Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 15 ÚR VERINU Skráning á vef SA – w w w . s a . i s A Ð A L F U N D U R S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S 1 7 . a p r í l 2 0 0 7 á H ó t e l N o r d i c a 14:00 „ÍSLAND 2050 – TVEIR Á MÓTI EINUM” Framtíðarleiftur Ræða Ingimundar Sigurpálssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins Ræða Geirs H. Haarde, forsætisráðherra 15:00 Kaffiveitingar – framtíðarmyndir 15:30 Hvert stefnum við? Niðurstöður könnunar Capacent Gallup á framtíðarviðhorfum Íslendinga Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknarstjóri Capacent Gallup Umræður: Guðfinna S. Bjarnadóttir, fv. rektor HR Karl Wernersson, Milestone Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í greiningardeild Kaupþings Þórður Friðjónsson, forstjóri Nordic Exchange á Íslandi Stjórnandi: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA 16:30 Fundarlok Fundarstjóri: Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums Fundarmenn fá ritið: Ísland 2050 - Hvert stefnum við? English translation OPIN DAGSKRÁ ÍSLAND 2050 TVE IR Á MÓTI E INUM SK A P A R IN N A U G LÝ SI N G A ST O FA Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um veiðar á úthafskarfa á árinu 2007. Að venju er aflaheimild- um skipt á veiðisvæði. Annars vegar er heimilt að veiða í ár 17.248 tonn á svæði sem liggur að hluta innan ís- lensku efnahagslögsögunnar. Hins vegar er heimilt að veiða 3.835 tonn utar á Reykjaneshrygg. Alls er því úthlutað 21.083 tonna aflamarki í út- hafskarfa á árinu 2007 en úthlutað aflamark var 28.610 tonn á síðasta ári. Aflamark minnkar því um rúm- lega 7.500 tonn milli ára. Mestan kvóta af úthafskarfa innan lögsögu hefur Málmey SK, 1.925 tonn, og í öðru sæti er Venus HF með 1.844 tonn. Alls eru tíu skip með meira en þúsnd tonna kvóta innan lögsögunnar. Töluvert er um að heimildir þessar séu fluttar á milli skipa. Samkvæmt aflastöðu Fiski- stofu á föstudag voru þrjú skip með heimildir til að veiða meira en tvö þúsund tonn. Það voru Venus HF með 2.187 tonn, Örfirisey með 2.136 tonn og Helga María með 2.045 tonn. Þessi skip eru öll í eigu HB Granda, sem er með mestan kvóta allra útgerða. Alls fá sjö skip HB Granda úthlutaðan karfakvóta innan og utan lögsögu. Innan lögsögunnar er heildarkvóti HB Granda um 7.100 tonn eða nærri þriðjungur heildar- innar. Heildarkvóti innan lögsögu er 23.400 tonn. Af úthafskarfa utan lögsögu eru þrjú skip með meira en 300 tonna út- hlutun. Málmey SK er efst með 428 tonn, næst kemur Venus HF með 410 og loks Höfrungur III AK með 355 tonn. Að tilteknum flutningi afla- heimilda milli skipa eru sex skip með meira en 400 tonn; Arnar HU 1 er með 821 tonn, Akureyrin EA með 616, Venus 611, Börkur NK 511, Ör- firisey RE 482 og Helga María AK 454 tonn. Kvóti HB Granda utan lög- sögu er einnig mestur, tæp 1.600 tonn af 5.200 tonna heildarkvóta. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Veiðar Úthafskarfakvótinn minnkar enn og er það að miklu leyti vegna mikillar veiði svokallaðra sjóræningjaskipa undanfarin ár. Aflamark í út- hafskarfa minnkar um 7.000 tonn Í HNOTSKURN »Alls er því úthlutað 21.083tonna aflamarki í úthafs- karfa á árinu 2007 en úthlutað aflamark var 28.610 tonn á síðasta ári. »Mestan kvóta af úthafs-karfa innan lögsögu hefur Málmey SK, 1.925 tonn, og í öðru sæti er Venus HF með 1.844 tonn »Af úthafskarfa utan lög-sögu eru þrjú skip með meira en 300 tonna úthlutun. Málmey SK er efst, næst kemur Venus HF og loks Höfrungur III AK. HB Grandi með langmesta hlutdeild, um 8.700 tonn NÍELS Ársælsson útgerðarmaður hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna kvótamiðlunar Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna, LÍÚ. Krefst hann þess að Sam- keppniseftirlitið taki málið til rann- sóknar þegar í stað. Í kærunni bendir Níels á að inn- an vébanda Landsambands ís- lenskra útvegsmanna er rekin svo- kölluð kvótamiðlun LÍÚ. „Telja verður að með þessu fyr- irkomulagi á kvótaviðskiptum hafi Landssamband íslenskra útvegs- manna og félagsmenn þess félags gerst brotlegir við 10., 11. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Auk þess sem ætla verður að í þessu skipulagi felist óbeinn stuðningur íslenska ríkisins við þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einok- unar og samráðs geta stýrt fisk- veiðum og fiskvinnslu hér á landi. Félagsmenn í Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert sam- keppnishæfni skipa án kvóta. Eig- endur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni. Verðinu ráða þeir einir,“ seg- ir í kæru Níelsar. Kærir kvótamiðlun LÍÚ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.