Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 15

Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 15 ERLENT E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 4 9 5 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Vegna góðs stuðnings frá Nissan getum við nú í takmörkuðu magni boðið enn þá betra verð á Nissan X-Trail. Nissan X-Trail hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar og þú einfaldlega finnur ekki betri kaup í dag á jeppa í sama stærðarflokki. Önnur tilboð frá Nissan gilda ekki með þessu tilboði. 17" álfelgur, 4x4, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. Borgaðu minna fyrir meiri lúxus! Ríkulegur staðalbúnaður SUMARTILBOÐ NISSAN SPARAÐU HÁLFA MILLJÓN KOMDU OG REYNSLUAKTU Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 TAKMARKAÐ MAGN! Verð áður 3.490.000 kr. Nissan X-Trail Sport Verð aðeins 2.990.000 kr. NISSAN X-TRAIL Mumbai, Nýju Delhí. AP, AFP. | Ind- verska lögreglan hefur fært alls um 350 manns til yfirheyrslu vegna sprengjutilræðanna í Mumbai á þriðjudag en þá dóu meira en 200 manns og 700 særðust. Enginn hefur verið ákærður í málinu en umfangs- mikil rannsókn stendur yfir. Lögregluyfirvöld sögðu að flestir hefðu verið handteknir í Malwani, úthverfi í Mumbai. Var m.a. um að ræða þekkta glæpamenn, sem talið var að kynnu að búa yfir vitneskju um tilræðismennina. Þessar aðgerðir lögreglu koma degi eftir að lögreglustjórinn í Mah- arashtra-ríki, hvers Mumbai er höf- uðstaður, lét að því liggja að tengsl kynnu að vera við Lashkar-e-Ta- yyaba, samtök herskárra múslíma sem barist hafa fyrir sjálfstæði þess hluta Kasmír-héraðs sem tilheyrir Indlandi. Talsmaður Lashkar hefur hins vegar neitað allri ábyrgð. Hryðjuverkið í Mumbai mun óhjá- kvæmilega valda erfiðleikum í sam- skiptum Indlands og Pakistans, að mati fréttaskýrenda, en þau sam- skipti voru raunar erfið fyrir. „Án efa hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bharat Karnad, öryggismálasér- fræðingur við hugveitu í Nýju Delhí. Talat Masood, stjórnmálaskýrandi og fyrrverandi hershöfðingi í her Pakistans, tók í sama streng. Sagði hann að trúnaðartraust milli Ind- lands og Pakistans væri ekki með þeim hætti, að árásirnar myndu ekki hafa áhrif á friðarumleitanir þeirra. Yfirheyra hundruð manna Vilnius. AFP. | Fjöldi Litháa sem flutt hafa frá heimalandi sínu hefur meira en tvöfaldast síðan Litháen gekk í Evrópusambandið árið 2004. Þetta kemur fram í upplýsingum hagstof- unnar í Vilnius. Síðustu tvö ár, 2004 og 2005, hafa rúmlega 49.000 manns flutt árlega af landi brott í því skyni að búa sér betra líf annars staðar, að því er rannsókn hagstofunnar sýnir. En á þremur ár- unum þar á undan fluttu aðeins um 20.000 manns frá Litháen ár hvert. Alls hafa ríflega 400.000 manns flutt frá Litháen frá því að landið hlaut sjálfstæði 1990, sem hefur haft þær afleiðingar að íbúarnir eru nú um 3,2 milljónir en voru fyrir 1990 um 3,6 milljónir. Þýðir þetta að meira en einn af hverjum tíu hafi tekið föggur sínar. Könnunin sýnir að flestir hafa sest að í Bretlandi, Írlandi og á Spáni en af ríkjum sem voru fyrir í ESB opnuðu aðeins Bretland, Írland og Svíþjóð land sitt fyrir verkamönnum frá fyrr- verandi austantjaldsþjóðum, þ.m.t. Litháen, sem gengu í ESB 2004. Íbúum Litháens fækkar 49.000 manns fluttu til annars lands í fyrra Los Angeles. AP. | Fyrir þremur árum ól Angela Magdaleno þríbura með aðstoð frjósemislyfja. Í síðustu viku eignaðist hún síðan fjórbura – en að þessu sinni án þess að frjósemislyf hefðu nokkuð með það að gera! Magdaleno er fertug og býr í Los Angeles. Hún segist hafa orðið al- veg dolfallin þegar læknirinn henn- ar sagði henni að hún væri ófrísk og að hún bæri fjögur börn undir belti. „Ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka,“ segir hún. „En núna er ég hamingjusöm því að þau eru öll heil- brigð og ég líka.“ Magdaleno eignaðist tvo drengi og tvær stúlkur að þessu sinni og átti fæðingin, eða fæðingarnar, sér stað 6. júlí sl. Hafði hún þá gengið með í 32 vikur sem þykir gott, en að meðaltali ganga konur aðeins með fjórbura í 29 vikur. Kathryn Shaw læknir, sem tók á móti börnunum, sagði að líkurnar á því að eignast fjórbura án þess að frjósemislyf kæmu til sögunnar væru 1 á móti 800.000. Kvaðst hún aðeins einu sinni hafa lent í slíku til- felli sjálf, og það hefði verið fyrir átján árum síðan. Fyrir þremur árum var Magda- leno tveggja barna móðir, hún átti dæturnar Kelly Moreno og Steph- anie Anzaldo, sem eru nú 17 og 15 ára. En maður hennar, Alfredo An- zaldo, sem starfar sem teppalagn- ingamaður, vildi fleiri börn. Magda- leno undirgekkst því frjósemislyfjameðferð, eignaðist þríbura og hélt í kjölfarið að öllum barneignum væri lokið. En svo varð hún skyndilega ófrísk á ný; af fjór- burunum. Þessi ellefu manna fjölskylda mun búa í tveggja herbergja íbúð í aust- urhluta Los Angeles. Magdaleno segir stofuna vera stóra og börnin smá; hvað þau munu taka til bragðs þegar börnin verða stærri veit hún ekki. „Þetta verður mikil vinna,“ segir hún. AP Shaw læknir með fjórburana sem Angela Magdaleno ól í síðustu viku. „Þetta verður mikil vinna“ Ól þríbura fyrir þremur árum, fékk fjórbura núna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.