Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Frábær gamanmynd frá leikstjóra Old School með Billy Bob Thornton og Jon Heder úr Na- poleon Dynamite. PÁSKAGAMANMYNDIN 2007 Of góður? Of heiðarlegur? Of mikill nörd? Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins Sími - 564 0000Sími - 462 3500 - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Hot Fuzz kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára Úti er Aævintýri m/ísl. tali kl. 6 School For Scoundrels kl. 8 og 10 TMNT kl. 6 B.i. 7 ára Mr. Bean’s Holiday kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Mr. Bean’s Holiday LÚXUS kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 4 Sunshine kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára TMNT kl. 4, 6 og 8 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 5.45, 8 og 10.15 The Hitcher kl. 10 B.i. 16 ára Epic Movie kl. 3.50 B.i. 7 ára ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU! PÁSKAMYNDIN Í ÁR FRÁ DANNY BOYLE LEIKSTJÓRA 28 DAYS LATER OG TRAINSPOTTING KEMUR SPENNUTRYLLIR ÁRSINS! PÁSKAMYNDIN 2007 SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? ÍSLEN SKT TAL SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld hélt stórstjarna Íslands, Silvía Nótt, útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar Goldmine. Það var fjölbreyttur hópur fólks sem kom til þess að sjá dömuna syngja, enda leynast aðdáendur Silvíu Nætur víða. Aðsóknin var því miður ekki eins og við mátti búast. Þrátt fyrir að talsvert af fólki hafi mætt væri seint hægt að kalla staðinn fullan. Kannski var dræm aðsókn ástæða þess að Silvía Nótt steig ekki á svið fyrr en um eittleytið. Hún lét bíða eftir sér nægilega lengi til þess að eftirvæntingin væri orðin áþreifanleg. Það má segja eitt og annað um persónuleika Silvíu. Mig varðar ekkert um það. Það var hins vegar ekki langt liðið á tón- leikana þegar ljóst var að þeir stæðu ekki undir væntingum. Þessi óljósa tenging flytjanda og áhorf- anda var hvergi nærri og þrátt fyr- ir að sviðsframkoma Silvíu Nætur hafi verið til fyrirmyndar náði hún litlu sambandi við salinn. Það er ein ástæða sem ég tel ofar öðrum hvað þetta mál varðar. Tónlistin hennar er einfaldlega ekki nógu góð. Ég bæði bjóst við meiru auk þess sem mig langaði til þess að hún yrði miklu betri. Ég er stein- hissa á því að ekki hafi verið eytt meira púðri í að leggja fram gott efni fyrir hana, þessi stelpa á að geta sigrað heiminn. Silvía Nótt/ Ágústa Eva er mjög góð söngkona og með fínan stíl og reynsluna skortir hana ekki. En ég hef aldrei áður séð hana flytja svona afkára- lega slappt efni. Hápunktur flutn- ings hennar var ábreiðan af lagi Madonnu, „Material Girl“, annað var flatt og ópersónulegt. Þegar Trabant-menn stigu á svið sýndu þeir tónleikagestum hvernig á að halda tónleika. Þeir keyrðu upp fjörið frá fyrstu mínútu og héldu því til síðasta lags. Hvergi var að finna veikan blett á flutningi þeirra. Þeim fórst verkið fagmann- lega úr hendi og tókst að halda at- hygli þeirra sem voru komnir til að skemmta sér. Trabant kunna nefnilega að halda kraftmikla tón- leika, þeir geta lagt þessa ósýni- legu línu á milli sín og tónleika- gesta – hvort sem áhorfendurnir eru Trabant-aðdáendur eða ekki. Ég hugsa að Silvía Nótt geti lært ýmislegt af þeim. Hún hefur per- sónuleikann og hæfileikana en í þetta sinn var hún ekki stjarna kvöldsins. Stjarna í skugga Trabants TÓNLEIKAR Silvía Nótt og Trabant á Nasa 4. apríl  Helga Þórey Jónsdóttir Slöpp „Silvía Nótt/Ágústa Eva er mjög góð söngkona og með fínan stíl og reynsluna skortir hana ekki. En ég hef aldrei áður séð hana flytja svona af- káralega slappt efni,“ segir m.a í dómnum. Morgunblaðið/Eggert Stuð „Þegar Trabant stigu á svið sýndu þeir gestum hvernig á að halda tónleika. Þeir keyrðu upp fjörið og héldu því til síðasta lags. “ HLJÓMSVEITIN Ljótu hálfvitarnir sem skipuð er níu Þingeyingum sló rækilega í gegn fyrir norðan um páskana. Sveitin spilaði í Mývatnssveit að kveldi föstudagsins langa og troðfyllti þá félagsheimilið Skjólbrekku. Yf- irskrift þeirra tónleika var „Mývetningar sáttir míga hlið við hlið“ og sóttu þá um 350 manns. Á laugardagskvöldinu var svo komið að tónleikum á Gamla Bauk á Húsa- vík, undir yfirskriftinni „Hálfvitar á heimavelli“. Á tónleikana, sem hefjast áttu kl. 21, seldist upp eins og skot og var með snarræði skellt á öðrum tón- leikum um miðnættið og seldust þeir 125 miðar einnig upp í hvelli. Ljótu hálfvitarnir spiluðu því fyrir um 600 manns norðan heiða um páskana en ekki þurfa Norðlendingar að örvænta þar sem þeir munu spila á Græna hattinum á Akureyri laugardagskvöldið 14. apríl. Hljómsveitin Ljótu Hálfvitarnir spilaði á Húsavík um páskana. Gott gengi Ljótu hálfvit- anna fyrir norðan FINNSKU skrímslarokkararnir í Lordi, sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra, hyggja nú á landvinninga í Asíu og Norður- Ameríku en hljómsveitin er á leið í tónleikaferðalag um heiminn. Lordi hóf leikinn í Japan í gær og hinn 20. apríl munu Finnarnir óg- urlegu taka stefnuna á Bandaríkin. Þeir verða hinsvegar komnir aftur til Finnlands í maí til að syngja í Evróvisjón-keppninni sem fram fer í Helsinki. Finnsku rokkararnir munu síðan halda áfram tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin í júlí og ágúst. Að auki er hljómsveitin byrjuð að gera hryllingsmynd. „Í fyrra eyddi ég meiri tíma með grímuna á mér heldur en án henn- ar,“ sagði forsprakki hljómsveit- arinnar, herra Lordi, í nýlegu viðtali við Reuters-fréttastofuna. Sagði hann að hljómsveitin, sem klæðir sig í ógnvænlega skrímslabúninga, nyti vaxandi vinsælda um heim allan. Þar hefði Netið hjálpað mikið til og greitt leið þeirra að heimsfrægð. Þá sagði herra Lordi að það væri per- sónulegt markmið hans að brjóta sér leið inn á bandaríska markaðinn. Hann bætti því hinsvegar við að það yrði ekki gert með neinum lát- um. „Eitt skref í einu. Ég held að þau (Bandaríkin) séu ekki mjög frá- brugðin Evrópu. Þetta snýst um að yfirstíga fordóma.“ Lordi stefn- ir á heims- frægð Lordi Finnarnir ætla sér að sigra allan heimsbyggðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.