Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Líkamleg vanlíðan, orku-leysi, vöðvabólga ogóánægja með líkams-þyngdina gerir það verk- um að sumir fara og leita sér að- stoðar og vilja koma sér í gott form,“ segir Árni Heiðar Ívarsson, íþrótta- kennari og einkaþjálfari, sem hefur um árabil leiðbeint fólki sem vill breyta um lífsstíl. Hann er einnig höfundur nýútkominnar bókar, Heilsulausnarinnar, en bókin er ætl- uð þeim sem vilja taka sig á og lifa heilbrigðu lífi. „Það gefur manni mikið að geta hjálpað fólki og sjá það ná árangri. Í starfi mínu hef ég ítrekað orðið vitni að því að bara eftir að hafa stundað hreyfingu og breytt mat- aræðinu í nokkrar vikur fer fólki að líða miklu betur. Ég hef smám sam- an verið að byggja upp þriggja mán- aða áætlun sem skilar árangri og ákvað að koma henni í bók. Þar bendi ég fólki á góðar æfingar, er með áætlun um breytt mataræði og í raun má segja að í bókinni sé flest sem fólk vill vita þegar það ætlar að taka sig á og hugsa vel um sig. Ein- staklingar sem hafa prófað að fara eftir þessari áætlun miðla svo reynslu sinni í bókinni.“ Skemmtileg hreyfing Árni Heiðar segir að mestu máli skipti í upphafi að fólk velji sér hreyfingu sem það sjái sig stunda til frambúðar. „Hreyfing þarf að vera skemmtileg svo fólk endist í að stunda hana og það veltur auðvitað á hverjum og einum hvað honum finnst henta sér. Sumum finnst gam- an að synda eða ganga úti í nátt- úrunni á meðan aðrir kjósa að fara í leikfimitíma eða í tækjasal. Best er þó að hafa fjölbreytni að leiðarljósi og gera sitt lítið af hverju.“ Hann segir að í byrjun sé æskilegt að fara sér hægt, stefna t.d. að því að fara í göngutúr á hverjum degi en svo geti fólk smám saman aukið kröfurnar farið að hlaupa eða prófa styrkt- arþjálfun. „Það er æskilegt að gera léttar styrktaræfingar fyrir kvið og bak- vöðva og armbeygjur og hnébeygjur hvort sem fólk gerir það heima á stofugólfi eða fer á líkamsrækt- arstöð.“ Fjörutíu mínútur á dag En hversu lengi á fólk að hreyfa sig á degi hverjum. „Að lágmarki í um fjörutíu mín- útur á dag og það á sérstaklega við um þá sem stunda kyrrsetuvinnu. Þegar fólk er komið yfir byrjunar- Breyttur lífsstíll skilar sér eftir örfáar vikur Þreyta og orkuleysi geta stafað af hreyfingarskorti og slæmum matarvenjum. Árni Heiðar Ívarsson íþróttakennari sagði Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur að þegar fólk gerði alvöru úr að taka sig taki fyndi það mikinn mun eftir aðeins örfáar vikur. Armbeygjur 1. Hafðu mjaðmabreidd á milli handleggja, lófa í gólf og beint bak. 2. Láttu hendur síga niður í 90° með bakið beint og þrýstu þér svo kröft- uglega upp. (Gott er að fylgjast með í spegli hvort líkaminn sé beinn og rassinn fylgi með niður. Byrjendur geta gert armbeygj- urnar á hnjánum en lengra komnir á tánum. Bakfetta á gólfi 1. Leggstu á magann með hendur undir höku. 2. Lyftu samtímis höndum og fótum þannig að vöðvar mjóbaks spennist. Kviðæfing 1. Leggstu á bakið með bogin hné og hendur með síðum. 2. Horfðu fram og og togaðu þig upp þannig að hendur snerti hné, sígðu hægt niður í upphafsstöðu. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Tannlaust fólk getur nú orðiðtennt á ný á tæpumklukkutíma. Tæknin erættuð frá Svíþjóð og hafa Svíar verið að þróa þessa nýju að- ferð undanfarin fjögur ár. Fólki í Svíþjóð hefur boðist þessi meðferð undanfarin tvö ár. Fleiri þjóðir hafa tekið tæknina í sína þjónustu. Fyrsta aðgerðin þessarar tegundar var gerð á Íslandi í síðustu viku fyrir milligöngu Elínar Sig- urgeirsdóttur, tannlæknis og sér- fræðings í tann- og munngerva- lækningum. Hingað komu til landsins danskur munn- og kjálka- skurðlæknir ásamt fylgdarliði sem er þaulvanur þessum aðgerðum og gerði hann aðgerðina. Alltaf þarf að huga að kostnaði, en að sögn Elínar lætur nærri að heill gómur, annaðhvort efri gómur eða neðri gómur, kosti um 1,3 milljónir króna. Tannþeginn, sem fyrstur fékk þessa meðferð hér á landi í lið- inni viku, var tannlaus í efra gómi. Sex títanskrúfur, öðru nafni tann- plantar, voru settar upp í efri góm- inn og tennur festar strax á þá. Að- gerðin tók innan við klukkustund og fór fram í Salnum í Kópavogi að við- stöddu fagfólki, sem var að fræðast um þessa nýju aðferð. Títaníum heppilegt í kjálkabein „Nýjungin felst í því að gera að- gerðina sem felur í sér ígræðslu plantanna sem tennur eru festar á í einni setu sem er um það bil klukku- tími. Sænska fyrirtækið Nobel Bioc- are er frumkvöðull á þessu sviði og byggir á hugmynd sænska tann- læknisins Per Ingvar Brånemark sem á sjötta áratugnum datt niður á þá staðreynd að heppilegt væri að græða títaníummálminn í kjálkabein í stað tannróta " segir Elín. Þegar gera á aðgerð af þessu tagi er byrjað á að taka sneiðmyndir af kjálkabeini væntanlegs tannþega. „Tannlæknirinn notar kerfi, sem nefnist „NobelGuide" til þess að staðsetja tannplantana á sem hag- stæðustum stað í kjálkanum. Ef sjúklingurinn hefur haft lausan góm eru líka teknar sneiðmyndir af hon- um og myndunum tveim rennt sam- an til að skoða afstöðu gervitanna miðað við undirliggjandi bein. Þá verður auðvelt að raða saman skrúfum miðað við afstöðu kjálka- beinsins. Þessi niðurröðun er gerð í tölvuforriti. Þá sendum við gögnin í tölvupósti til Svíþjóðar og fáum til baka skapa- lón eða mót af góm sjúklingsins og stýrihulsur, sem stýra nákvæmlega hvar skrúfurnar verða settar. Einn- ig fáum við grind sem passar ofan á skrúfurnar sem skrúfaðar hafa verið í beinið í samræmi við töuvútreikn- ingana. Áður en aðgerðin er fram- kvæmd liggur staðsetning, útlit tanna og stærð skrúfa nákvæmlega fyrir í smáatriðum. Að lokinni þess- ari undirbúningsvinnu hefst aðgerð- in sjálf. Hún á ekki að taka nema um klukkustund á hvorn góm og öryggi tannlæknisins er tryggt þannig að hann valdi sjúklingi ekki skaða þeg- ar staðsetja þarf tannplanta á við- kvæma staði, svo sem með því að rekast á taugar eða aðra mikilvæga líffærafræðilega staði. Ekki er nauðsynlegt að undir hverri tönn liggi tannplanti heldur má brúa bil með heilli brú. Í efri góm þarf sex til átta skrúfur og í neðri góm nægir að setja fimm svokallaða planta eða skrúfur." Mun minni aðgerðartími Að sögn Elínar er þessi aðferð ólíkt átakaminni, öruggari og fljót- virkari fyrir sjúklinginn en eldri að- ferðir við tannplantaígræðslu. Inn- gripið er minna og óþægindin, svo sem verkir og bólgur minni en í fyrri aðgerðum. En rétt er að taka fram og benda á að aðgerðir af sama toga og hér er lýst hafa verið gerðar um nokkurt skeið og standa fyllilega fyrir sínu. Munurinn liggur aðallega í því hvað aðgerðartíminn með hinni nýju aðferð er stuttur og því er dregið að mun úr álagi á sjúkling- inn. „Þessi meðferð er einfaldlega tal- in vera bylting fyrir tannlaust fólk og hefur litlar sem engar aukaverk- anir þegar allt er eðlilegt. Aðferðin gagnast fólki, sem vant- ar allt frá einni tönn upp í heilan góm. Athuga verður þó að ekki hafa allir góðar aðstæður í munni, það er mismunandi er hversu gott kjálka- beinið er og þarf að skoða það sér- staklega áður en aðgerðin er ákveð- in. Sumir þurfa að gangast undir beinaukandi aðgerðir áður og er mikilvægt að munnholið sé eins heil- brigt og mögulegt er áður en slík að- gerð er gerð. Ef einhverjar tennur eru eftir í munni þurfa þær að vera heilar með heilbrigðu tannholdi svo sýking berist ekki í beinið." Þó að meðferðin sé nokkuð kostnaðarsöm segir Elín að engum blöðum sé um það að fletta að hún bjóði þeim auk- in lífsgæði sem hafa misst tennur og eru með hefðbundnar falskar tenn- ur, sem kannski skrölta lausar. „Skröltandi falskar tennur eru ekki líklegar til að stuðla að vellíðan fólks en fólk ætti að ráðfæra sig við tan- lækni sinn ef það er að hugsa um að fá ígræddar tennur, segir Elín að lokum. Ígræddar tennur í tannlausa Morgunblaðið/Kristinn Sérfræðingurinn Elín Sigurgeirsdóttir undirbýr tannþegann undir aðgerð. Morgunblaðið/Kristinn Brúin Sex títanskrúfur eða tannplantar voru settir upp í efri góminn og tennur festar strax á. Morgunblaðið/Kristinn Skapalón Stýrishulsur stýra staðsetningu skrúfa í samræmi við tölvuútreikninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.