Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 29
um fimm mánuði og leggja enn einu sinni grunn að efnahagsaðgerðum. Öllum þessum tækifærum glutraði ríkisstjórnin niður og hélt áfram að kynda undir ofþenslu og verðbólgu með ekki bara aðhalds- og sinnuleysi heldur beinlínis þensluhvetjandi ákvörðunum. Í fálmkenndri tilraun til þess að minnka verðbólguna núna skömmu fyrir kosningar var gripið til þess ráðs að lækka vsk. af matvælum 1. mars sl. Slík aðgerð hefur þó að mati flestra hagfræðinga alls engin áhrif á undirliggjandi þrýsting á verðlag heldur þvert á móti enda mælist undirliggjandi verðbólga án tillits til breytinga á sköttum meiri í mars en í janúar. Seðlabankinn hefur varað við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og ítrekað þá viðvörun sína að þetta við- fangsefni væri stjórntækjum pen- ingamála ofraun – að ekki yrði hægt að tryggja litla verðbólgu og jafnvægi með vaxtahækkunum einum saman. Alþjóðstofnanir á borð við OECD, Al- þjóðabankann og Alþjóðagjaldeyr- issjóðin ásamt erlendum matsfyr- irtækjum á borð við Moodys og Fitch Ratings hafa bent á mótsagnakennda hagstjórn, þar sem ríkisstjórnin kyndi undir ofþenslu á sama tíma og Seðlabanki reyni að sporna við of- þenslu. Í raun eru allar forsendur til að taka enn dýpra í árinni en ég gerði í grein minni. Nær væri að tala um al- gjört klúður af hálfu ríkisstjórn- arinnar í stjórn efnahagsmála – klúð- ur sem allar líkur eru á leiði okkur í miklar þrengingar á næstu miss- erum. þá! Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 29 Sérlega fallegt nýlegt tvílyft einbýli með tvöföldum innbyggðum bíl- skúr, samtals 300 fm. Efri hæð: Forstofa, gestasnyrting, hol, eld- hús, stofa (borðstofa), herbergi, arinn í stofu, stórar suðursvalir, innangengt í bílskúr. Neðri hæð: 4-5 rúmgóð herbergi, baðherber- gi, sjónvarpsskáli, geymsla o.fl. Einstök staðsetning og útsýni. V. 53,8 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Gauksás - Hf. Ný hesthús Glæsileg, vönduð 12 hesta hesthús á besta stað við Sörlaskeið í Hf. Um er að ræða 5 hús sem afhend- ast fljótlega. Verð frá 16,9 millj. Hagstæð lán áhvílandi. Nánari upplýsingar gefur Helgi Jón, s. 893 2233. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hesthús Sörlaskeið - Hf. SEGJA má að um röð hagstjórn- armistaka hafi verið að ræða á und- anförnum árum og að í aðalhlutverkum hafi verið Seðlabankinn, ríkisvaldið og sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrsta lagi varð Seðlabankanum veru- lega á árið 2003 er hann breytti skilyrðum pen- ingamarkaðarins með lækkun bindiskyldu og aukningu gjaldeyr- isforðans án viðunandi mótvægisaðgerða. Af- leiðingin varðgríðarleg aukning í útlánagetu bankakerfisins eða að lágmarki 800 til 900 milljarðar króna sem biðu þess að verða nýtt- ir þegar tækifæri gæf- ist. Í öðru lagi hafði rík- isvaldið frumkvæði að því haustið 2004 að breyta umgjörð og skil- yrðum íbúða- lánakerfisins. Hús- bréfakerfið var lagt niður og Íbúðalánasjóð- ur gat nú lánað allt að 90% af verðmæti fast- eigna. Afleiðingin varð stóraukin spurn eftir húsnæði þar sem bank- arnir komu einnig inn á þann markað og nýttu þar með þá miklu útlánagetu sem hafði skapast vegna mistaka Seðlabankans árið áður. Spenna myndaðist á þeim mörkuðum þar sem framboð var takmarkað en það var fyrst og fremst á fasteignamark- aðnum og var hækkun fasteignaverðs meginskýring aukinnar verðbólgu á ár- unum 2005 og fyrri hluta ársins 2006. Aðrir markaðir voru í meira jafnvægi en líkleg spenna á atvinnumarkaðnum og launaskrið var minni en efni stóðu til vegna mikils innflutnings erlends vinnuafls. Í þriðja lagi urðu mikil mis- tök hjá sveitarfélögunum þar sem nægjanlegt framboð af lóðum til hús- bygginga var ekki tryggt, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Vegna m.a. ónógs lóðaframboðs og þar með framboðs á húsnæði kom hin mikla aukna húsnæðiseft- irspurn fyrst fram í mik- illi hækkun húsnæð- isverðs. Mikill munur (ávinningur) myndaðist milli markaðs- og kostn- aðarverðs húsnæðis, sem að hluta færðist yfir á lóðaverðið í formi hækk- unar á gatnagerð- argjöldum sem ruku upp úr öllu valdi og það langt umfram það sem eðlilegt gat talist til lengri tíma litið. Á svæðum þar sem lóðaframboð var hins vegar nægt eins og á Suðurnesjum voru gatnagerðargjöld í ná- munda við þann raun- kostnað sem sveit- arfélögin báru vegna gatnagerðarfram- kvæmda, ca. 3-4 milljónir króna. Þetta mikla ójafnvægi sem skapaðist milli fram- boðs og eftirspurnar í kjölfar gríðarlegar inn- spýtingar fjármagns inn á fasteignamarkaðinn, og sú staðreynd að ávinningurinn (hagnaðurinn) milli markaðs- og kostnaðarverðs húsnæðis yfirfærðist að hluta á lóðarverðið, hafði einnig þau áhrif að jarðarverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins stór- hækkaði. Sveitarfélögin gerðu ráð fyr- ir að þetta óeðlilega ástand yrði var- anlegt og hafa því verið tilbúin til að greiða himinháar fjárhæðir fyrir þess- ar jarðir. Þó er líklegt er þegar jafn- vægi skapast milli markaðs- og kostn- aðarverðs húsnæðis, muni lóðaverð einnig nálgast sitt langtímajafnvægi, sem ætti að vera nálægt því sem það kostar að gera lóðir byggingarhæfar líkt og á Suðurnesjum. Mikilvægt í þessu samhengi er að hafa í huga að sveitarfélögin eru í flestum tilfellum eigendur lóða en húsbyggjendur leigutakar. Önnur áhrif þessara hagstjórn- armistaka eru, að mun hærra fast- eignaverð hefur aukið verulega hreina eign (hreinan auð) heimila. Slík auðs- áhrif hafa haft veruleg áhrif á neyslu- og fjárfestingarhegðun heimila en þau meta oft samband tekna og eigna yfir æviskeiðið þegar þau skipuleggja neyslu og fjárfestingu sína. Aukinn auður hefur ýtt undir neyslu og fjár- festingu og gert hagstjórn erfiðari en ella. Hvernig átti Seðlabankinn að bregðast við hækkun húsnæðis (- verðs) sem að mestu var fjármögnuð með langtímalánum á lágum vöxtum sem hann hafði lítil sem engin áhrif á? Átti hann að hækka stýrivextina sem fyrst og fremst höfðu áhrif á skamm- tímalán sem voru vel innan við 15% af skuldum heimilanna eða átti hann að takmarka útlánagetu bankanna? Eða er peningakerfið orðið of lítið m.v. um- svif stærstu fyrirtækja landsins til að hægt sé að reka árangursríka pen- ingastjórn? Af ofansögðu sést að margt hefur farið úrskeiðis á undanförnum miss- erum og er það ekki í fyrsta skiptið. Hagstjórnarsaga okkar frá lýðveld- isstofnun hefur oft verið sorgarsaga en vonandi lærum við af mistökum undanfarinna missera. Það er hins vegar skoðun mín að besta ráðið til að komast hjá hagstjórnarmistökum sé að velja til starfa okkar hæfasta fólk á þessu sviði og láta það bera fulla ábyrgð og því standa og falla með gjörðum sínum. Röð hagstjórnar- mistaka Jóhann Rúnar Björgvinsson skrifar um hagstjórn Jóhann Rúnar Björgvinsson »Er pen-ingakerfið orðið of lítið m.v. umsvif stærstu fyr- irtækja landsins til að hægt sé að reka árangurs- ríka peninga- stjórn? Höfundur er hagfræðingur og f.v. starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. www.johannrunar.is ÞAÐ er næstum þversögn að síð- asta bók J.K. Gailbraith, eins fræg- asta hagfræðings Bandaríkjanna á 20. öld, sem var þekktur fyrir fram- sæknar skoðanir sínar, hefur að geyma harða gagnrýni á kapítalíska hagkerfið. Það er ekki síður athyglisvert að Gailbraith taldi „Hag- fræði saklauss skrums“ (The Econo- mics of Innocent Fraud) frá árinu 2004 vera sína bestu bók. Hvernig stendur á því að maður eins og Ga- ilbraith varð á tíræð- isaldri einn snjallasti og róttækasti tals- maður „andkapítalísku“ kynslóð- arinnar? Í síðustu bók sinni skýrði hann gagnrýni sína á hagvöxt (Gross Do- mestic Product) og andmælti því að gera hann að mælikvarða á þróun og framfarir. Hann hélt því stað- fastlega fram að við værum á villi- götum ef við legðum mat á sam- félagslegar framfarir út frá hagvaxtartölum. Gailbraith gagnrýndi það viðhorf að stöðugt vaxandi efnisleg fram- leiðsla gæða og þjónustu væri meg- inmælikvarði á heilbrigt hagkerfi og samfélag. Þetta voru síður en svo nýjar fréttir. Hann hafði haldið þessu sama fram í „Velmeg- unarsamfélaginu“ (The Affluent So- ciety) árið 1958, sem var fyrsta mik- ilvæga dæmið um hagfræðilegar efasemdir um gildi hagþróunar. Nei, Gailbraith var ekki búinn að tapa vitinu. Hann var enn mjög skýr í hugsun. Það er vegna þessara kenn- inga sem Gailbraith er stundum álit- inn vera einn af fyrstu „síð- efnishyggjusinnunum“ og hann var sá fyrsti til að skrifa hagfræðilega um nauðsyn þess að gefa öðrum gildum forgang, eins og menntun, heilbrigði, lýðræði eða umhverf- isvernd. Kenningin um síð-efnishyggju kveður á um að þegar einstaklingar eða samfélög eru orðin velmegandi eða „rík“ þá sé einber framleiðsla gæða og þjónustu (efnishyggja) ekki lengur fullnægjandi vegna þess að þau byrja að meta mikils önnur mannleg gildi eins og einstaklings- þroska, persónulegt frelsi, þátttöku borgara í ákvörðunum stjórnvalda og viðleitni til þess að halda um- hverfinu hreinu og heilsusamlegu (síð-efnishyggja). Þess vegna taldi Gailbraith það vera rökrétt nið- urstaða að ríkar þjóðir þyrftu á nýrri hagfræðikenningu að halda. Ný kenning um hagþróun sem boðar að tryggja vöxt og vernda um- hverfið – hvernig á hún að geta gengið upp? Í það minnsta er það ekki létt verk vegna þess að hingað til hafa hagvaxtarkenningar og um- hverfisvernd verið andstæður. Mál- flutningur umhverfissinna var frem- ur neikvæður og byggðist á þeirri sannfæringu að einungis væri unnt að gera bætur á umhverfi með því að minnka hagvöxt. Ekki væri hægt að eiga bæði kökuna og borða hana og þess vegna gætu samfélög ekki verndað umhverfi og tryggt hagvöxt á sama tíma. En er það endilega rétt? Lítum á þessar forsendur út frá nýju sjónarhorni. Í fyrsta lagi er hagþróun ekki nauðsynlega nei- kvæð. Það er ekki hægt að hafna hagvexti sem slíkum. Hann gerir fólki kleift að lifa auðugra og heil- brigðara lífi og hann styrkir menn- ingu og vísindaþróun með víðtækum hætti. Í öðru lagi sýna rannsóknir að þegar þjóðir efnast þá batnar um- hverfi þeirra. Hagvöxtur er ekki fullkominn, en vöxtur skapar það ríkidæmi sem þarf til að kosta hreinna umhverfi. Það er staðreynd að ríkar þjóðir búa við hreinna um- hverfi vegna þess að þær hafa ein- faldlega efni á því. Þetta eru einmitt stoðir hinnar nýju kenningar sem kallast „jákvæð umhverfishyggja“, en hún er fær um að sætta umhverfisvernd og hagþró- un. Samkvæmt kenn- ingunni þarf að nýta tækni og leita fram- sækinna leiða til að vernda umhverfið. Já- kvæð umhverfishyggja er ný hreyfing sem læt- ur ekki segja sér að umhverfisvernd hafi í för með sér lægri lifist- andard eða minni lífs- gæði. Þvert á móti, og það er einmitt þetta sem sumir kalla „græn- vöxt“, sem er sjálfbær þróun umhverfis í þágu almannahagsmuna. Já, Gailbraith hafði rétt fyrir sér. Það er þörf á nýrri hagfræðikenn- ingu fyrir velmegunarsamfélög síð- efnishyggjunnar þar sem fólk hefur í hávegum óhagfræðileg gildi eins og umhverfisvernd. Gailbraith lést árið 2006. Hann benti í þá átt sem við þurfum að fara, en lét okkur um að finna út úr hvernig við gætum best fetað þá leið. Hans síðustu skilaboð til okkar voru þessi: Reisa þarf nýtt samfélag síð-efnishyggju og það krefst þess að meta hagvöxt út frá sjónarhorni samfélags, tækni og um- hverfis. Hagvöxtur einn og sér getur aldrei verið mælikvarði á framfarir mannlegs samfélags. Það er gerlegt og nauðsynlegt að tvinna saman um- hverfisvernd, hagþróun og mannleg gildi. Kenningin um græn-vöxt er að- eins byrjunin á þessari óhjá- kvæmilegu þróun. Við verðum að þróa uppskriftir fyrir hin ríku sam- félög. Við verðum að endurskil- greina merkingu „vaxtar“, „fram- fara“ og „siðmenningar.“ Þetta er risavaxið verkefni sem krefur okkur um að breyta hugsun og lifn- aðarháttum okkar. En göngum hug- rökk á vit 21. aldarinnar. Minnumst gríðarlegra möguleika í krafti ný- sköpunar og tækni sem geta bætt hag fólks á jörðinni og ástand henn- ar. Það eru ótakmarkaðir, spennandi möguleikar sem virðast draum- kenndir í dag en geta verið orðnir raunveruleiki áður en langt um líð- ur. Heimur morgundagsins verður allur annar en heimurinn í dag. En annar heimur en sá sem við þekkjum er svo sannarlega möguleiki. „Græn-vöxtur“ – Hagfræði síð-efnishyggjusamfélagsins Elvira Méndez Pinedo skrifar nauðsyn óhagfræðilegra gilda í nútímasmfélagi » Þörf er á nýrri hag-fræðikenningu fyrir velmegunarsamfélög síð-efnishyggjunnar þar sem fólk hefur í háveg- um óhagfræðileg gildi eins og umhverfis- vernd. Elvira Méndez. Höfundur er dr. í Evrópurétti og virkur félagi í Íslandshreyfingunni – lifandi landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.