Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 11 FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 0 8 3 www.kaupthing.is HUGSAÐU UM FRAMTÍÐINA! Framtíðarbók Kaupþings er góð fermingargjöf 444 7000 HRINGDU & PANTAÐU Framtíðarbók er verðtryggður sparireikningur sem ber hæstu vexti á verðtryggðum reikningum bankans. Innstæðan verður laus til úttektar við 18 ára aldur. Fermingarbörn sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarbók fá 5.000 kr. peningagjöf inn á bókina frá Kaupþingi og flottan bol. FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur kynnt framboðsliðsta sinn fyrir al- þingiskosningarnar sem fram fara 12. maí nk. Listann skipa: 1. Sigurjón Þórðarson, Akureyri. 2. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, Ak- ureyri. 3. Eiríkur Guðmundsson, Djúpa- vogi. 4. Axel Yngvason, Húsavík. 5. Stella Sigtryggsdóttir, Neskaup- stað. 6. Þorkell Á. Jóhannsson, Svarfað- ardal. 7. Oddur V. Jóhannsson, Vopna- firði. 8. Örvar Bessason, Akureyri. 9. Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðv- arfirði. 10. Egill Guðlaugsson, Egilsstöðum. 11. Sigurður Kristinsson, Siglufirði. 12. Sigrún Sigfúsdóttir, Akureyri. 13. Jóhannes Björnsson, Raufar- höfn. 14. Héðinn Jónasson, Húsavík. 15. Lúðvík Ríkharð Jónsson, Akur- eyri. 16. Albert Geirsson, Stöðvarfirði. 17. Kristján Valur Sigurðsson, Eski- firði. 18. Þórarinn Þórarinsson, Þórshöfn. 19. Sigurlaug Stefánsdóttir, Egils- stöðum. 20. Sigurður Pálsson, Hjalteyri. Framboðslisti Frjálslynda flokksins í NA-kjördæmi BAKPOKAFERÐALANGAR eruekki algeng sjón á þessum árstíma. Útsendari Morgunblaðsins rakst þó á einn slíkan um borð í Breiða- fjarðarferjunni Baldri fyrir skömmu. Þar var á ferðinni Carina Juhhova frá Tallinn í Eistlandi en hún var á leiðinni til Reykjavíkur eftir að hafa ferðast hringinn í kringum landið til að kynna sér safnastarfsemi á Íslandi. Aðspurð sagðist hún hafa mælt sér mót við safnafólk á mörgum ólíkum söfnum í helstu byggða- kjörnum landsins. Ferðaðist hún milli staða á puttanum í því skyni að geta séð sem mest af landinu meðal hún dveldist hér. Sagðist hún mjög ánægð með ferðina og sagði hana hafa verið mikið æv- intýri. Carina Juhhova vinnur hjá lista- safninu Kadriorg Art Museum í Tallinn í Eistlandi, en hefur dvalið á Íslandi í nokkurn tíma og unnið hjá Listasafni Íslands. Að sögn Carina Juhhova er hún ekki óvön að ganga mikið því hún hefur með- al annars gengið frá Síberíu til Japans. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Göngugarpur Carina Juhhova er ekki óvön því að ganga mikið en hún hefur meðal annars gengið frá Síberíu til Japans. Fór hringinn í því skyni að skoða söfn SAMFYLKINGIN stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um efnahagsmál á Grand hóteli í Reykjavík í fyrramálið milli kl. 8.30 og 10.00. Allt áhugafólk um stjórn- mál og hagstjórn er sérlega velkom- ið á fundinn að því er segir í til- kynningu. Á morgun kemur einnig út á veg- um Samfylkingarinnar ritið „Jafn- vægi og framfarir – ábyrg efna- hagsstefna“ þar sem fjallað er um ástand og horfur í íslensku efna- hagslífi. Ritið eða greinargerðin var samin í starfshópi um hagstjórn í anda frjálslyndrar jafnaðarstefnu. Í hópnum störfuðu hagfræðingar og félagsfræðingar sem starfa við há- skólakennslu og rannsóknir, starfa fyrir verkalýðshreyfinguna og at- vinnulífið eða starfa við fjármála- þjónustu og hagrannsóknir auk nokkurra þingmanna og starfs- manna Samfylkingarinnar. Formað- ur starfshópsins og ritstjóri er Jón Sigurðsson hagfræðingur og fv. ráð- herra Alþýðuflokksins, seðlabanka- stjóri og forstjóri Norræna fjárfest- ingabankans. Á fundinum verður ritinu dreift til viðstaddra og síðan kynnir Jón helstu niðurstöður þess. Í framhald- inu ræða þau Hörður Arnarson, for- stjóri Marel, og Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í greiningardeild Kaupþings, um niðurstöður ritsins. Einnig munu þátttakendur í starfs- hópnum sem samdi greinargerðina og aðrir fundarmenn taka þátt í um- ræðum eftir því sem tilefni gefast. Inngang flytur formaður Samfylk- ingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Fundarstjóri er Kristján Möller alþingismaður. Jón Sigurðsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Morgunverðarfundur Samfylkingarinnar Ræða ástand og horfur efna- hagslífsins Iðnaðarráðherra hefur falið fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu að annast sölu á 16% hlut ríkisins í Baðfélagi Mý- vatnssveitar hf. sem á og rekur jarðböðin við Mý- vatn. Nafnvirði hlutarins er 20 millj- ónir króna. Ríkiskaup munu hafa umsjón með útboði á hlutnum og er ráðgert að auglýsing, þar sem óskað er tilboða í eignarhlutinn, verði birt fljótlega eftir páska. Ríkið selur í Baðfélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.