Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Suðurlandsbraut 24 • 108 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. Dagskrá: 1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins. 2. Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum. Meðal annars kynnt tillaga um aldurstengingu réttinda í Stigadeild. 3. Önnur mál. Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna liggja frammi á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 0900. Einnig má nálgast tillögurnar á heimasíðu sjóðsins www.lifbank.is. Fyrir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna. ÞETTA HELST ... ● JAPANSKI bílaframleiðandinn Toyota jók enn frekar markaðs- hlutdeild sína á bandarískum bíla- markaði í mars. Þá jókst sala á Toyota-bílum um 12% frá fyrra ári en hjá helstu keppinautunum, GM og Ford, dróst salan saman. Um 4% hjá GM og 9% hjá Ford. Toyota er þó ekki eini japanski bílaframleiðandinn sem bætir við sig því sala á Honda jókst einnig um 12%. Athygli vekur einnig að sala í mars var í besta falli óbreytt frá fyrra ári en endanlegar sölutölur liggja ekki fyrir. Enn vinnur Toyota á vestra ● ÞÖKK sé mikilli eftirspurn eftir úr- um og öðru skarti var methagnaður hjá svissneska úraframleiðand- anum Swatch á síðasta ári. Sam- kvæmt vefútgáfu þýska blaðsins Der Spiegel var hagnaður fyrirtækisins um 830 milljónir svissneskra franka, eða rúmir 45 milljarðar íslenskra króna, og jókst um tæp 34% milli ára. Í frétt Der Spiegel segir að afkoma Swatch sé langt umfram spár fjár- málasérfræðinga. Methagnaður hjá Swatch BANDARÍSK yfirvöld ætla að kæra Kína til Heimsviðskiptastofnunarinn- ar, WTO, vegna þess hversu illa stjórnvöld í Kína taka á hugverka- stuldi. Ólögleg fjöldaframleiðsla á kvik- myndum, tónlist og bókum (svokölluð sjóræningjaframleiðsla) er afar stórt vandamál úti í hinum stóra heimi og fer hún að miklu leyti fram í SA-Asíu og þá fyrst og fremst í Kína. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru orðin allþreytt á því að þessi iðja sé látin viðgangast í fjölmennasta ríki heims og hyggst leggja fram tvær kærur fyrir WTO samkvæmt frétt Wall Street Journal. Annars vegar verður Kína kært fyrir að framfylgja ekki eigin lögum um sjóræningjaframleiðslu og hins vegar fyrir að þrengja að dreifingu á er- lendu afþreyingarefni. Ríkin hafa átt í viðræðum um þetta mál en niðurstaða hefur ekki náðst og segir fulltrúi Bandaríkjastjórnar ekki aðra kosti í stöðunni en að vísa málinu til WTO. Vilji kínversk stjórnvöld ná sátt séu þau velkomin að samninga- borðinu á ný. Um mikla fjármuni er að tefla því árið 2005 er talið að kvikmyndabrans- inn hafi orðið af um 2,7 milljörðum Bandaríkjadala vegna kínverskrar sjóræningjaframleiðslu á kvikmynd- um. Það samsvarar um 180 milljörð- um króna. Til samanburðar má geta þess að Það eru ekki einungis framleiðend- ur áðurnefnds afþreyingarefnis sem fylgjast með málinu sem vekur kurr meðal ýmissa annarra eigenda hug- verka sem þegar hafa náð samkomu- lagi við kínversk yfirvöld. Samkomu- lagi sem gæti orðið af engu dæmi WTO Kínverjum í hag. Meðal þeirra hagsmunaaðila sem hér er um að ræða má nefna lyfjaframleiðendur og hátæknifyrirtæki á borð við Micro- soft og Apple. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem Bandaríkin kæra Kína fyrir vafasama viðskiptahætti og í síðast- liðnum mánuði lagði ríkisstjórn landsins blessun sína á tillögur um innleiðingu refsitolla á pappír frá Kína. Bandaríkin kæra Kína vegna hugverkastulda Reuters Mikið úrval Kínverjar eru stórtækir í sjóræningjaframleiðslu á ýmsum varningi. Mest áberandi er þó afþreyingarefni. AUÐJÖFURINN aldni og sérlund- aði Kirk Kerkor- ian virðist hafa einsett sér að eignast bílafyr- irtæki en eins og einhverjir muna eflaust reyndi hann að ná völd- um í einum stærsta bílaframleið- anda heims, General Motors, fyrir nokkrum misserum. Það gekk ekki eftir og nú hefur hann gert yf- irtökutilboð í bandaríska bílafram- leiðandann Chrysler sem hefur átt í miklum erfiðleikum um nokkra hríð. Verðmæti tilboðsins er meira en 4,5 milljarðar Bandaríkjadala, jafngildi meira en 300 milljarða króna. Núverandi eigandi Chrysler er Mercedes Benz-framleiðandinn Daimler en fyrirtækin runnu sam- an árið 1998 í einum stærsta fyr- irtækjasamruna sögunnar. Banda- rískir bílaframleiðendur hafa ekki átt sjö dagana sæla á undan- förnum árum og mætti jafnvel ætla að einhverjir þeirra verði undir í hinni síharðnandi sam- keppni sem einkennir bíliðnaðinn. Einna verst hefur gengið hjá Chrysler og hefur Daimler reynt að losna við fyrirtækið að und- anförnu. Dieter Zetsche, forstjóri Daiml- er, hefur staðfest að nokkur tilboð í vandræðabarnið hafi borist en ekki hefur fengið staðfest hverjir hinir áhugasömu eru. Auk Kerkorian er þó talið að framtaks- fjárfestingasjóðirnir Cerberus og Blackstone auk kanadíska bíla- hlutaframleiðandans Magna séu meðal áhugasamra. Kerkorian enn á kreik LÆGÐIN á bandaríska fast- eignamarkaðnum gæti samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, IMF, haft áhrif langt út fyrir landsteinana. Jafnvel svo mikil að það gæti raskað vaxtartaktinum í hagkerfi heimsins. Þetta fer þó allt eftir þróun næstu vikna og mánaða að sögn IMF. Verði lægðin ekki dýpri en nú þegar er orðið og nái hún ekki að hafa áhrif á neytendamarkað og fjárfestingar fyrirtækja er ósennilegt að áhrifa hennar gæti víða en dýpki hún enn frekar og nái að teygja arma sína út fyrir bandarískan fasteignamarkað er voðinn vís. Samdráttur í bandaríska hagkerf- inu gæti haft áhrif bæði í iðnríkjum og þróuðum ríkjum og skiptir þá miklu hversu tengd hagkerfin eru því bandaríska. Bandaríski seðlabankinn hefur greint frá því að þrátt fyrir samdrátt á fasteignamarkaði muni hagvöxtur haldast í þessu stærsta hagkerfi heimsins en mat bankans er að hag- vöxtur á árinu verði 2,5–3%. IMF varar við lægð í Bandaríkjum Reuters Íþróttavöruframleiðandinn Reebok – sem er í eigu Adidas – hefur kært helsta keppinaut sinn í fram- leiðslu skófatnaðar, Nike, fyrir brot á einkaleyfislögum. Reebok skráði í jan- úar einkaleyfi í Bandaríkj- unum á tækni sem er braut- ryðjandi í meðferð á skóm. Tæknin gerir skó- eigendum kleift að beygja þá á ýmsan hátt og brjóta saman þannig að ekki taki þeir jafn mikið pláss og áður, t.d. í íþróttatöskum. Skór sem eru framleiddir sam- kvæmt þessari tækni hafa fengið nöfn eins og Free, Free Trainer og Free Trailer og það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni því Nike hefur einnig sett á markað vöru- línu undir nafninu Free. Fyrirtækið hefur nú gefið út yfirlýsingu þess efnis að farið verði yfir Reebok en sérfræðingar telja ekki það muni hafa teljandi áhrif á afkomu Nike þótt þeir hætti framleiðslu Free-vörulínunn- ar. Tekjur af sölu Free nema um 100 milljónum dala á ári en heild- arvelta Nike á ári er um 15 millj- arðar dala og telur Free því minna en 1% af heildarveltu fyrirtæk- isins. Risar berj- ast um einkaleyfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.