Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 25 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2007, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 7. maí 2007 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2007, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, van- skilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðs- gjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjal- danda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2007. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Ómar Ragnarsson, for- maður Íslandshreyf- ingarinnar, naglann á höfuðið þegar hann talaði um pók- erandlitin í kringum sig. Flestir (en ekki allir) pössuðu sig að tala þannig að allir möguleikar héldust opnir. Í stað þess að segja það sem þeim bjó í raun í brjósti fóru þeir með lepptexta – sögðu það sem hentaði. Hver sá úrslitin í sínu ljósi og ekki í öllum til- vikum ljóst að verið væri að ræða úrslit sömu kosninganna. x x x Í sjálfu sér er ekkert athugavertvið lepptexta. Diplómatar hafa frá örófi alda stundað það að fara með lepptexta enda list þeirra að tryggja að yfirborðið beri því ekki vitni, sem undir niðri býr. Lepptexti hefur sennilega afstýrt mörgum uppákomum, ef ekki styrjöldum. Sem betur fer kemur þó fyrir að lepptextinn víkur fyrir alvörutexta og gríman fer frá andlitinu, annars myndi ekki þokast neitt. Orðið lepptexti hef-ur ekki verið fyrirferðarmikið í ís- lensku máli og finnst sennilega ekki í neinni orðabók. x x x Víkverji rakst fyrstá þetta orð í um- brotskerfi Morg- unblaðsins. Birtist það þá á síðum, sem búið var að brjóta um og gera ráð fyrir texta, sem enn var óskrif- aður. Þá stóð til dæmis „lepptexti“ endurtekið í síbylju í meginmáli og „Höfundur er lepptexti“ í lok greinar. Víkverji er ekki frá því að einhvern tímann hafi meira að segja fyrir slysni staðið að höfundur væri lepptexti vegna þess að gleymdist að setja inn undir hvaða formerkj- um viðkomandi skrifaði. x x x Orðið lepptexti fékk nýja merk-ingu í huga Víkverja þegar hann hlustaði á umræður stjórn- málaforingja í kjölfar kosninganna á laugardag. Í umræðum í sjón- varpssal á sunnudagskvöldið hitti      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Kristinn H. Gunnarsson komst í sögubækurnar þegar hann varð fyrstur Íslendinga til að ná kjöri fyrir þrjá mismunandi flokka og alltaf í sama kjördæminu. Einar Kolbeinsson hjó eftir þessu: Flokkahróin Kristinn klauf, hvatvís mjög en glúrinn, þannig fyrst á þingi rauf, þriggja flokka múrinn. Þá Rúnar Kristjánsson: Einn í leiknum lunkinn er, lystugur á æti. Kristinn milli flokka fer, fær sér víða sæti. En Hannibal Valdimarsson náði einnig kjöri fyrir þrjá flokka, þó ekki alltaf í sama kjördæminu. Hálfdan Ármann Björnsson rifjar upp ummæli Bjarna Guðnasonar um Hannibal, sem voru á þá leið að hann væri þriggja flokka kljúfur og kominn norður í Selárdal að kljúfa rekavið. Hálfdan yrkir: Komst á þingið kappaval Kristin enginn flokkur heftir. Hann er að leika Hannibal, en hann á rekaviðinn eftir! VÍSNAHORNIÐ Af klofningi pebl@mbl.is örðugleikana er um að gera að hafa fjölbreytni að leiðarljósi og ganga, synda eða gera styrktaræfingar til skiptis svo dæmi séu tekin.“ Nú kostar það töluvert átak fyrir marga að breyta um mataræði. Hvað ráð- leggur þú þínu fólki? „Að hafa fjöl- breytnina í fyrirrúmi, drekka nóg af vatni og borða 5-6 litlar máltíðir á dag. Þá borgar sig að sneiða hjá sykri og feitum mat og borða ríflega af grænmeti og ávöxtum. Þetta eru engin ný sannindi en eitthvað sem fólk þarf stöðugt að vera að minna sig á.“ Hvað eru algengustu mistök- in sem fólk gerir þegar breyta á um lífsstíl? „Fólk gerir stundum of mikl- ar kröfur til sín og setur sér óraun- hæf markmið. Margir rjúka til og hálfsvelta sig með megrunarkúrum sem eru dæmdir til að mistakast. Þeir veita oft skyndilausnir sem gefa engan varanlegan árangur. Ef fólk borðar einn daginn of mikinn sykur eða fitu er um að gera að halda samt áfram og standa sig bara betur næsta dag. Það er eins með hreyfinguna. Fólk þarf að passa að gæta hófs í byrjun og fikra sig smám saman áfram. Best er auðvitað að svitna að- eins við átökin en ekki þannig að manni líði illa. Aðalmálið er hins- vegar að allir geta bætt líkamlegt ástand sitt og viljinn er til alls fyrst- ur.“ Morgunblaðið/Ásdís Breyttur lífsstíll Árni Heiðar Ívarsson ásamt Jónínu Jónsdóttur og Ólöfu Dröfn Sigurbjörnsdóttur sem báðar hafa prófað að fara eftir kerfi Árna. gudbjorg@mbl.is Íslendinga Morgunblaðið/Kristinn Í aðgerðinni. Nærri lætur að heill bómur kosti 1,3 milljón kr. Morgunblaðið/Kristinn Teymið Danskur munn- og kjálkaskurðlæknir kom hingað til lands ásamt fylgdarliði til að gera þessa fyrstu aðgerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.