Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 41 Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýn- ingar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9- 16.30. Jóga kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Leshópur kl. 13.30. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16 handav. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9 leikfimi. Kl. 9.45 boccia. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hitt- ist þriðjudags- og föstudagsmorgna kl. 10 við Litlakot. Gengið í u.þ.b. klst. á hraða sem hentar öllum. Kaffi í Litlakoti eftir gönguna. Nýtt fólk velkomið. Nán- ar í s. 565-0952. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.55. Gler- og postulíns- málun kl. 9.30. Handavinna kl. 10, leið- beinandi verður til kl. 17. Jóga kl. 10.50. Tréskurður kl. 13. Bossía kl. 13. Alkort kl. 13.30. Stólajóga kl. 17.15. Jóga á dýnum kl. 18. Sölusýning myndlistarhópsins á vatnslitamyndum stendur til 20. apríl. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Línu- dans frh. kl. 12, byrjendur kl. 13, spilað í Kirkjuhvoli kl. 13, karlaleikfimi 13, Boccia kl. 14. Lokað í Garðabergi. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag kl. 9- 16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlu- saumur fyrir hádegi og leiðsögn við ull- arþæfingu eftir hádegi, (ýmsir nytja- hlutir). Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Fimmtud. 10. maí er leik- húsferð, leikritið Ást í Borgarleikhúsinu, skráning hafin á staðnum og s. 575- 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handa- vinna. Kl. 9-12 glerlist. Kl. 9 hjúkr- unarfræðingur. Kl. 10-11 boccia. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 12.15 verslunarferð (Bónus). Kl. 13-16 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9- 13 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-12.15, Björg F. Helgistund kl.13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Námskeið í myndlist kl. 13.30-16.30 hjá Ágústu. Böðun fyrir há- degi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15-11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyj- ólfssonar, héraðsprests. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. KFUM og KFUK | Enginn fundur í AD KFUK í kvöld 10. apríl. Þriðjudaginn 17. apríl er sameiginleg vorferð með AD KFUM. Farið verður í Reykjanesbæ og lagt af stað kl. 18. Skráning í Þjónustu- miðstöð KFUM og KFUK í s. 588-8899 til 16. apríl. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30-12, handavinnustofan opin kl. 9- 16.30. Morgunstund kl. 9.30, hár- greiðslu og fótaaðgerðastofur opnar allan daginn, leikfimi kl. 10-11, Félagsvist kl. 14. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli kl. 13-16. Við púttum, spilum lomber, vist og brids. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgi- stund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. s. 895-0169. Allir vel- komnir. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mið- vikudag, er gaman saman á Korpúlfs- stöðum kl. 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unstund kl. 10.30. Handavinnustofur kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30 Hárgreiðslu- stofa. Uppl. í s. 552-4161. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Hátúni 12. UNO spilað í kvöld kl. 19.30. Allir velkomnir. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl. 12 Bónusbíllinn. Kl. 16.45 bókabíllinn. Kirkjustarf Digraneskirkja | Starf KFUM & KFUK 10-12 ára kl. 17. Opið frá 16.30. Æsku- lýðsstarf Meme fyrir 14-15 ára kl. 19.30- 21.30. Grafarvogskirkja | „Opið hús“ fyrir eldri borgara, kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT fyrir 10-12 ára í Engjaskóla kl. 17-18, TTT fyrir 10-12 ára í Borgaskóla kl. 17-18. 50ára afmæli. Í dag,þriðjudaginn 10. apríl, er fimmtugur Sigurjón Jó- hann Sigurðsson, ritstjóri fréttablaðsins Bæjarins besta og fréttavefsins bb.is á Ísa- firði. Hlutavelta | Jasmín Krist- jánsdóttir er dugleg átta ára stelpa frá Kólóradó í Banda- ríkjunum. Hún var í fríi á Ís- landi og notaði tímann til að teikna og mála myndir sem hún seldi í húsum í Trölla- borgum og heshúsunum í Hafnarfirði. Ágóðann 1908 krónur færði hún Rauða krossinum og vill með því styrkja fátæk börn í Afríku. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er þriðjudagur 10. apríl, 100. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) FSS – félag STK-stúdenta(samkynhneigðra, tvíkyn-hneigðra og trans) er gest-gjafi fundar ANSO í Reykja- vík næstu helgi. ANSO eru samtök norrænna félaga STK-stúdenta. Auður Halldórsdóttir er formaður FSS: „Fundir helgarinnar eru loka- hnykkurinn í verkefni um gerð gagna- grunns þar sem safnað er á einn stað lokaverkefnum háskólanemenda á Norðurlöndunum sem fást við kynmál- efni sam- og tvíkynhneigðra og trans- fólks,“ segir Auður. „Stúdentar eru rannsóknarmenn framtíðarinnar og eru mörg frambærileg lokaverkefni unnin í norrænum háskólum þar sem fjallað er um kynhneigð á einn eða annan hátt. Hins vegar eru þessar rannsóknir unnar innan ólíkra fræðasviða, enda hægt að finna marga áhugaverða kynhneigðar- rannsóknarvinkla í jafnólíkum greinum og lögfræði og bókmenntafræði, fé- lagsfræði og kvikmyndafræði.“ Með gagnagrunni ANSO verður þess- um verkefnum safnað á einn stað: „Það mun gera kleift að deila þekkingu milli fræðasviða, stuðla að aukinni samvinnu og bæta til muna aðgengi að þessum sérstaka þverfaglega rannsókn- arflokki,“ segir Auður og bætir við að gagnagrunnurinn sé líklega sá fyrsti sinnar tegundar. FSS var stofnað 1999 og er markmið félagsins m.a. að veita samkyn- hneigðum, tvíkynhneigðum og trans stúdentum vettvang til að hittast í góðra vina hópi og taka virkan þátt í barátt- unni fyrir mannréttindum þessara hópa. „Félagið er einnig mjög virkt í al- þjóðlegu samstarfi, m.a. á vegum ANSO og IGLYO – Alþjóðasamtaka æskulýðs- hópa samkynhneigðra,“ segir Auður. „Félagið er mjög opið, ætlað öllum námsmönnum og utan náms á aldrinum 18–30 ára sem og starfsmönnum menntastofnana. Við stöndum fyrir fjöl- breyttu félagsstarfi, gerum okkur daga- mun með t.d. leikhús- og bíóferðum og íþróttaviðburðum, og miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi höldum við Gay-day, hitting á léttum nótum og gerum okkur glaðan dag.“ Finna má nánari upplýsingar um starf FSS á slóðinni www.gaystudent.is. Þar má skrá ókeypis áskrift að póstlista FSS, en árleg félagsgjöld eru kr. 500 og veita veglega afslætti að viðburðum og ýmis fríðindi. Fræði | FSS, félag STK-stúdenta, tekur þátt í gerð norræns gagnagrunns STK-rannsóknir á einn stað  Auður Halldórs- dóttir fæddist á Akureyri 1982. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 2002 og BA-námi í bók- menntafræði og frönsku frá Há- skóla Íslands 2007. Auður var kosin ritari FSS – félags STK-stúdenta 2006 og formaður 2007. Foreldrar Auðar eru Margrét Snorradóttir og Halldór Baldursson. Í DAG kl. 12:10 eys Arndís S. Árnadóttir listsagnfræðingur úr viskubrunnum í Þjóðminjasafni Íslands. Hún mun þræða slóð timbursmíða og handverks um grunnsýninguna og lesa í nokkra nytja- hluti á biskupstólum, höfðingjasetrum og í lágreistum húsakosti þorra fólks á Íslandi. Allt frá landnámsöld var það hið veglegasta starf að vera smiður, þrátt fyrir að hér hafi lengst af ekki verið lærðir handverksmenn var víða um land listfengt fólk sem smíðaði nytjahluti úr járni, kopar, silfri, beini, horni og tré. Hádegisleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands í dag Bekkir, kistur og sæti: Snikkaraverk fyrri alda MAGNÚS Már Guðmundsson, for- maður Ungra jafnaðarmanna, ung- liðahreyfingar Samfylkingarinnar, býður sig fram í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður dagana 13.–14. apríl í Egilshöll, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Magnús Már er 24 ára stjórnmála- og sagnfræðinemi við Háskóla Ís- lands. Magnús hefur verið fé- lagsmaður í Samfylkingunni frá stofnun flokksins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum undanfarin ár. Um tveggja ára skeið ritstýrði Magnús Már Pólitík.is, vefriti Ungra jafnaðarmanna, og á fjögurra ára tímabili sat hann í stjórn Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík. Magnús var framkvæmdastjóri Ungra jafnaðar- manna fyrri hluta árs 2004 og á nýj- an leik í aðdraganda sveitarstjórn- arkosninganna sl. vor, segir m.a. í tilkynningunni. Magnús Már býður sig fram til fram- kvæmdastjórnar LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lýsir eftir vitni að árekstri sem varð á bifreiðastæði verslunar Bón- uss í Spönginni í Grafarvogi um klukkan 16.30 sl. laugardag. Árekst- urinn varð með þeim hætti að lítilli rauðri Opel-bifreið var ekið utan í ljósgræna Ford Focus-bifreið sem var kyrrstæð og síðan af vettvangi. Lögreglan hefur upplýsingar um að kona hafi rætt við ökumanninn á rauðu Opel-bifreiðinni eftir árekst- urinn og áður en bifreiðinni var ekið af vettvangi. Lögreglan biður konuna vinsam- legast að hafa samband við umferð- ardeild lögreglunnar í síma 444 1000. Lýst eftir vitni LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lýsir eftir 30 ára gamalli konu, Guðríði Björgu Gunnarsdóttur. Hún sást síðast laust eftir hádegi 8. apríl sl. við Hafnarbraut í Kópavogi. Guðríður er þéttvaxin, um 1,70 sm á hæð með stutt dökkt hár. Hún er klædd í tví- litan jakka (ljósblár/milliblár), bláar gallabuxur og í brúna uppháa skó. Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir hennar er hann beðinn að hafa samband við lögreglu í s. 444 1000. Lýst eftir konu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.