Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Árni Sæberg Miða „Ég held að allir strákar hafa gaman af því að skjóta örvum af boga – það er bara spurning hvenær það vex af þeim.“ Frá Íslandsmótinu í bogfimi. |þriðjudagur|10. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Æ tli forvitnin hafi ekki rekið mig út í þetta,“ svarar Kristmann Ein- arsson þegar hann er spurður að því hvernig hann fékk áhuga á bogfimi. „Ég held að allir strákar hafi gaman af því að skjóta örvum af boga – það er bara spurning hvenær það vex af þeim.“ Hið síðastnefnda hefur ekki gerst í Kristmanns tilfelli því undanfarin sjö ár hefur hann stundað íþróttina af kappi og er í dag í fremstu röð bogmanna hérlendis. Íþróttafélag fatlaðra er eina félagið þar sem hægt er að æfa bogfimi en hann seg- ir þá sem stunda íþróttina núorðið í minnihluta fatlaðir. „Þetta eru um 20, 30 manns í það heila. Sem betur fer eru það ekki bara karlar en kon- urnar eru þó í minnihluta, eins og kannski í svo mörgu öðru.“ Kristmann áætlar að um 15 tímar fari í sportið hjá sér vikulega þegar mest er, fyrir utan þrekæfingar. „Í raun þarf engan sérstakan styrk heldur miklu fremur almennt úthald og þol til að halda einbeitingu og hjartslættinum niðri. Maður þarf að geta útilokað allt áreiti og truflanir í kring. Það gengur náttúrlega mis- jafnlega og krefst æfingar. Ætli þol- inmæði sé ekki númer eitt, tvö og þrjú vilji maður ná árangri í þessu því það tekur tíma að verða góður.“ Með þjálfara í Hollandi Sjálfur getur Kristmann ekki kvartað undan eigin árangri því hann hefur unnið til fjölda verð- launa, síðast á Íslandsmótinu í bog- fimi sem fór fram í mars þar sem hann varð í fyrsta sæti í sínum flokki. Ekkert vantar heldur upp á metnaðinn því Kristmann hefur fengið aðstoð hollensks þjálfara við æfingar og sækir reglulega tíma til hans ytra. „Þetta er eiginlega stein- hætt að vera bara hobbý,“ segir hann. „Ég fer svona sex, átta sinnum út á ári til æfinga og keppni en flest- ir sem eru í þessu sporti láta nægja að keppa á mótum hér heima. Í raun er bara einn bogfimimaður sem fer stundum með mér út þannig að við erum tveir sem erum á einhverju flandri.“ Boginn sem Kristmann keppir með kallast compound-bogi en einn- ig eru notaðir svokallaðir recurve- bogar við sportið. „Þetta eru svolítið háþróuð verkfæri og mikil smíði,“ segir hann. „Compound-boginn er með trissur og hjól sem tvöfalda kraftinn svo þeir eru sterkari en rec- urve-bogarnir, sem eru einfaldari að gerð. Annars er þetta að miklu leyti sama sportið, hvor boginn sem er.“ Æfingaaðstaða er í íþróttahúsi fatlaðra við Hátún en að auki hefur Kristmann aðgang að æfingaplássi á heldur óvenjulegum stað. „Ég fæ að skjóta í vinnunni hjá Marel þar sem ég vinn sem rennismiður. Þar er dekrað við mig svo ég hef fengið að vera með aðstöðu niðri í lagnakjall- ara sem er 120 metra langur. Þetta nýti ég mér svolítið eftir vinnu enda verður maður að stunda þetta til að ná einhverjum árangri.“ Og árangurinn er mikilvægur, a.m.k. að mati Kristmanns. „Þetta er mikil vinna og það gefur mikið að finna þegar hún fer loksins að skila sér. Ég held að stærsta atriðið í þessu sé einmitt að sjá árangur erf- iðisins.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Einbeittur „Maður þarf að geta útilokað allt áreiti og truflanir í kring,“ segir Kristmann Einarsson sem notar svokallaðan compound boga. Að sjá árangur erfiðisins Ekki vaxa allir strákar upp úr því að vilja skjóta örv- um af boga. Þeirra á meðal er Kristmann Einarsson sem sagði Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur allt um áhugamál sem er löngu hætt að vera bara hobbý. ben@mbl.is Nú býðst karlmönnum, sem beita ofbeldi, meðferðarúrræði undir yfirskriftinni „Karlar til ábyrgðar“. »24 daglegt líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.