Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÉG hef aldrei hætt að vera hjúkrunarkona og verð það á meðan ég lifi,“ segir Ragn- heiður Friðrika Svanlaugs- dóttir, íbúi á Hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykjavík, en hún varð 100 ára í gær, 15. maí. „Vinnan hefur hins vegar minnkað smám saman með árunum og nú geri ég ekki neitt. Ég er orðin svo fjör- gömul. Þeim myndi heldur ekki líka það að svona gömul kerling væri að skipta sér af.“ Segir stundum ha Það er glettnissvipur á Ragnheiði á þessum tímamót- um, jafnvel dálítill stríðn- issvipur. „Ég er með fína sjón og sæmilega heyrn,“ segir hún. „Ég segi nú stundum ha, en það er nú svona eins og gengur.“ Hún segist fylgjast vel með, hlusta á útvarp og lesa dagblöðin en sjaldan horfa á sjónvarp. „Ég les blöðin, fyrirsagnirnar, en ég nenni ekki alltaf að lesa grein- arnar allar. Þær eru ekki svo gáfulegar. En það er gaman að lesa og grúska í þessu.“ Pólitíkina vill hún ekki ræða. „Ég fylgist alltaf með kosningum og kýs alltaf en segi þér ekki hvern. Ég er ekki pólitísk og skipti mér aldrei af pólitík en ég held að við megum samt vel við una.“ Í því sambandi segir hún að allt sé svo miklu auðveldara nú en á árum áður. „Það hef- ur geysilega mikið breyst. bætir við að sér hafi alls stað- ar þótt skemmtilegt að vera og ekki síst í Danmörku enda ber hún Dönum vel söguna. „Mér líður vel og mér hefur alltaf liðið vel. Ég hef það gott og ég hef verið heppin.“ Kærleikurinn mikilvægur Ragnheiði hugnast ekki ástandið í heiminum eins og það blasir við henni í fréttum. „Þetta er hrein hörmung,“ segir hún. „Allir ættu að vera betri hver við annan í stað þess að illskast og berjast. Lífið er svo stutt að menn eiga að lifa því vel og vera góðir hver við annan.“ Af 15 systkinum fóru fjórar systur í hjúkrun. „Það var ekkert að gera fyrir konur sem vildu vera sjálfstæðar og við vildum vera sjálfstæðar,“ segir Ragnheiður. „Þá var ekkert annað að gera en að fara í hjúkrun.“ Lífið var svo erfitt í gamla daga. Þá var erfitt að lifa.“ 15 systkini Ragnheiður giftist Sveini Hallgrímssyni úr Mýrdal og eiga þau tvo syni, sex barna- börn og 15 barnabarnabörn. Hún er fædd og uppalin í Öxnadal en foreldrar hennar, Svanlaugur Jónasson og Kristjana Rósa Þorsteins- dóttir, fluttu til Akureyrar þegar hún var um fermingu. Þau eignuðust 15 börn auk þess sem Rósa missti nokkur fóstur. Ragnheiður var þriðja barnið sem komst á legg. Hún fór ung að heiman og flutti til Reykjavíkur árið 1920. Þar hefur hún búið síðan utan nokkurra ára námstíma í Danmörku og á Englandi á millistríðsárunum. „Ég vann mest í bæjarhjúkrun en leysti líka af á spítölum. Ég hef víða verið,“ segir Ragnheiður og Í hjúkrun til að vera sjálfstæð Ragnheiður Friðrika Svanlaugs- dóttir 100 ára hjúkrunarkona á Eir Morgunblaðið/Ásdís Tíræð Ragnheiður Friðrika Svanlaugsdóttir, hjúkrunarkona og íbúi á Hjúkrunarheimilinu Eir, varð 100 ára í gær. Langförul Aðmírálsfiðrildi koma helst frá Norður-Afríku, sem er aðalútbreiðslusvæði þeirra. Þaðan fara þau í stórum hópum norður til Evrópulanda og berast með suðlægum vindum til Íslands. Auk Norður-Afríku er út- breiðslusvæði fiðrildanna í Suður-Evrópu, Norður-Afríku, á Mið-Atlantshafseyjum og í Norður-Ameríku. Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson AÐMÍRÁLSFIÐRILDI sást á Sel- fossi 9. maí síðastliðinn og hafa fleiri slík sést hér síðan. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort þetta sé til merkis um að fiðrildin hafi náð að tímgast hér en talsvert var um aðmírálsfiðr- ildi hér í fyrrasumar. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, segir það útilokað að aðmír- álsfiðrildi geti klakist hér á landi. Tegundin sé alltof suðlæg til þess og fjölgi sér ekki einu sinni á Norður- löndunum. Erling segir að aðmírálsfiðrildin séu upprunnin í kringum Miðjarðar- haf og séu miklar flökkukindur. Þau flækist í miklum flotum norður á bóginn. Honum þótti það snemmt að aðmírálsfiðrildi sæjust hér 9. maí. Venjulega komi þau ekki fyrr en í júní, líkt og í fyrra. Aðmíráls- fiðrildin á ferðinni Flökkukindur frá Miðjarðarhafinu TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur ákveðið að hækka iðgjöld frjálsra ökutækjatrygginga hjá sér um 15% frá og með 1. júlí n.k. Í tilkynningu vegna frá TM segir að verulegur halli sé af rekstri frjálsra ökutækja- trygginga (kaskó- og bílrúðutrygg- inga) félagsins og hafi svo verið um nokkurt skeið. Meginskýringin sé sú að fjölgun tjóna hafi verið meiri en gert var ráð fyrir. Áætla megi að meðaláhrif hækk- unarinnar á ökutækjatryggingu verði um 3,5–4%, sem samsvarar um 2.500 krónum á ársgrundvelli. TM ákveður að hækka iðgjöld ÁTJÁN ára piltur var handtekinn í ónefndri verslun á höfuðborg- arsvæðinu í fyrradag en þar hefur hann ekki verið neinn aufúsugest- ur undanfarna daga. Pilturinn tók hluti úr búðinni ófrjálsri hendi á föstudag en tókst ekki að koma þeim undan. Aðfaranætur laugardags og sunnudags var brotist inn í versl- unina en eigendur hennar sökn- uðu m.a. svokallaðs stinning- artækis fyrir karlmenn. Öryggismyndavél er á staðnum og leikur lítill vafi á því að pilturinn var að verki í bæði skiptin. Hann kom svo aftur í búðina í gær og var þá handtekinn eins og fyrr segir. Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á þessu hátterni pilts- ins. Ítrekuð tilraun til þjófnaðar ÖKUMAÐUR sendibifreiðar slapp með skrekkinn á Borgarfjarðarbrú í gær þegar hann missti stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að hann hafnaði næstum því úti í sjó. Að sögn lögreglu var ökumað- urinn með kerru í eftirdragi sem var með of mikinn farm. Kerran tók að rása á brúnni og missti öku- maðurinn stjórn á bifreiðinni sem lenti utan í brúarvegriðið. Kerran valt ekki en stöðvaðist þvert á veg- inum. Að sögn lögreglunnar á Borg- arnesi var ekki nægilega vel gengið frá farminum og því fór sem fór. Tilkynning barst lögreglu um klukkan 14:53 og lokaði hún veg- inum í um hálftíma á meðan unnið var að því að tína kerrufarminn, sem var timbur, af veginum. Var ækið í heild sinni fjarlægt að því loknu. Lenti utan í brúarvegriðið Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is LANDGRÆÐSLA ríkisins mun í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla Íslands – Stofnun Sæmundar Fróða, Bændasamtök Ís- lands og landbúnaðar-, umhverfis- og utanríkisráðuneytið, auk fjöl- margra alþjóðastofnana, efna til al- þjóðlegs samráðsþings um jarðvegs- vernd, samfélög og hnattrænar breytingar á Selfossi í haust, í tilefni þess að Íslendingar fagna aldaraf- mæli landgræðslu í ár. Jarðvegseyðing er talin vanmet- inn þáttur í umræðum um loftslags- breytingar og álitið að hún muni hafa víðtæk pólitísk og efnahagsleg áhrif á næstu áratugum, verði ekki gripið til öflugra mótvægisaðgerða. Skiptir „gríðarlegu máli“ Fjölmargir erlendir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt, þ. á m. Jacques Diouf, framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Sérstök áhersla er lögð á að leiða saman vísindamenn, fulltrúa stjórn- mála og viðskiptalífsins, en að sögn Sveins Runólfssonar, landgræðslu- stjóra, er talið að þetta yrði stærsta samráðsþingið á sviði umhverfis- mála sem haldið hefur verið hér. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Landgræðslunni, hefur tekið þátt í skipulagningu ráðstefnunnar. Spurður um mikilvægi þingsins segir Guðmundur það skipta „gríð- arlegu máli“, það hjálpi til við að koma á samhæfðum aðgerðum til að taka á hinum stóru hnattrænu um- hverfisvandamálum, sem séu ná- tengd fæðuöryggi og aðgerðum til að vinna gegn fátækt í þriðja heiminum. Alþjóðaþing um jarðvegseyðingu Í HNOTSKURN »Þingið fer fram dagana 30.ágúst til 4. september. »Yfirskriftin er „Soils, So-ciety and Global Change“. »Meðal skipuleggjenda eruAndrés Arnalds, Ása L. Aradóttir og Brynhildur Davíðsdóttir prófessor. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað þrjá pilta, sem fæddir eru 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í febr- úar 2006. Stúlkan fór í heimsókn til eins piltanna og þar höfðu þeir allir samræði við hana. Fór hún síðar á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir fórnarlömb kynferðisbrota. Ákæruvaldið byggði á því að pilt- arnir hefðu í sameiningu neytt að- stöðu- og aflsmunar til að þröngva stúlkunni til samræðis og hagnýtt sér að hún væri ein með þeim í íbúðinni og hefði ekki átt sér und- ankomu auðið. Piltarnir héldu því hins vegar fram að stúlkan hefði sjálfviljug tekið þátt í samförum við sérhvern þeirra og án nokkurs of- beldis eða annarrar nauðungar af þeirra hálfu. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðs- dóms kemur fram, að í framburði sínum hefði stúlkan verið reikul og í raun margsaga um veigamikil sönnunaratriði málsins. Ákæruvald- ið hefði ekki getað stutt fullyrðingu sína haldbærum rökum. Gegn neit- un piltanna, sem var talin stöðug um veigamikil atriði málsins, voru þeir sýknaðir vegna vafa. Stúlkan gaf á sínum tíma skýrslu hjá Barnahúsi og gagnrýnir héraðs- dómur spyrilinn sem tók skýrsluna. Að mati dómsins hafði spyrillinn áhrif á frásögn stúlkunnar og lagði henni orð í munn. Taldi dómurinn að stúlkan hefði verið leidd áfram við skýrslugjöfina og ekki fengið ráðrúm til að skýra frá mikilvægum staðreyndum í sjálfstæðri frásögn. Þá taldi dómurinn að verknaðar- lýsing í ákæru væri um margt óljós. Ekki væri gerð tilraun til að lýsa í hverju ætlað ofbeldi var fólgið eða hvernig drengirnir hefðu með öðr- um hætti átt að hafa beitt ólög- mætri nauðung til að ná fram vilja sínum gagnvart stúlkunni. Þá hefði þeim gefinn samverknaður að sök, án þess að reynt væri að skýra það nánar. Málið dæmdu héraðsdómararnir Jónas Jóhannsson, Eggert Óskars- son og Kristjana Jónsdóttir. Verj- endur voru Herdís Hallmarsdóttir, Guðrún Sesselja Arnardóttir og Björgvin Þorsteinsson. Sækjandi var Kolbrún Sævarsdóttir saksókn- ari frá ríkissaksóknara. 3 piltar sýknaðir í nauðgunarmáli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.