Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 53

Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 53 BLUE Lagoon Soundtrack by Margeir, kallast nýr safn- diskur sem Sena gefur út í samvinnu við Bláa lónið en þar er um að ræða safn laga sem plötusnúðurinn Margeir Ing- ólfsson setur saman. Platan er í þessum „chill-out“-stíl sem hefur verið vinsæll undanfarinn áratug eða svo og leggur upp með þægilega en svala tónlist líka þeirri sem Coldcut, Rhythm & Sound og Zero 7 hafa fullkomnað. Margeir segir að hugmyndin að þessu verkefni hafi ver- ið að gerjast mjög lengi. „Ég tengdi fyrst tónlist og Bláa lónið saman fyrir 12 til 13 árum þegar mér datt í hug að halda tónleika þar. Þá leit lónið sjálft allt öðruvísi út en það var einhver tenging sem ég sá þarna strax á milli tónlistar og þessa umhverf- is.“ Sérstök stemning Síðan þá hefur Margeir við ýmis tækifæri spilað í Bláa lóninu sem hann segir hafa gefist mjög vel. „Mig langaði að ná fram þeirri stemningu á disknum sem ég upplifði þegar ég spilaði þarna og það fór satt að segja ekki mikil orka í að sannfæra Senu og Bláa lónið um að þetta væri góð hugmynd. Mér hefur hins vegar sjálfum fundist megnið af þessum „chill-out“-diskum frekar leiðinlegt og vildi setja saman disk sem endurspeglaði þetta sérstaka umhverfi sem er þarna, orkuverið, náttúruna og lónið sjálft.“ Þekkt vörumerki Margeir segir að platan sé bæði hugsuð fyrir innlendan markað og ferðamenn sem hingað koma. „Það var fyrst og fremst hugsunin að búa til disk fyrir unnendur góðrar tónlistar en það er að sjálfsögðu fullt af útlendingum sem þekkja Bláa lónið og það er óneitanlega vel þekkt og gott vörumerki. Hins vegar er tónlistin þannig að ef maður set- ur sig í sérstakar stellingar fyrir fram, í stað þess að vanda til verksins, lendir maður í vandræðum. Platan ætti því einfaldlega að höfða til allra sem unna góðri tónlist – hvaðan sem það fólk kemur.“ Margeir segir að það sé ekkert ákveðið framhald á verkefninu en það sé aldrei að vita. „Það verður örugglega slegið upp útgáfuteiti í Bláa lón- inu í ágúst og svo verður sérstök Blue Lagoon dagskrá í kringum Iceland Airwaves í október. Annað kemur bara í ljós síðar.“ Tónlist | Margeir sendir frá sér nýja safnplötu Innblásin af Bláa lóninu Margeir hefur verið með vinsælli plötusnúðum landsins um árabil. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee KVIKMYNDIR.IS STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI SUPERMAN kl. 3:50 - 4:50 - 7 - 8 - 10:10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. SUPERMAN LUXUS VIP kl. 4:50 - 8 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 3:50 - 6 - 8 - 8:15 - 10:20 - 10:30 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA. BÍLAR M/ÍSL TALI kl. 3 - 5:30 CARS M/ENSKU TALI. kl. 3:30 SHE´S THE MAN kl. 6 SUPERMAN kl. 4 - 6 - 8 - 10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN. THE BREAK UP kl. 8:20 - 10:30 BÍLAR M/ÍSL TALI kl. 3:30 - 6 CARS M/ENSKU TALI kl. 3:30 DIGITAL SÝN. SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI eeee V.J.V. Topp5.isS.U.S. XFM 91,9„SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM ...ljósmyndasamkeppni HansPetersenogmbl.is Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru: 50 fríar 10 x 15 myndir Ljósmyndari: Sigurður Guðbrandsson Nafn myndar: Hvítur flötur Tækniupplýsingar: ef einhverjar? Myndvikunnar í... Ljósmyndari: Gísli Kristinsson Nafn myndar: Gaman í heita pottinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.