttamaður Kastljóssins: Þú hittir Ingibjörgu Sólrúnu hér á eftir og mér skilst að þú hafir mik- inn áhuga á væntanlegum kosning- um. Dreymir þig um að hér verði rauð og græn vinstri stjórn eftir kosningarnar? Jens Stoltenberg: Við höfum góða reynslu af slíku stjórnarfyr- irkomulagi í Noregi. Það verður áhugavert ef slíkt verður reynt hér á Íslandi. Ég hef þekkt Ingi- björgu í mörg ár og við Jóhanna, forsætisráðherra ykkar, hittumst og ég þekki marga aðra íslenska stjórnmálamenn og ég vona að þeim takist að koma á rauðgrænni stjórn hér. Við höfum góða reynslu af því fyrirkomulagi. Til valda með aðstoð að utan. Hver pantar slíkar spurningar? Hvað gengur forsætisráðherra Noregs til að hefja hér afskipti af stjórnmálum á Íslandi? Var það hluti af beiðni Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Steingríms J. Sigfús- sonar til forsætisráðherra og fjár- málaráðherra Noregs að þau tækju þátt í kosningabaráttunni hér? Á hjálpin að berast að utan til þess að hægt verði að mynda hér rauð- græna ríkisstjórn? Verður stuðn- ingur Framsóknarflokksins við ríkisstjórnina óþarfur? Á mínum langa ferli í stjórnmál- um hef ég ekki áður orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og þeim sem Jóhanna og Steingrím- ur J. viðhafa á öllum sviðum. Og það er vert að minnast þess og rifja upp að þau komust til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi. Aðgerða sem ráðherra Vinstri grænna hefur hreykt sér af að hafa staðið að baki og marg- ir telja að hafi verið skipulagðar í skjóli Vinstri grænna bæði innan þingsins og utan. Það geta ekki verið vinnubrögð sem við viljum innleiða á Íslandi. Höfundur er alþingismaður. Rauðgræn ríkisstjórn í boði norskra ráðherra UMRÆÐAN Jón Sigurðsson skrifar um kosningafyrirkomu- lag Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerf- isins jafnt á landsmála- sviði sem í sveitarfélög- um. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almenn- ings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæða- greiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveit- arstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfn- un meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjar- atkvæði í sveitarfélagi eða þjóð- aratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveit- arstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörn- ir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkis- saksóknara, ríkisendur- skoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæsta- réttardómara, fræðslu- stjóra, fræðslumála- stjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftir- litsmann með fjármála- stofnunum, þjóðareftir- litsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisrit- ara (sem er nokkurs konar forsæt- isráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lög- fræðinganefnd ákvarða um kjör- gengi manna, t.d. varðandi dóm- araembætti. 4) Sums staðar hefur almenn- ingur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugn- ast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undir- skrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýð- ræði skuli ráða um stjórnarskrár- ákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstak- ar stjórnvaldsákvarðanir eða opin- berar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftir- sóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kali- forníu varð gjaldþrota vegna mis- taka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleið- ingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndi- áhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þing- ræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR. Beint lýðræði – vænlegur kostur UMRÆÐAN Róbert Hlöðversson skrifar um stjórnmál Íslenskir stjórnmála-menn komast til áhrifa í gegnum flokksstarf. Til að ná frama innan stjórn- málaflokks er nauðsyn- legt að vera vel tengd- ur og er þá vænlegast til árangurs að vera bund- inn núverandi forystu vina og/eða venslaböndum. Einn- ig er nauðsynlegt að sýna flokkn- um hollustu, sama á hverju dynur. Kjósendur hafa þannig ekkert um það að segja hverjir veljast til for- ystu í stjórnmálaflokki. Flokksfor- ystan ræður nánast öllu um stefnu flokksins og það er sú stefna sem ríkir í landinu komist flokkurinn til valda. Afleiðingar helstefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd hérlendis í tæplega tvo áratugi samfleytt, lengst af með dyggum stuðningi Framsóknar- flokksins. Þessir flokkar hafa haft svo kallaða frjálshyggju á stefnu- skrá sinni. Þessi stefna leiddi m.a. til þess að fiskveiðikvóta lands- ins var úthlutað til sérvalinna aðila án endurgjalds. Í kjölfarið varð til ný stétt auðmanna, sem með stuðningi stjórnvalda sölsaði undir sig ríkisbankana. Bankarn- ir fjármögnuðu síðan skuldsettar yfirtökur á öflugustu fyrirtækjum landsins. Í dag eru þessir bankar gjaldþrota og mörg vel rekin fyr- irtæki standa tæpt vegna mikilla skuldsetningar. Landsmenn eru rétt að byrja að upplifa afleiðingar þessarar helstefnu og eiga eftir að lifa í skugga hennar næstu áratug- ina. Sagt er að kapítalisminn hafi marga góða kosti, en það verði að setja honum strangar leikreglur. Sé það ekki gert muni hann tor- tíma sjálfum sér að lokum. Það er hlutverk löggjafarvaldsins að setja þessar leikreglur. Þjóðkjörn- ir fulltrúar okkar brugðust þess- ari skyldu sinni og því fór sem fór. Þar sem hérlendis ríkir ekki lýðræði hafa kjós- endur mjög lítil áhrif á stefnu stjórnvalda. Á fjög- urra ára fresti er þeim gefinn kostur á að kjósa flokk en hafa engin áhrif á val frambjóðenda. Þessi flokkur hefur ákveðna stefnu sem hann telur sig þó ekki vera bund- inn af að fylgja komist hann í aðstöðu til að mynda ríkis- stjórn með öðrum flokki. Þetta er íslenskt lýðræði í hnotskurn. Tillögur til úrbóta Gera þarf landið að einu kjör- dæmi. Þetta kemur í veg fyrir það óréttlæti að mismunandi atkvæða- vægi er að baki þingmanna eftir kjördæmum. Kjördæmapotið, sem er skilgreint afkvæmi núverandi kjördæmaskipunar, mun í kjölfarið hverfa af löggjafarþinginu. Fækka þarf þingmönnum um helming og hækka laun þeirra verulega. Þing- mönnum verði jafnframt bannað að sinna öðrum störfum meðan þeir sitji á þingi og þingseta tak- mörkuð við 12 ár. Forsætisráðherra verði þjóð- kjörinn. Þetta mun styrkja lög- gjafarvaldið gagnvart fram- kvæmdarvaldinu, en áhrif þess eru alltof sterk í núverandi kerfi. Forseti Alþingis yrði jafnframt þjóðhöfðingi landsins og embætti forseta lagt niður. Til að skerpa enn frekar á aðskilnaði á milli framkvæmdarvalds og löggjafar- valds hefðu ráðherrar ekki rétt til þingsetu. Við val á ráðherrum yrði fyrst og fremst horft til reynslu þeirra og þekkingar á málaflokki þess ráðuneytis sem þeir eiga að stjórna. Gefa þarf kjósendum kost á að kjósa fólk auk flokks. Til að auð- velda framkvæmdina á þessu er nauðsynlegt að taka upp rafræn- ar kosningar. Hægt er að hugsa sér að kjósendur geti valið um tvo möguleika í kjörklefanum. Núverandi kerfi þar sem einung- is er krossað við listabókstaf og uppröðun flokksins á frambjóð- endum samþykkt, eða að kjósand- inn raði frambjóðendum í númera- röð sjálfur. Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði yrði leiðtogi síns flokks eftir kosningarnar. Þetta mundi veita þingmönnum nauðsynlegt aðhald og koma í veg fyrir endurkjör þeirra sem standa sig illa að dómi kjósenda. Stækka þarf sveitarfélögin umtalsvert og ber í því sambandi að stefna að því að íbúafjöldi sem flestra sveitarfélaga verði í kring- um 10 þúsund manns. Ljóst er að í fámennari byggðum landsins er þetta ekki mögulegt og verður þá að miða stærð sveitarfélagsins við landfræðilegar aðstæður. Í kjölfarið þarf að stórefla sveitar- stjórnarstigið og færa fleiri verk- efni s.s. framhaldsskóla og heil- brigðisþjónustu þangað. Þjóðin þarf að ganga í Evrópu- sambandið hið fyrsta. Það að inn- ganga í ESB mundi stefna fullveldi þjóðarinnar í voða er algjör firra. Raunar eru líkur á að innganga í ESB muni styrkja fullveldið því áhrif þeirra ólýðræðislegu afla sem hér ráða ríkjum munu dvína. Þetta m.a. skýrir andstöðu þess- ara sömu afla gegn inngöngu. Inn- ganga í ESB mundi færa þjóðinni stöðugan og traustan gjaldmiðil. Verðbólgan hérlendis yrði sú sama og innan ESB-ríkjanna og sama gildir um vexti af lánum. Sam- keppni yrði á bankamarkaði og hin séríslenska svikamylla verð- tryggingin mun heyra sögunni til. Aukin erlend samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins gerði það að verkum að verðlag færðist nær því sem tíðkast í Evrópu. Það er algjört lífsspursmál fyrir afskekkt smáríki eins og Ísland að tryggja sér aðgang að stærra efna- hagssvæði. Fullveldi þjóðarinnar er stefnt í mikið meiri hættu með einangrun en með inngöngu í Evr- ópusambandið. Höfundurinn er sviðsstjóri. Flokksræðisríkið Ísland JÓN SIGURÐSSON RÓBERT HLÖÐ- VERSSON Sums staðar hefur almenning- ur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugn- ast ekki lengur þótt kjörtíma- bili sé ekki lokið (recall). STURLA BÖÐVARSSON Á mínum langa ferli í stjórn- málum hef ég ekki áður orðið vitni að öðrum eins vinnu- brögðum og þeim sem Jóhanna og Steingrímur J. viðhafa á öllum sviðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.