Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 58
42 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR N1-deild karla Akureyri-HK 25-25 (12-11) Mörk Akureyrar: Árni Þór Sigtryggsson 7 (15), Andri Snær Stefánsson 4 (5), Hörður Fannar Sig þórsson 4 (6), Jónatan Magnússon 3 (5), Goran Gusic 2/1 (2), Björn Óli Guðmundsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (3), Oddur Grétarsson 1 (3), Rúnar Sigtryggsson 1 (3). Varin skot: Hafþór Einarsson 9 (29/1 31%), Hörður Flóki Ólafsson 4 (9 44%) Hraðaupphlaup: 2 (Andri, Oddur) Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10), Valdi mar Þórsson 5/1 (11), Ásbjörn Stefánsson 4 (4), Brynjar Hreggviðsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 3 (5), Gunnar Steinn Jónsson 2 (7), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Einar Ingi Hrafnsson 1 (3), Ragnar Snær Njálsson 0 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (38 34%) Hraðaupphlaup: 4 (Brynjar 3, Ragnar) Iceland Express kvenna úk. Valur-Hamar 51-70 (28-34) Stigahæstar: Signý Hermannsdóttir 12 (23 frák., 8 stoðs.), Ösp Jóhannsdóttir 8, Ragnheiður Theodórsdóttir 7, Lovísa Guðmundsdóttir 6 - Lakiste Barkus 29, Julia Demirer 11 (15 frák.), Fanney Lind Guðmundsdóttir 10, Johanna Björk Sveinsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 6. Enska úrvalsdeildin: Enska úrvalsdeildin FULHAM - HULL CITY 0-1 0-1 Manucho (90.) MANC. CITY - ASTON VILLA 2-0 1-0 Elano (23.), 2-0 Shaun Wright-Phillips (88.). NEWCASTLE-MAN. UNITED 1-2 1-0 Peter Lovenkrands (8.), 1-1 Wayne Rooney (19.), 1-2 Dimitar Berbatov (55.). STOKE-BOLTON 2-0 1-0 James Beattie (13.), 2-0 Ricardo Fuller (72.). TOTTENHAM-MIDDLESBROUGH 4-0 1-0 Robbie Keane (8.), 2-0 Roman Pavlyuchenko (13.), 3-0 Aaron Lennon (39.), 4-0 Lennon (78.). WIGAN-WEST HAM UNITED 0-1 0-1 Carlton Cole (33.) BLACKBURN-EVERTON 0-0 STAÐA EFSTU LIÐA: Man. United 27 20 5 2 48-12 65 Chelsea 28 17 7 4 48-16 58 Liverpool 28 16 10 2 45-20 58 Aston Villa 28 15 7 6 42-29 52 Arsenal 28 13 10 5 41-26 49 Everton 28 12 9 7 36-28 45 West Ham 28 11 6 11 34-34 39 Man. City 28 10 5 13 45-36 35 Wigan 28 9 8 11 27-27 35 Enska B-deildin: Coventry-Sheff. United 1-2 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn. Skoska úrvalsdeildin: Hearts-Motherwell 2-x Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn. Þýska úrvalsdeildin: Kiel-Gummersbach 36-30 Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk. Rhein-Neckar Löwen-Nordhorn 32-29 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 1 mark. Flensburg-Wetzlar 35-25 ÚRSLIT FÓTBOLTI Björgólfur Takefusa var lengi óákveðinn í haust og fram eftir vetri hvort hann ætlaði sér að spila knattspyrnu nú í sumar. Hann staðfestir hins vegar í sam- tali við Fréttablaðið að hann hafi fundið „gleðina og hungrið“ á ný og að hann hlakki til að fara á æfingar á hverjum degi. Hann er sem stendur samnings- laus en hefur verið að æfa með KR, þar sem hann hefur spilað síðan 2006. „Ég á eftir að tala betur við KR- inga en ég vona að við komumst að einhverju samkomulagi. Því fyrr, því betra. En það er mikill vilji fyrir hendi,“ sagði Björgólfur. Hann íhugaði að hætta í knatt- spyrnunni nú í haust eftir að KR varð bikarmeistari. „Það var mjög freistandi að hætta á toppnum - með titli hjá KR. Það eru nefnilega miklar fórnir sem þarf að færa í knattsyrnunni og ég held að fólk átti sig ekki á hversu mikill tími fer í raun í þetta. Ég er svo sem ekki að segja að við séum þvílík- ar hetjur en þó svo að tímabilið sé stutt fáum við aðeins einn mánuð í frí á ári. Svo tekur við örugg- lega lengsta undirbúningstíma- bil í heimi og æfingamótin byrja strax í janúar. Ég fór því að íhuga hvort það væri eitthvað betra sem ég gæti gert við tímann minn.“ Björgólfur útskrifaðist úr háskóla með mastersgráðu nú um áramótin og hafði ákveðnar áætl- anir vegna þess. „Ég var að gæla við þá hugmynd að finna mér vinnu erlendis. Eða þá að vera áfram hér heima og einbeita mér þá fyrst og fremst að vinnunni en ekki boltanum. En svo gerðist auðvitað það sem gerðist. Ástandið í dag er allt öðruvísi en það var - ekki bara á Íslandi heldur í öllum heim- inum. Þá þurfti ég að gera nýjar áætlanir og endurskoða hlutina.“ Björgólfur hefur í gegnum tíð- ina mikið verið á milli tannanna á knattspyrnuáhugamönnum, ekki síst þar sem mörgum þykir hans líkamlega form ekki eins og best verði á kosið. „Ég hef alltaf fengið minn skerf af gagnrýni og neikvæðri umfjöll- un. Svo brilleruðuð þið á Frétta- blaðinu og komuð með þessa skemmtilegu mynd. Þá kom önnur bylgja af gagnrýni. En þetta er bara eitthvað sem fylgir,“ sagði Björgólfur og átti þar við mynd sem birtist eftir umfjöllun um leik með KR í sumar. Myndin sýndi að Björgólfur væri í meiri holdum en margir aðrir knattspyrnumenn. „Ég er búinn að finna hungrið og gleðina aftur. Ég er farinn að hlakka til að koma á æfingar og allt sem því fylgir. Til dæmis að fara í sturtu með Bjarna Guðjóns og líta bara nokkuð vel út í sam- anburði,“ sagði hann og hló. Hann segist óðum vera að komast í ágætt form en segir of mikið einblínt á líkamlegt ástand sitt. „Það sem skiptir mig mestu máli í fótbolta er að ég geti lagt mitt af mörkum fyrir liðið og kannski helst skorað mörkin. Hitt er eitt- hvað sem fylgir og tekur maður því. Ef mamma er sátt við mig er ég góður.“ Sem fyrr segir vonast hann til að spila með KR í sumar en útilok- ar ekki að fara annað. „Ég vil ekki vera hjá liði þar sem ekki eru not fyrir mig. Þá yrði ég að leita annað ef það væri mögu- leiki. Ef einhver vill fá Japana með one-pack þá má skoða það.“ eirikur@frettabladid.is VONANDI MEÐ KR Björgólfur bindur vonir við að spila með KR í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hungrið og gleðin aftur til staðar Björgólfur Takefusa segir það fullvíst að hann ætli að halda áfram að spila knattspyrnu nú í sumar og þá helst með KR. Hann hafi þó í haust fengið leiða á fótboltanum og umtalinu sem honum fylgdi. KÖRFUBOLTI Hamar vann öruggan og sannfærandi 19 stiga sigur á Val í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Hamar vann einnig fyrri leikinn og vann því einvígið 2-0. Lakiste Barkus átti frábæran dag í liði Hamars og réðu Vals- stúlkur ekkert við þennan kvika bakvörð sem var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Fann- ey Lind Guðmundsdóttir og Íris Ásgeirsdóttir léku einnig vel og Julia Demirer skilaði sínu. Hjá Val stóð Signý Hermanns- dóttir upp úr með 12 stig, 23 frá- köst og 8 varin skot en bandaríski bakvörðurinn Melissa Mitidiero var skelfileg, klikkaði á 7 af 9 skotum sínum og fór snemma útaf með 5 villur. - óój Úrslitakeppni kvenna: Hamar komið í undanúrslitin FRÁBÆR Lakiste Barkus. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Akureyri og HK halda áfram að berjast um sæti í fjög- urra liða úrslitakeppninni eftir 25-25 jafntefli nyrðra í gær. HK er með jafn mörg stig og FH en einum leik færra og Akureyri tveimur stigum þar á eftir. Akureyringar voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Bæði lið voru nokkurn tíma að koma sér í gang og bar á mis- tökum hjá báðum liðum. Hafþór varði vel hjá Akureyri sem náði aldrei meira en tveggja marka forystu. Staðan 12-11 eftir fyrri hálfleik. HK byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og komst fljótlega yfir. Þeir leiddu með tveimur til þrem- ur mörkum og allt leit út fyrir úti- sigur gestanna þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks, HK tveim- ur mörkum yfir og með boltann. Akureyringar gáfust þó ekki upp og náðu að komast yfir eftir ótrú- legan kafla. Í síðustu sókninni gleymdu Akureyringar sér og HK jafnaði í 25-25. Niðurstaðan var því sann- gjarnt jafntefli en báðir þjálfarar vildu eðlilega vinna leikinn. „Við vorum virkilegir klauf- ar síðustu mínúturnar,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK. „Tveimur mörkum yfir brjótum við á manni í hraðaupphlaupi og lendum manni undir. Það var dýrt. Við vorum með leikinn algjörlega í okkar höndum,“ sagði Gunnar sem var þó ánægður með stigið eftir allt. „Þetta stig gerir það að verk- um að við erum enn með í barátt- unni um sæti í úrslitakeppninni,“ sagði Gunnar og Rúnar Sigtryggs- son, kollegi hans hjá Akureyri tók í sama streng fyrir hönd sinna manna. „Hefðum við unnið hefði stað- an verið mun betri. Eðlilega. En þetta er ekki búið ennþá, við gerum bara upp í lokin. Ég vildi vinna þennan leik en því miður gefum við þeim fjögur dauðafæri úr hægra horninu sem er algjör- lega óæskilegt að okkar hálfu og þau nýttu þeir öll. Þetta var bara léleg varnarmennska þeim megin,“ sagði þjálfarinn. „Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en duttum niður í þeim seinni. Það var þó karakter að koma til baka. Við misstum Andra Snæ útaf með þrefalt nef en hann kom sterkur inn í lokin. Mér fannst að við hefðum átt að vinna þetta. Við fáum á okkur mark þegar fjórar sekúndur voru eftir og það er ekki ásættanlegt. Ég hefði ekki viljað sjá neitt gróft brot, menn áttu bara að taka sinn mann,“ sagði Rúnar. - hþh Akureyri og HK skildu jöfn í lykilleik í baráttunni um sæti í úrslitakeppni N-1 deild karla í handbolta í gær: Súrsætar tilfinningar eftir jafnteflisleik MARKAHÆSTUR Árni Þór Sigtryggson skoraði 7 mörk fyrir Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐ- IÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Edwin van der Sar fékk á sig sitt fyrsta deildarmark síðan í nóvember en það kom þó ekki í veg fyrir sigur Manchester United sem vann sinn ellefta deildasigur í röð og náði aftur sjö stiga forskoti á Cheslea og Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Edwin van der Sar hafði ekki fengið á sig mark í 1.311 mínút- ur þegar hann gerði mistök og missti frá sér boltann til Peter Lovenkrands sem kom Newcastle í 1-0 eftir aðeins níu mínútna leik. Mörk frá Wayne Rooney og Dimit- ar Berbatov færðu meistarana enn nærri enska meistaratitlin- um. Manchester á líka leik inni á næstu lið nú þegar aðeins tíu umferðir eru eftir. Aston Villa mistókst að ná aftur sex stiga forskoti á Arsenal í bar- áttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Manchester City. Elano og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk City. Carlton Cole skoraði sigurmark West Ham á Eigan á 34. mínútu en fékk síðan sitt annað gula spjald þremur mínútum síðar. West Ham hélt úti manni færri. Tottenham vann stærsta heima- sigur vetrarins þegar liðið skellti Middlesbrough 4-0 en tapið þýðir að staða lærisveina Garreths Southgate er orðin slæm á botn- inum á sama tíma og Toittenham menn fjarlægðust fallbaráttuna. James Beattie hefur slegið í gegn hjá Stoke og í gær skoraði hann sitt fimmta mark í sjö leikjum í 2-0 sigri á Grétari Rafn Steinssyni og félögum í Bolton. - óój Manchester United náði aftur sjö stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni en Aston Villa tapaði fyrir Man. City: Edwin van der Sar loksins sigraður í gær 80 MÍNÚTUR FRÁ EVRÓPUMETI Peter Lovenkrands sést hér búinn að skora framhjá Edwin van der Sar. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.