Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir ÍSLEN SKT TAL STURLAÐ STÓRVELDI NÝJASTA ÞREKVIRKIÐ FRÁ MEISTARA DAVID LYNCH. eeee „Marglaga listaverk... Laura Dern er mögnuð!“  K.H.H, FBL eeee „Knýjandi og áhrifaríkt verk!”  H.J., MBL eeee  L.I.B., TOPP5.IS GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND! Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER TVEIR HEIMAR EITT STRÍÐ LOKAORUSTAN ER HAFIN! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is Frábær gamanmynd um strák og stelpu og stelpu og strák! Með Samaire Armstrong úr O.C. og Kevin Zegers úr Dawn of the Dead Hann reynir að komast úr nærbuxunum hennar... ekki í þær! kevin zegres samaire armstong sharon osbourne Fracture kl. 8 - 10.10 B.i. 14 ára It’s a Boy Girl Thing kl. 6 Spider Man 3 kl. 6 - 9 B.i. 10 ára 25.000 MANNS Á AÐEINS 10 DÖGUM! Fracture kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára It’s a Boy Girl Thing kl. 3.45 - 5.50 - 8 -10.10 Spider Man 3 kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 10 ára Spider Man 3 LÚXUS kl. 5 - 8 - 10.50 Pathfinder kl. 8 - 10.15 B.i. 16 ára TMNT kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45 * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Painted Veil kl. 5.30 - 8 - 10.30 It’s a Boy Girl Thing kl. 5.50 - 8 - 10.10 Spider Man 3 kl. 6 - 9 B.i. 10 ára Inland Empier kl. 5.45 - 9 B.i. 16 ára FRUMSÝNING ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett Uppákomurnar þegar fjöldi fólks svarar kalli listamannsins Spencer Tunicks, flettir sig klæðum og hrúg- ast saman fyrir framan linsu hans, eru vinsælt myndefni fréttastofa. Fjölmiðlar heimsins birta myndir þar sem ber múgurinn stillir sér upp og gerir sem ljósmyndarinn býður. Því miður fylgja aldrei fréttunum myndir af verkunum sem Tunick skapar. Þau eru nefnilega áhuga- verðari en þessi yfirborðskennda umfjöllun um uppákomurnar. Framlag gallerís i8 til Listahátíð- ar er að þessu sinni sýning á ljós- myndum Spencer Tunicks. Ann- arsvegar nokkrar af þessum hópmyndum hans, stórar litmyndir, og hinsvegar fjórar minni myndir af einstaklingum, teknar að vetrarlagi á Akureyri. Hópmyndirnar eru frá Bretlandi, Portúgal, Spáni og Chile. Þær eru í raun skráning á gjörningi, en allar götur síðan á sjöunda áratugnum hefur slík framsetning á listrænum uppákomum lifað góðu lífi í ljós- myndum. Tunick lætur þátttak- endur fylla ákveðið rými í borg- arumhverfinu og ávalar línur líkamanna, og þess massa sem fjöld- inn myndar, rímar á áhugaverðan hátt við borgina í kring. Það er merkilegt að upplifa hversu laus þessi verk eru við kyn- ferðislega spennu. Þau gefa engar slíkar vísanir, eða fjalla um ólíka gerð kynjanna. Þvert á móti er öll áhersla á fjöldann og formin, á hið lífræna í samspili við steypu og gler. Þær hópmyndir sem hér eru sýndar eru misáhrifamiklar, ekki síst fyrir að sums staðar er eins og skorti á festu í leikstjórninni; að listamað- urinn komi óskum sínum ekki nógu ákveðið á framfæri við þátttak- endur. Sums staðar horfir einn og einn í linsuna þegar á að horfa ann- að, og aðrir eru svo mikið að vanda sig við að vera berir á réttan hátt að þeir stinga í stúf. Langsterkasta myndin er sú frá Chile, þar sem fólk- ið flæðir yfir torg, liggjandi í for- grunni og síðan rísa aðrir upp og þessi lífræna hrynjandi vinnur á áhrifaríkan hátt innan hópsins og út í byggingarnar umhverfis. Þá eru allir dökkhærðir nema ein kona með bleikt hár; Roland Barthes hefði sagt það vera „punktum“ verksins. Minni ljósmyndirnar, sem Tunick tók á Akureyri, eru hið óvænta og það besta á sýningunni. Um leið og listamaðurinn vinnur með einum eða tveimur fyrirsætum bætast þættir í verk hans, eins og húmor og betri stjórn á samspili fyrirsætu og um- hverfis. Og áhorfandinn fer líka að tengjast fólkinu á myndunum. Eink- um eru þrjár þessara mynda sterk- ar. Á einni stendur ung kona á grænni smábrú. Hún horfir fjar- rænum augum í linsuna, myndbygg- ingin hrein og klár. Hinar hafa álíka glettni í sér og þekkja má úr verkum finnanna Männikkö og Turunen. Á annarri stendur karlmaður á snævi þakinni götu, bakvið hann er Súlan EA 300 bundin við bryggju og þarna er rúta frá Hópferðamiðstöðinni. Við hlið mannsins, sem horfir einbeitur í linsuna er blátt umferðarskilti, með ör sem vísar niður og bendir beint á lim mannsins. Á hinni myndinni standa tveir ungir menn undir sjoppuvegg á Akureyri, einnig kvik- naktir í kuldanum. Svipur þeirra segir ekki mikið en við hlið þeirra er mynd af tveimur stórum ísum í brauðformi og fyrir ofan þá auglýs- ing um SS-pylsur; hvorttveggja eins og komment á mennina. Um leið og áhorfandinn fer nær fólkinu, eins og í þessum myndum, öðlast þær frek- ari vídd og eru áhugaverðari sem sjálfstæð krefjandi verk en skrá- setning á hópuppstillingum nakta fólksins. Berir á réttan hátt Morgunblaðið/G.Rúnar Sérstakur Spencer Tunick við eina mynda sinna sem sýndar eru í i8 MYNDLIST i8 Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 11-17, laugardaga 13-17. sýningu lýkur 23. júní. Spencer Tunick Einar Falur Ingólfsson  Ghostigital og Finnbogi Pétursson endurflytja í dag á Rondó 87.7 og Rás 1 hljóð- og umhverfisverkið Radíum sem frumflutt var við opnun Listahá- tíðar. Boðið er til stórskemmtilegs útvarpssamsætis á Austurvelli frá klukkan 16 til 18 en þar verður komið fyrir hljóðkerfi frá Exton og munu rásir Rondós og Rásar 1 renna saman í fjórhljómi milli klukkan 16 og 17. Spáð er hlýju og björtu veðri á morgun og allir hvattir til að mæta. Útvarpsgjörningur á Austurvelli  Hljómsveitin Leaves heldur tón- leika í Stúdentakjallaranum í kvöld. Sveitin vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sinni sem koma mun út innan skamms. Hljómsveitin mun halda tónleika víðs vegar um Ísland á næstunni, en leikur svo á tónleikum í Litháen í ágúst. Auk Leaves mun hljómsveitin Ég koma fram á tónleikunum, en lítið hefur borið á þeim félögum að und- anförnu. Húsið verður opnað kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. Leaves leikur í Kjallaranum  Flex Music stendur fyrir klúbba- kvöldi á NASA í kvöld, en þar koma fram Dubfire úr Deep Dish ásamt Ghozt og Brunhein úr klúbbaþætt- inum Flex á Xinu 977, auk Danna Bigroom. Þeir félagar í Deep Dish hafa nokkrum sinnum verið til- nefndir til Grammy verðlauna og nældu sér í ein slík fyrir endur- hljóðblöndun á laginu „Thank You“ með Dido árið 2002. Forsala á klúbbakvöldið fer fram í 12 Tónum og miðaverð er 2.000 krónur, en 3.000 við hurð. Húsið verður opnað á miðnætti. Deep Dish á klúbbakvöldi  Í tengslum við tónleika þýsku tónlistarútgáfunnar Morr Music sem verða í Iðnó 5. júní verður gef- inn út sérstakur geisladiskur í 200 eintökum hér á landi. Á disknum verða lög með öllum þeim flytj- endum sem koma fram á tónleik- unum. Benni Hemm Hemm á þar tvö lög sem og hljómsveitirnar The Go Find og Tarwater. Þá á nýjasti meðlimur Morr-fjölskyldunnar, hinn íslenski Seabear einnig tvö lög á plötunni Forsala á tónleikana í Iðnó er hafin í verslun 12 Tóna við Skólu- vörðustíg og kostar miðinn þar 1.700 kr. en mun kosta 2.000 kr. á tónleikastað. Morr tónlistin gef- in út hér á landi  Háskólinn á Bifröst kynnir á föstudaginn meistaranám sem í boði er á næsta skólaári. Kynningin fer fram á Hótel Reykjavík Centr- um, Aðalstræti 16 og hefst kl. 12:30. Helstu línur meistaranámsins eru meistaranám í International Bank- ing and Finance og meistaranám í International Business í við- skiptadeild; meistaranám í skatta- rétti í lagadeild og meistaranám í menningarstjórnun annarsvegar og Evrópufræðum hins vegar. Meistaranám á Bifröst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.