Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 44
„Þessi ljósmynd er eins og málverk eftir Louisu,“ sagði ein röddin; „… listaverk!“ sagði önn- ur …49 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG sit hér sveittur við að klára sin- fóníu upp úr Ávaxtakörfunni sem verður flutt 2. júní,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður, sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Um er að ræða hljómsveitarsvítu upp úr söngleiknum Ávaxtakörfunni sem hann samdi ásamt Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Sinfón- íuhljómsveit Íslands mun flytja verkið en söngvarar eru þau Örn Árnason, Andrea Gylfadóttir, Selma Björnsdóttir, Valgerður Guðnadótt- ir og Jón Jósep Snæbjörnsson. Að- spurður segir Þorvaldur að verkið verði einnig tekið upp og því séu töluverðar líkur á að það verði gefið út áður en langt um líður. „Æfingar eru að fara að hefjast þannig að það er eins gott að síðustu nóturnar fari að detta út úr prentaranum,“ segir hann í léttum dúr. Söngleikur um spýtustrák Þorvaldur fær ekki mikið frí þeg- ar sinfónían er tilbúin því þá byrjar hann að semja tónlist af allt öðrum toga. „Ég að fara að semja lög og tónlist við söngleikinn Gosa fyrir Borg- arleikhúsið,“ segir hann, en um er að ræða söngleik eftir þekktri sögu Ítalans Carlo Collodi um spýt- ustrákinn neflanga. Verkið verður sett upp í Borgarleikhúsinu næsta haust. Eins og margir eflaust vita er Þorvaldur meðlimur í hljómsveitinni Todmobile. Þá starfar hann sem upptökustjóri, en þessa dagana er hann að leggja lokahönd á hljóð- blöndun fyrstu plötu Jógvans X- Factor stjörnu, en platan kemur út eftir um það bil tvær vikur. Sinfónía úr Ávaxtakörfunni Morgunblaðið/Þorkell Upptekinn Þorvaldur Bjarni hefur nóg að gera þessa dagana. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur sinfóníu og tónlist við söngleik og leggur lokahönd á fyrstu plötu Jógvans  Siv Friðleifs- dóttir er einn duglegasti bloggari þing- heims og skrá- setur svo að segja allt sem á hennar daga drífur sem heilbrigð- isráðherra, móðir, eiginkona og Snigill. Steingrímur Sævarr of- urbloggari og ritstjóri Íslands í dag er einn þeirra sem fylgjast vel með bloggi Sivjar og vekur hann athygli á nokkuð skemmtilegri mynd sem finna má á heimasíðu ráðherrans, en þar tekur ráðherrann sann- kallað gleðistökk í skemmti- myndbandi hjarta- og lungnadeild- ar LSH sem tekið var upp fyrir nokkru. Sjón er sögu ríkari eins og svo oft áður. www.siv.is Siv tekur gleðistökk í skemmtimyndbandi  Hafdís Huld Þrastardóttir tón- listarmaður frumflutti ásamt hljómsveit sinni nokkur sunnu- dagaskólalög í fjölmennri fjöl- skylduguðsþjónustu hjá Íslenska söfnuðinum í Lundúnum hinn 13. maí sl. Áætlað er að gefa lögin út á geisladiski í haust. Hafdís Huld hefur verið starfs- maður sunnudagaskóla safnaðarins í nokkur ár og fannst kominn tími til að auka fjölbreytni sunnudaga- skólatónlistarinnar og samdi því ný lög ásamt Alisdair Wright. Íslenski kórinn í Lundúnum söng svo nokk- ur laganna undir stjórn Þóru Hall- grímsdóttur ásamt Hafdísi og hljómsveit. Á myndinni má sjá Hafdísi Huld, Sigurð Arnarson prest íslenska sendiráðsins í Lundúnum og með- limi hljómsveitar Hafdísar. Hafdís Huld semur sunnudagaskólalög Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞESSI sýning inniheldur málverk sem eru gerð útfrá lágmenningarflökkusögum sem heyrast oftast á kaffihúsum þar sem hópar af ungu fólki koma saman og tala þá um kynlíf, eiturlyf og vandræðaleg samskipti,“ segir listamaðurinn Frosti Gnarr um viðfangsefni verka sem hann sýnir nú í Gallery Gel á Hverfisgötu. Sýningin kallast Profusely Obscure: Stories from boredom og er aðalverkið bók eftir Frosta sem málverkin ýta undir skilning á. „Bókin er unnin ofan í gamla bók, því hugs- unin er líka að taka eitthvað gamalt og nýta það upp á nýtt. Ég teiknaði ofan í texta bókarinnar og lét fjölfalda fimmtíu eintök af henni sem eru til sölu í Gel. Málverkin sem ég sýni eru síðan svolítið barnaleg abstrakt málverk og inni í hverju verki eru stuttar setningar eða orð sem gefa innihaldið í skyn.“ Frekar ósiðlegt en fallegt Frosti segist löngum hafa haft áhuga á flökku- sögum. „Það er mjög séríslenskt að þurfa alltaf að vera að segja þessar mögnuðu sögur af fólki. Sögurnar snúast um lágmenningarheiminn sem þykir mjög spennandi á Íslandi, eins og má sjá í hérlendum bíómyndum og flökkusögum. Eins og sönnum Íslendingi finnst mér svo sjálfum skemmtilegra að vinna með eitthvað ósiðlegt heldur en fallegt.“ Frosti var að ljúka fyrsta ári í grafískri hönn- um við Listaháskóla Íslands og er þetta hans fyrsta einkasýning. „Ég hef alltaf haft áhuga á hönnun og listum yfirhöfuð og áður en ég byrj- aði í náminu var ég búin að gera heilmikið því tengt.“ Spurður hvort hann ætli að helga sig listinni eða grafískri hönnun segir Frosti það auðvitað fara vel saman en hann hafi meiri áhuga á mynd- listinni. „Í Bandaríkjunum er hægt að fara í nám í grafískri myndlist og ég gæti trúað að ég end- aði á að fara þangað,“ segir þessi ungi og efni- legi myndlistarmaður að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Subbuskapur Frosti Örn Gnarr Gunnarsson sýnir verk sín í Gallery Gel. Þörf Íslendinga fyrir að segja lágmenningarsögur er honum hugleikin. Lágmenningarflökkusögur Frosti Örn Gnarr Gunnarsson heldur sína fyrstu einkasýningu í Gallery Gel og fjallar um áhuga Íslendinga á lágmenningarsögum í verkum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.