Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F yrirsögnin hérna að of- an er fengin úr predik- un Karls Sigurbjörns- sonar biskups á páskadagsmorgun, og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta einhver flottasta og öflugasta líking sem ég hef séð lengi. Þess vegna mátti ég til með að fá hana að láni. Ég veit að vísu ekki hvort ég er alveg sammála Karli um að valið standi kvitt og klárt á milli þess hvort maður vilji standa á „hafís tómhyggju og vantrúar, eða í vor- þey trúarinnar“. Tómhyggja er að mörgu leyti gagnmerk hefð, evr- ópsk að uppruna, ekki mjög gömul miðað við kristnu trúarhefðina, en nógu löng miðað við ævi manns sem er núna í byrjun 21. aldar að nálgast miðjan aldur. Sú auðn og dauði hugsunarinnar sem Karl lýsti svo snilldarlega í pre- dikun sinni stafar af því að hugsunin hefur ekkert við að fást, en tog- streitan á milli trúar og tómhyggju hefur einmitt reynst ríkuleg upp- spretta andlegs fóðurs. Og þessi togstreita lifir góðu lífi hérna í ís- lensku samfélagi enn þann dag í dag, og gefur andlega næringu (svo undarlega sem það nú kann að hljóma). Karl sagði ennfremur að and- staða gegn kristninni sæist nú í áróðri gegn trúnni, eins og tóm- hyggjan sé nú beinlínis boðskapur, en ekki aðeins skortur á trú. Ef tóm- hyggja er boðskapur blasir við hvert meginboðorð hennar er: Hin frægu orð Friedrichs Nietzsches, „Guð er dauður.“ (Rétt er þá að halda til haga því sem Nietzsche bætti við: Við höfum drepið hann.) En þessi orð heimspekingsins voru ekki boðskapur. Hann var að lýsa ríkjandi ástandi. Honum þótti ákaflega miður að svona væri kom- ið. Eiginlega alveg skelfilegt – enda missti hann vitið, blessaður. Kannski má því segja að tómhyggja sem boðskapur stafi af misskilningi á Nietzsche. En þessi „trúarsetning tómhyggj- unnar“, svo nöturlega sem hún hljómar, hefur orðið ríkuleg upp- spretta hinnar fullkomnu andstöðu sinnar: Andlegs lífs. Þetta er þó kaldhæðni sem tómhyggjusinnar hljóta að kunna að meta. Fáir heim- spekingar hafa búið til jafnmikið af andlegu fóðri og Nietzsche; með öðrum orðum, fáir heimspekingar hafa í rauninni haft jafnmikil áhrif og hann. Lýsing Nietzsches á framgangi tómhyggjunnar í kjölfar dauða Guðs er vel þekkt, en í ljósi þess hvernig Karl lýsti hinum andlega hafís („engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur. Hinn auð- ugi og sterki hefur rétt fyrir sér … áherslan á endalausar framfarir, sí- vaxandi auð og velsæld, mátt hins hrausta, sterka og stælta“) er gam- an að rifja hana upp. Ef Guð er dauður kemur of- urmennið í staðinn og mótar þau lögmál og gildi sem við hin höfum í heiðri. Sjálft er ofurmennið aftur á móti hafið yfir öll lögmál og gildi, en er þess megnugt að leggja öðrum lífsreglurnar. Þessi sýn Nietzsches á merkilega vel við vestrænt nú- tímasamfélag – jafnvel bara íslenskt nútímasamfélag. Ofurmennin okkar eru auðjöfr- arnir – fjárfestarnir og bankastjór- arnir sem ákvarða vextina sem við borgum, ákveða verðið á málning- unni sem við kaupum, og eru líka fyrirmyndir okkar; það sem við hvetjum börnin okkar til að verða. Þetta eru mennirnir (já, allt karlar) sem við lesum endalaust um í fjöl- miðlum og allar stelpur dreymir um að giftast og eignast með stór hús og hraðskreiða bíla. Vísast finnst einhverjum þetta nöturlegt, en um leið einhvern veg- inn svo óhjákvæmilegt. Einfaldlega lýsing á hinum kalda veruleika sem við búum við. Með öðrum orðum: Lýsing á andlegum hafís. Eina raunhæfa leiðin til að losna úr þess- um viðjum virðist þá vera að verða sjálfur að ofurmenni (eða giftast því) og hefja sig þannig yfir ok- urvextina og málningarverðið með því að koma sér í þá aðstöðu að geta sjálfur ákvarðað það fyrir aðra. Það sem gerir tómhyggjuna svo aðlaðandi sem raun ber vitni er að hún virðist ganga út á að horfast í augu við þennan nöturlega veru- leika. Hún er raunsæi, byggist á blá- köldum staðreyndum; hreinni skyn- semi. Frá sjónarhóli tómhyggjunnar er trúin blekking- arvefur; lygi til að forða okkur frá því að þurfa að horfast í augu við nöturleika heimsins eins og hann er í raun og veru. Að trúa á einhvern guð – að ekki sé nú talað um himna- ríki og eilíft líf – er eins og að stinga hausnum í sandinn. Það er heimska. Að afneita allri trú felur því ekki síst í sér yfirlýsingu um að maður sjái í gegnum blekkingavefinn og horfist í augu við raunveruleikann, sama hversu jökulkaldur hann kann að vera. Að afneita trú er að berja sér á brjóst og lýsa því yfir að mað- ur sé sko enginn heimskingi, heldur gáfumenni. Eiginlega vitsmunalegt ofurmenni. Þarf ekki á neinni hjálp að halda – síst af öllu frá einhverjum biskupi! En á endanum er brandarinn auð- vitað á kostnað þessara vits- munalegu ofurmenna. Þau þrífast ekki í andlegum hafís. Til að halda á sér hita fara þau að berja á trúnni, en það er skammgóður vermir, eins og það jafnan er að bíta í höndina á þeim sem gefur manni að borða. Því að það er ekki hægt að aðhyll- ast tómhyggju eina og sér eins og kenningu, vegna þess að eins og nafnið bendir til boðar hún ekkert. Tómhyggja, eins og allar hugs- unarhefðir sem ganga út á að hafna öllum hefðum, er óhjákvæmilega háð því sem hún hafnar, og verður því, líkt og öll sníkjudýr, að gæta þess vandlega að drepa ekki hýsil sinn. Kristnin er aftur á móti öflug hefð með djúpar rætur og getur því sótt sér næringu langt niður í mann- kynssöguna. Þess vegna gæti kristnin áreiðanlega án þessarar óværu verið, en þar eð kærleikur og fyrirgefning eru grunngildi kristn- innar getur hún ekki einu sinni vísað sníkjudýrunum á dyr, heldur þvert á móti styrkir kærleika sinn og fyr- irgefningu með því að skjóta skjóls- húsi yfir þau. Andlegur hafís » Það sem gerir tómhyggjuna svo aðlaðandi semraun ber vitni er að hún virðist ganga út á að horfast í augu við þennan nöturlega veruleika. Hún er raunsæi, byggist á bláköldum staðreynd- um; hreinni skynsemi. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur efnt til alþjóðaheilbrigð- isdagsins 7. apríl ár hvert í rúma hálfa öld. Deginum er ætlað vekja athygli á mikilvægum heilbrigð- ismálum sem snerta þjóðir heims. Í ár var hann tileinkaður al- þjóðlegu heilbrigðisör- yggi og er markmið hans að hvetja stjórn- völd, stofnanir og fyr- irtæki til að fjárfesta í heilbrigði og stefna þannig að öruggari framtíð. Í tilefni dagsins hefur dr. Margaret Chan, nýr framkvæmdastjóri WHO, sent frá sér orð- sendingu þar sem hún tekur fram að aukin ógn við almannaheill stafi af bráðalungnabólgu, fuglainflúensu, al- næmi og óvæntum áföllum sem geta haft í för með sér alvarlegar heilsu- farslegar afleiðingar. Heilsa og öryggi Á tímum alþjóðavæðingar með auk- inni umferð og viðskiptum um veröld alla standa þjóðir heims frammi fyrir nýjum og alvarlegum ógnum sem taka ekki tillit til landamæra og hafa því áhrif á öryggi allra þjóða heims. Gaml- ir og nýir sjúkdómar geta hæglega borist á milli landa og ógnað öryggi okkar allra. Alnæmi er dæmi um hversu tengd hugtök heilsa og öryggi eru orðin. Al- næmi ógnar stöðugleika heilla heims- hluta og leggst á fólkið sem heldur at- vinnulífinu gangandi og elur börnin. Þótt til séu lyf sem halda sjúkdómnum í skefjum þá ná þau ekki til nema lítils hluta þeirra sem á þeim þurfa að halda og þá fyrst og fremst til einstaklinga í þróuðu löndunum. Bóluefni gegn al- næmi er ennþá fjarlægur draumur. Fordómar, ólæsi og kúgun kvenna standa víða í vegi fyrir árangursríkum forvarnaraðgerðum. Enn er því margt ógert, sérstaklega í þróunarlöndunum. Þess má geta að á Íslandi er ástandið mun betra. Hér hafa tæplega 200 ein- staklingar greinst með HIV smit frá upphafi og undanfarin ár hefur HIV smit greinst hjá 6–12 einstaklingum á ári og fá þeir bestu fáanlegu með- ferð. Þjóðir heims vinni saman Ógnir við heilsu og ör- yggi eru margar og ólík- ar. Þar á meðal skyndi- leg áföll sem hafa áhrif á heilsu og efnahag þjóða, s.s. nýir sjúkdómar, loftslagsbreytingar, sýkla-, eiturefna- og geislavopn og aðrar bráðar heilbrigðisógnir. Samvinna um auknar varnir og viðbrögð við þessum atburðum er brýn. Með öflugu samstarfi allra ríkja þar sem aukin áhersla er lögð á upplýs- ingamiðlun, eflingu heilbrigðiskerfa og vöktun er hægt að hindra útbreiðslu þessara sjúkdóma. Síðar á árinu, eða 15. júní 2007, mun taka gildi endur- skoðuð alþjóðaheilbrigðisreglugerð sem er ætlað að efla varnir og við- brögð bæði í aðildarríkjum WHO og á alþjóðavísu. Markmið hennar er að hindra alþjóðlega útbreiðslu smit- sjúkdóma og sjúkdóma af völdum eit- urefna og geislavirkra efna án þess að valda ónauðsynlegri röskun á al- þjóðaumferð og viðskiptum. Hvert land hugi að eigin viðbúnaði Auk öflugs alþjóðlegs samstarfs þarf hvert og eitt land fyrir sig að fjár- festa í heilsu eigin þjóðar og auka getu sína til að koma í veg fyrir nýjar og áð- ur þekktar ógnir með því að styrkja heilbrigðiskerfi sitt. Aðgerðir þurfa að taka mið af aðstæðum og brýnustu úr- lausnarefnum á hverjum stað. Oft kall- ar þetta á mikla fjárfestingu í eftirliti sjúkdóma, forvarnarstarfi og fræðslu en stundum er einungis um einfaldar en árangursríkar aðgerðir að ræða. Samvinna og samstarf Engin ein heilbrigðisstofnun eða eitt land getur ráðið við ýmsa fyr- irsjáanlega og ófyrirsjáanlega atburði sem geta haft alvarlegar heilsufars- legar afleiðingar meðal þjóða heims. Þess vegna leggur WHO mikla áherslu á samvinnu og samstarf innan og milli landa um skráningu og til- kynningaskyldu smitsjúkdóma og hættu vegna eitur- eða geislavirkra efna og myndar þannig öryggisnet um heiminn. Breytingar á sóttvarnalögum Að lokum langar mig að minnast á að Alþingi samþykkti á nýafstöðnu þingi breytingar á sóttvarnalögum í samræmi við nýju alþjóðaheilbrigð- isreglugerðina. Gildissvið sóttvarna hefur verið rýmkað og tekur það nú til allra heilbrigðisógna sem geta haft áhrif á þjóðir heims. Lögin taka ekki einungis til hættulegra smitsjúkdóma heldur einnig til heilsufarslegra afleið- inga af völdum eiturefna og geisla- virkra efna. Jafnframt taka þau til óvenjulegra og óvæntra atburða svo sem vegna náttúruhamfara sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleið- ingar. Með lögunum er kveðið á um að Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegri baráttu við slíkar heilbrigðisógnir og þá ábyrgð þurfum við að axla af fullri alvöru. Fjárfesting í heilsu skilar öruggari framtíð fyrir alla Siv Friðleifsdóttir skrifar í til- efni af alþjóðaheilbrigðisdeg- inum sem var sl. laugardag » Auk öflugs alþjóð-legs samstarfs þarf hvert og eitt land fyrir sig að fjárfesta í heilsu eigin þjóðar. Siv Friðleifsdóttir. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Í PÁSKABLAÐI Morgunblaðsins lagði ritstjórn blaðsins út af grein minni „Heimilin borga brúsann“ á af- ar furðulegan hátt. Ef maður væri ekki vanur því að Morg- unblaðið breyttist í póli- tískan áróðurssnepil Sjálfstæðisflokksins þegar kosningar nálg- ast hefði maður haldið að ritstjórinn vissi ekki betur. Í tilraun sinni til að draga úr og breiða yfir alvarlegustu hags- tjórnarmistökin sem framin hafa verið síðan verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnu- rekenda tókst með samstilltu átaki að kveða niður óðaverðbólguna stillir ritstjóri Morgunblaðsins málinu upp sem vali milli þess að ofþenslan ,,sé sá kostnaður, sem þjóðfélagið hafi þurft að axla til þess að standa undir upp- byggingu Austurlands“ eða ,,að láta byggðina á Austurlandi deyja smátt og smátt“. Það er raunar alveg stór- furðulegt að ritstjóri Morgunblaðs- ins, sem hingað til hefur verið ötull talsmaður ábyrgðar og langtíma- hugsunar þegar kemur að efnahags- og atvinnumálum, svo ekki sé minnst á jafnvægi og stöðugleika, skuli ekki leggja út af inngangi sínum um mik- ilvægi þjóðarsáttarsamninganna með því að fjalla á gagnrýnni hátt um ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar hvað varðar hagstjórnina. Öðru vísi mér áður brá. Það er hins vegar alveg út í hött að stilla málinu upp með þessum hætti. Það er líka rangt hjá ritstjóranum að ekki hafi verið bent á þetta samhengi í umfjölluninni um mikilvægi þess að stjórnvöld vönduðu sig í hagstjórn- inni til þess að koma í veg fyrir nei- kvæð áhrif ofþenslu vegna fram- kvæmdanna. Þegar miðstjórn ASÍ lýsti yfir stuðningi sínum við þessar framkvæmdir haustið 2001 var ítrekuð sú ábyrgð sem rík- isstjórnin bæri af ákvörðunum sínum í þessu efni. Einnig hafði verið sýnt fram á það af bæði Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka að hefð- bundnar efnahags- aðgerðir af hálfu stjórn- valda með aðhaldssömum fjár- lögum ættu að geta ráðið við þetta viðfangsefni og þannig komið í veg fyrir ofþenslu. Það er mikil einföldun af hálfu ritstjóra Morgunblaðsins að setja ábyrgðina á því óefni sem efna- hagsmál þjóðarinnar eru komin í á framkvæmdirnar fyrir austan, hvað þá að setja hlutina upp sem val milli þessara þátta. Ábyrgðin af þessari óstjórn er al- farið ríkisstjórnarflokkanna sem fórnuðu jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum á altari pólitískra vinsælda bæði í aðdraganda síðustu alþingiskosninga og síðan reglulega allt þetta kjörtímabil. Ótímabær lækkun skatta beint ofan í fram- kvæmdirnar fyrir austan, ákvörðun um miklar samgönguframkvæmdir samhliða og umtalsverðar og ögrandi breytingar á lánum Íbúðalánasjóðs voru allt aðgerðir sem leiddu til marg- falt meiri þenslu en sem nam fram- kvæmdunum á Austurlandi. Gerir rit- stjóri Morgunblaðsins sér ekki grein fyrir því að hækkun lána heimilanna vegna þessara mistaka kostar heim- ilin um 20% meira en sjálf Kára- hnjúkavirkjun? Ef litið er á efnahagsumræðuna allt þetta kjörtímabil og þá ráðgjöf sem ríkisstjórnin hefur fengið bókstaflega úr öllum áttum er ábyrgð hennar í raun enn meiri. Þannig lögðu aðilar vinnumarkaðarins mikilvægan grund- völl að ábyrgri hagstjórn upp í hend- urnar á ríkisstjórninni. Og það ekki bara einu sinni, heldur þrisvar sinnum á þessu kjörtímabili. Fyrst með gerð ábyrgra kjarasamninga til fjögurra ára vorið 2004 sem treysta áttu grundvöll jafnvægis og stöðugleika. Aftur náðu samningsaðilar sam- komulagi í nóvember 2005 við endur- skoðun kjarasamninganna þá en for- sendur þeirra höfðu brostið vegna aðhaldsleysis ríkisstjórnarinnar. Aft- ur gáfu þeir ríkisstjórninni tækifæri til ábyrgra viðbragða – en ekkert var að gert. Í júní 2006 gerðu samningsað- ilar enn eina tilraunina til þess að koma böndum á verðbólguna með því að flýta endurskoðun kjarasamninga Af klúðrinu skuluð þið þekkja Gylfi Arnbjörnsson skrifar um Reykjavíkurbréf og mistök rík- isstjórnarinnar í hagstjórninni » Í raun eru allar for-sendur til að taka enn dýpra í árinni … Nær væri að tala um al- gjört klúður af hálfu rík- isstjórnarinnar í stjórn efnahagsmála … Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.