Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 5. mars 2009 27 „Þetta er gamalt, íslenskt nafn sem pabbi kaus að gefa mér við skírnarfontinn, því hann vildi að ég héti sérstöku og sjald- gæfu nafni, sem reyndar hefur enn hald- ist til dagsins í dag,“ segir Blængur Sigurðs- son, verslunarstjóri tískuverslunarinnar G- Stars, um fágætt nafn sitt, en aðeins fimm Íslendingar bera nafnið samkvæmt heim- ildum Þjóðskrár. „Blængur þýðir hrafn og kemur uppruna- lega fyrir í Íslendingasögunum. Sem barni þótti mér undarlegt að heita því, en fór svo að fíla það eftir því sem ég eltist og finnst það passa mjög vel við mig í dag; ekki síst útlits míns vegna, enda svarthærður,“ segir Blængur og minnist atviks þegar hann var að vaxa úr grasi. „Þá spurði mig ókunnur maður til nafns og ég svaraði vitaskuld kurteislega, en hann trúði mér ekki, því nafnið var svo sjaldgæft. Eftir talsvert þref endaði með því að hann bað mig um skilríki nafninu til sönnunar, en þetta þótti broslegt eftir á. Enn verður fólk gáttað þegar ég segi til nafns og þykir nafngiftin skrýtin og sérstök, en nafnið venst vel.“ Blængur segist ekki enn hafa hitt fyrir nafna sína, utan hvað hann rakst á ungl- inginn Blæng á Fésbókinni, sem er sá eini sem hlotið hefur nafnið á eftir honum. „Ég hef svosem pælt í því að stofna félag um okkur Blængina, því það gæti orðið skemmtilegt, en ekki enn látið verða af því. Það yrði vægast sagt undarlegt að taka í höndina á manni einn daginn og heyra hann kynna sig sem Blæng. Ég hugsa að ég yrði hreinlega að fá mér kaffibolla með honum,“ segir Blængur og skellihlær. - þlg NAFNIÐ MITT: BLÆNGUR SIGURÐSSON Langar í kaffibolla með Blængjum landsins Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, Ragnars Jóns Magnússonar flugvélstjóra. Sérstakar þakkir til Flugvirkjafélags Íslands fyrir umhyggju og sýnda virðingu. Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen Anna Danielsen og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma, langamma, og systir, Sjöfn Halldórsdóttir frá Þverholtum, Ánahlíð 2, Borgarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. febrúar sl. Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardag- inn 7. mars kl. 14.00. Halldór Sigurðsson Guðrún Samúelsdóttir Arilíus Sigurðsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir Inga Lilja Sigurðardóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Andrés Jóhannsson Ámundi Sigurðsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Hilmar Sigurðsson Þóra Þorgeirsdóttir Ásdís Sigurðardóttir Bjarki Jónasson Jóhanna Sigurðardóttir Ríkharður Örn Jónsson Ingibjörg Sigurðardóttir Valgeir Þór Magnússon Ásta Margrét Sigurðardóttir Tómas Þórðarson barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorvaldur Þorvaldsson Arnarkletti 30, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness, mánudaginn 2. mars. Sigríður Björk Þórisdóttir Svanhildur Margrét Ólafsdóttir Jón Þór Þorvaldsson Þórir Valdimar Indriðason María Hrund Guðmundsdóttir Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir Samúel Helgason Þorvaldur Ægir Þorvaldsson og afabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Valgerðar Sóleyjar Ólafsdóttur frá Jörfa. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir frábæra umönnun. Sigurður B. Viggósson Sigrún Ársælsdóttir Eiríkur E. Viggósson Jóhanna Hauksdóttir Alda Viggósdóttir Sigurður P. Sigurjónsson Björg Viggósdóttir Baldvin Hafsteinsson Ólafur A. Viggósson Theodóra S. Þorsteinsdóttir Áskær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Örn Ingólfsson Heiðarvegi 21a, Keflavík, lést þriðjudaginn 3. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lovísa Jóhannsdóttir Ingólfur Arnarson Linda Arnardóttir Sveinn Sveinsson Pétur Jónsson Signý Arnardóttir Sigurður Heimisson Elín Arnardóttir Bjarni Gunnólfsson og barnabörn. Eiginmaður minn, Guðmundur Helgi Þórðarson læknir, Smáraflöt 5, Garðabæ, er látinn. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Lóa Stefánsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Hrauni, Tálknafirði, verður jarðsungin frá Tálknafjarðarkirkju laugardag- inn 7. mars kl. 14.00. Birgir Aðalsteinsson María Jónsdóttir Þorsteinn Aðalsteinsson Svandís Jeremíasdóttir Guðrún Aðalsteinsdóttir Ástráður Ö. Gunnarsson Ingibergur Aðalsteinsson Stella Aðalsteinsdóttir Örn Þórisson ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Regína Jónsdóttir verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Elva Regína Guðbrandsdóttir Friðleifur Björnsson Alma Elisabet Guðbrandsdóttir Páll Hólm Þórðarson Bryndís Sif Guðbrandsdóttir Þorsteinn Símonarson Jón Sigurðsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, Elfu Fanndal Gísladóttur. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heiðarbæ, hjúkrun- arheimilinu Skógarbæ, fyrir einstaka umönnun og mannkærleika. Njáll Harðarson Gísli Freyr Njálsson Linda Ýr Njálsdóttir Giovanni Sotgia Thor Falco og Gaia Sol Sotgia Íris Fanndal Gísladóttir Merwin Paul Merwin Kári Fanndal Guðbrandsson Sigrún Sigurpálsdóttir Sendum öllum okkar innilegustu þakkir sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurgeirs Þorvaldssonar fyrrverandi lögregluþjóns, Stapavöllum 6, Njarðvík. Guðrún Finnsdóttir Margrét Sigurgeirsdóttir Erling Ólafsson Jóhanna María Sigurgeirsdóttir Guðni Jóhannes Georgsson Þorfinnur Sigurgeirsson Hélène Liette Lauzon Þórir Sigurgeirsson Ásdís Ósk Valsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Þorláksson lögfræðingur, sem lést 28. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 6. mars kl. 13.00. Anna Sigurveig Ólafsdóttir Björn Magnússon Ragna Ólafsdóttir Jón Árnason Emil Ólafsson Lara Arroyo Sunna Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Blængur ber nafn með rentu, enda dökkur yfirlitum sem hrafn. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Kynningarsýning á verkum og munum í eigu Haraldar Sigurðssonar eldfjalla- fræðings verður opnuð í Bíóhúsinu í Stykkishólmi í sumarbyrjun. Meðal þess sem þar verður til sýnis eru lista- verk tengd eldgosum, bækur og fræði- rit tengd sama efni sem og munir frá helstu rannsóknarslóðum Haralds eins og til dæmis Pompei á Ítalíu, Tambora á Indónesíu og á Galapagoseyjum. Fyrir fjórum árum bauð Haraldur ís- lenska ríkinu safnið að gjöf og bauðst ríkið þá til að flytja munina hingað til lands. Haraldur sagði í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum að síðan hefði það mál sofnað í nefnd. „Nú hefur heimabær hans Stykkishólmur tekið við keflinu og hleypur undir bagga með þessa kynningarsýningu og von- andi verður það til þess að málið kom- ist á rekspöl aftur,“ segir Steinþór Sig- urðsson sýningarstjóri og bróðir eld- fjallafræðingsins. Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri segir að sýningin standi að minnsta kosti fram yfir sumar og að kostnaður vegna hennar sé um 15 milljónir. „En þetta er auðvitað mjög mikils virði fyrir okkur, annars værum við ekki að þessu,“ segir hún. Haraldur er meðal þekktustu eld- fjallafræðinga heims en kenning- ar hans um ástæður þess að risaeðl- ur dóu út hafa vakið heimsathygli og eins fundur hans á þorpinu Tambora sem hvarf undir ösku og hraun eftir sprengigos árið 1815. Safnið á Hólminn komið Kynningarsýning á verkum og munum í eigu eldfjallafræðingsins Haraldar Sigurðssonar verður opnuð í heimbæ hans í sumarbyrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.