Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhugi íslenskra framhalds-skólanemenda á japönskuer mikill og virðist sífelltfara vaxandi. Þetta segja hjónin Magnús Guðni Kuwahara Magnússon og Naoko Kuwahara, sem kennt hafa japönsku við bæði Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Ármúla sl. misseri. Að sögn Magnúsar hefur japanska verið kennd í nokkrum framhaldsskólum landsins. Í MH var japanska t.a.m. fyrst kennd á 9. áratug síðustu aldar og svo af og til síðan. Fram að þessu hafi nær ein- vörðungu verið boðið upp á jap- önsku 103, en á þessu misseri er verið að kenna 203 og nk. haust- misseri verður í fyrsta sinn boðið upp á japönsku 303 bæði í MH og FÁ. Þetta fékkst, að þeirra sögn, í gegn eftir að nemendur beittu sér m.a. með undirskriftalistum og fundum með stjórnendum skólanna fyrir því að fleiri framhaldsáfangar yrðu í boði. „Því miður verðum við þó ekki á staðnum til að fylgja náminu eftir, því leið okkar liggur út til Japans næsta haust,“ segir Magnús sem er á leið í MA-nám í japönsku við Okayama-háskólann í samnefndri borg, sem raunar er heimabær Naoko. Aðspurð segist Naoko von- ast til þess að fá kennslustöðu sem geri sér kleift að kenna útlend- ingum japönsku, því sér finnist skemmtilegast og mest gefandi að kenna útlendingum móðurmál sitt. Íslensk ungmenni málglaðari en japanskir jafnaldrar þeirra „Ég hef svo sannarlega notið þess að kenna íslenskum ungmenn- um japönsku. Þau eru mun opnari og málglaðari en jafnaldrar þeirra heima í Japan,“ segir Naoko, sem fengist hefur við tungumálakennslu allt frá því hún lauk BA-prófi í jap- önsku. Fyrst kenndi hún í fram- haldsskólum í heimalandi sínu, en síðan lá leið hennar til Taívan þar sem hún kenndi heimafólki í tvö ár. Að þeim tíma loknum lauk hún MA- prófi í japönsku við Waseda- háskólann í Tókýó áður en leið hennar lá til Íslands. Innt eftir því hvers vegna Ísland hafi orðið fyrir valinu segir Naoko að sig hafi ávallt langað til þess að prófa að búa á norrænum slóðum. „Foreldrar mínir bjuggu um skeið í Danmörku áður en ég fæddist og faðir minn hefur alltaf haft mikinn áhuga á bæði víkingum og íslensku fornsögunum. Þess vegna varð Ís- land fyrir valinu,“ segir Naoko, sem fékk styrk til þess að nema íslensku fyrir útlendinga við Háskóla Ís- lands fyrir tæpum þremur árum. Þar lágu leiðir þeirra Magnúsar og Naoko saman, en Magnús lærði japönsku og ensku við HÍ og er núna í kennslufræði við sama skóla. Aðspurður hvers vegna japanskan hafi orðið fyrir valinu hjá sér segir Magnús sig hafa langað til þess að læra framandi tungumál úr öðrum málheimi. Áður hafði hann lært þýsku, frönsku, latínu, ensku, dönsku, spænsku, hollensku og sænsku. Nota teiknimyndir við kennslu Aðspurð segja Magnús og Naoko íslenskum framhaldsskólanemum ganga nokkuð vel að læra japönsku. „Hljóðfræðilega er japanska mjög auðveld því það eru aðeins 101 at- kvæðasamstæður sem skýrist af því öll orð eru sett saman af sér- hljóðum og samhljóðum til skiptis. Til samanburðar má nefna að í ís- lensku eru tæplega þrjú þúsund mögulegar atkvæðasamstæður,“ segir Magnús og Naoko bætir við að Íslendingum gangi miklu betur en t.d. Bandaríkjamönnum að bera japönsku rétt fram. Hins vegar vandist málið þegar komi að ritmál- inu, því þá þurfi að læra 100 jap- önsk tákn, þ.e. 50 Hiragana-tákn og 50 Katakana-tákn, og um 2–3 þús- und Kanji-tákn, sem eru einfölduð útgáfa af kínversku myndletri sem innleidd voru í japönsku máli um 200 eftir Krist. Að sögn Naoko er það nokkur áskorun fyrir kennara að viðhalda áhuga nemendanna á málinu þegar hlutirnir fara að vandast mál- fræðilega. „Raunar held ég að það hafi verið nemunum mikil hvatning að þurfa að berjast fyrir því að áfanginn japanska 303 verði kennd- ur í haust. Það er ekki alltaf gott að fá allt upp í hendurnar. Baráttan hvetur þau áfram í náminu og eyk- ur vonandi metnað þeirra,“ segir Magnús. En kunna þau einhverja skýringu á vinsældum japönskunnar hér- lendis? Að sögn Magnúsar er ljóst að mörg íslensk ungmenni heillast af japönskum hreyfimyndum og teiknimyndasögum. „Ég held það sé óhætt að segja að mikill meiri- hluti nemendanna hafa kynnst Jap- an í gegnum japönsku teiknimynda- bækurnar sem fást í Nexus á Hverfisgötu. Nemana langar flesta til að kynnast málinu betur til þess að geta skilið menninguna að baki teiknimyndunum, en teiknimynd- irnar eru að miklu leyti nátengdar japanskri sögu og menningu,“ segir Magnús og bendir á að þau hjónin hafi m.a. notað japanskar teikni- myndabækur við kennsluna með góðum árangri. Hafa notið þess að kenna íslenskum ungmennum japönsku Íslendingar eiga auð- velt með að bera fram japönsku, en gengur erfiðlegar að lesa hana. Þetta komst Silja Björk Huldudóttir að þegar hún ræddi við hjónin Magnús Guðna og Naoko Kuwahara. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölskyldan Magnús Guðni Kuwahara Magnússon og Naoko Kuwahara ásamt dóttur sinni, Sóleyju Júka. „ÉG hef verið heillaður af Japan og japönsku allt frá unga aldri,“ segir Heimir Þór Kjartansson, nemandi á öðru ári á náttúrufræðibraut í MH, sem um þessar mundir er í japönsku 203 og stefnir að því að taka jap- önsku 303 á næstu önn. Spurður hvernig áhuginn hafi kviknað nefnir Heimir japanskar myndasögur og sjónvarpsefni sem sé heill heimur út af fyrir sig. Að mati Heimis er ekkert erfiðara að læra japönsku en mörg þeirra tungumála sem ís- lenskir framhaldsskólanemar læra. „Við höfum verið sérlega heppin með kennara. Síðan er þetta það reglu- bundið tungumál að það gengur vel að læra það. Auð- vitað spillir áhuginn ekki fyrir, því þegar maður hefur virkilegan áhuga á tungumáli er svo miklu auðveldara að læra það,“ segir Heimir og tekur fram að auðvitað sé það draumurinn að komast einhvern tímann í heim- sókn til Japans eða jafnvel fara þangað í frekara nám. Japanskar teikni- myndasögur heilla Heimir Þór Kjartansson „ÞAÐ er svo praktískt að kunna japönsku, ekki síst í heimi viðskipta,“ segir Hlín Ólafsdóttir, nem- andi á öðru ári á mála- braut í FÁ. Hlín dvaldi nýverið í Japan um fimm mánaða skeið í skipti- nemaprógrammi á veg- um japanska sendiráðs- ins. Hún bjó hjá fjölskyldu í Osaka og sótti þar framhaldsskóla. Aðspurð segist Hlín lengi hafa heillast af Japan, bæði landi og þjóð, og tekur fram að dvölin úti hafi aðeins aukið á áhuga hennar. Aðspurð hvort auðvelt sé fyrir Íslending að læra jap- önsku segir Hlín það hafa verið býsna erfitt til að byrja með. „Í byrjun var þetta mjög erfitt, að skilja t.d. hvernig málið er uppbyggt. En þegar maður er kominn inn í tungumálið og skilur hvernig það virkar er þetta í reynd frekar einfalt,“ segir Hlín sem segist langa aftur út og stefna að því að læra meira. Langar aftur út til að læra meira Hlín ásamt japönskum fóstur- föður sínum, Hashimoto san. KOSNINGASJÓNVARPI Kastljóss og fréttastofu Sjónvarpsins var formlega hleypt af stokkunum í gær með umræðum í beinni útsend- ingu úr sjónvarpssal. Þar tóku þátt leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem ætla að bjóða sig fram til al- þingiskosninganna í vor og fengið hafa listabókstaf úthlutað. Það voru því Jón Sigurðsson, for- maður Framsóknarflokksins, Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæð- isflokksins, Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, Ómar Ragnarsson, formaður Ís- landshreyfingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sem leiddu saman hesta sína. Þau hittast aftur í beinni sjónvarpsútsendingu að kvöldi 7. maí nk. Leiðtogar mættust í sjónvarpssal Morgunblaðið/Ómar Í sminki Steingrímur J. Sigfússon og Geir H. Haarde ræddu málin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.