Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 16
16 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vann áður fyrir sér sem vörubíl- stjóri á sumrin þegar hann var í námi. Þá flutti hann til dæmis þrjár hrefnur frá Bakkafirði á Þórshöfn í kringum árið 1980. Mynd af þessu hangir uppi á Hvala- safninu á Húsavík. „Þarna er ég að leysa böndin af þremur hrefnum sem voru veiddar austur á Bakkaflóa,“ segir Stein- grímur um myndina. „Það var hið góða skip Faldur ÞH sem Þorbergur Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og skipstjóri, gerði út. Hann fékk þessar hrefnur austur við Digranes og til að spara sér siglinguna fyrir Langanesið samdi hann við mig um að koma austur á Bakkafjörð og sækja þær og keyra þær svo á Þórshöfn til skurðar,“ segir Steingrímur. Hann gerði út vörubíl á sumrin á þessum árum, meðan hann var í háskóla. „En það er gaman að segja frá því að þetta merka skip, Faldur, er nú hvalaskoðunarskip á Húsavík. Nú halar hann inn tekjum í þjóð- arbúið, ekki með því að veiða hvali heldur með því að sýna þá,“ segir Steingrímur. Saga skipsins sé því lýsandi fyrir andstæðurnar í hvalamálum. Spurður hvort hún endurspegli sögu Steingríms, hvað hvalveiðar varðar, segir hann nei. „Ég hef aldrei verið andvígur því að nýta sjávarspendýr frekar en aðrar tegundir. Ég er enginn friðunarsinni í þeim skilningi og hef aldrei verið. En ég hef viljað nálgast þessi mál ábyrgt og skoða allar hliðar þeirra,“ segir Stein- grímur. Hann tilkynnti þann 18. febrúar að ákvörðun fyrrum sjáv- arútvegsráðherra stæði, um að heimila hvalveiðar. Ákvörðunin væri bindandi fyrir stjórnina. „En það er einfaldlega staðreynd að hagmsunir Íslands í þessu dæmi eru orðnir allt aðrir og bland- aðri en þeir voru. Hin pólitíska og þjóðréttarlega staða er allt önnur. Við þurfum að horfast í augu við þetta,“ segir hann. Steingrímur telur sig vera rúm- lega tvítugan á myndinni. Hún hafi verið tekin á árunum 1978 til 1981 þegar hann keyrði bílinn. Hann er stoltur af því að starfið hafi dugað sér nógu vel til að hann þurfti ein- ungis einu sinni að taka námslán. klemens@frettabladid.is Steingrímur flytur hval STEINGRÍMUR VÖRUBÍLSTJÓRI „Ég er þarna ungur og frískur, ábyggilega rúmlega tvítugur, og bara nokkuð vörpulegur uppi á bílnum!“ MYND/ÓÞEKKTUR LJÓSMYNDARI Það er jú þeirra eðli „Stjórnmálamenn fóru að leita að sökudólgum til að beina athygli og óánægju frá sjálfum sér og skora jafn- framt pólitísk stig.“ JÓNAS FR. JÓNSSON, FYRRVERANDI FORSTJÓRI FME Fréttablaðið 4. mars Stjórnarskráin hvað! „Engu máli skiptir hvaðan settur seðlabankastjóri kemur. Það jaðrar við rasisma að fordæma bráðabirgðasetu hans á grundvelli þjóðernis.“ REYNIR TRAUSTASON, RITSTJÓRI DV DV 4. mars Þórey Rut Jóhannesdóttir lætur hreyfihömlun sína ekki aftra sér frá ritstörfunum en hún hefur gefið út ljóðabókina Ljóðaperlur og er nú að glíma við skáldsögu. „Ég ákvað að byrja að skrifa eftir að vinkona mín Ásdís Jenna hafði hvatt mig til þess,“ segir Þórey Rut. Sú ætti að vera mönnum kunn en þrátt fyrir að vera fjölfötluð hefur hún gefið út ljóðabók, en hún skrif- ar ljóðin með því að styðja á takka með hökunni. Hún lét sér ekki nægja að fara fram á ritvöllinn heldur hóf nám í Háskóla Íslands og brautskráðist í táknmálsfræði árið 2007. En þó ekki skorti viljann hjá Þóreyju Rut þá verður einhver töf á því að skáldsagan verði gefin út. „Skáldsagan er nefnilega föst í tölv- unni,“ segir hún. „En ég fæ örugg- lega einhvern til að bjarga þessu.“ Hún vill ekki segja mikið um inni- hald sögunnar en segir þó ekkert skorta á rómantík og kímni þar. Ásdís Jenna hefur orðið fleiri fötluðum hvatning: Skáldsaga föst í viðjum tölvunnar MEÐ LJÓÐABÓKINA Þórey Rut ákvað að skrifa ljóðabókina eftir hvatningu frá vinkonu sinni. VOR Það er komið vor Ég heyri fuglasöng óma í eyra mér Fuglarnir fljúga upp í himininn Ég get ekki flogið. „Ég segi allt þokkalegt bara. Ég er svo heppinn að vera einn af þeim sem eru með vinnu enn þá, er að elda æðislegan, ferskan silung með íslenskum kartöflum og flottu salati,“ segir Geiri Sæm, kokkur á Hrafnistu og tónlistarmaður. „Svo er ég alltaf að vinna í tónlist líka með félögun- um. Ég er að vinna að sólóplötu með Kristjáni Edelstein og ætla að fara í stúdíó að taka upp í vor eða sumar. Stefni svo að því að gefa plötuna út í haust eða strax eftir áramótin. Þetta er svona minn eigin bræðingur, ég sem allt efnið sjálfur en á voðalega erfitt með að flokka tónlist yfir höfuð, hvað þá mína eigin. Maður kann ekki alveg að tala svona um sjálfan sig og tónlistina sína. Svo veit ég ekki hvort ég eigi að tala mikið um það strax en það eru viðræður í gangi um endurkomu hljómsveitarinnar Pax Vobis. Sú sveit var upp á sitt besta í kringum 1984, á blóma- tíma „eitís“ bylgjunnar. Við Þorvaldur Bjarni og Skúli Sverrisson erum spenntir fyrir því að taka upp þráðinn þaðan sem frá var horfið á níunda áratugnum, semja nýtt efni og gefa eitthvað út fljót- lega. Það sem stendur aðallega í veginum er tímaleysi því Skúli býr í Bandaríkjunum og erf- itt að samræma okkur þrjá. En vonandi gengur þetta eftir og þá má fólk eiga von á að heyra nýtt efni frá Pax Vobis á þessu eða næsta ári.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁSGEIR SÆMUNDSSON KOKKUR OG TÓNLISTARMAÐUR Von á endurkomu Pax Vobis ■ Trúðafælni, eða coulrophobia, er líklega algengari en margir halda. Oftast nær eru það börn sem þjást af slíkri fælni, en hún finnst líka hjá unglingum og full- orðnum. Flestir fyllast sjúklegri hræðslu við trúða eftir að hafa lent í erfiðri trúðatengdri reynslu eða séð trúð haga sér á skelfileg- an hátt í kvikmyndum. Til dæmis má telja líklegt að upphaf coul- rophobiu hjá mörgum sé hægt að rekja til áhorfs á kvikmyndina „It“ frá 1990, en í henni hrellir djöfulleg vera í trúðaskrúða lítil börn. Einnig þekkist að of mikil andlitsmálning geti komið þeim sem þjást af trúðafælni úr jafnvægi. FRÓÐLEIKUR TRÚÐAFÆLNI ER EKKERT GRÍN Lagersala GRANÍTVASKAR OG STÁLVASKAR GASHELLUBORÐ INNBYGGÐIR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR HÁFAR Á VEGG OG YFIR EYJUR OFNAR OG GASELDAVÉLAR -% afsláttur Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.