Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 18

Morgunblaðið - 16.05.2007, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LÖGREGLAN í Portúgal hefur yfirheyrt breskan mann vegna barnshvarfsins í Algarve 3. maí sl. og hefur hann stöðu grunaðs manns, að því er fram kom á vef- síðu BBC í gær. Maðurinn á sumar- leyfisheimili í nágrenni staðarins, þar sem hin fjögurra ára gamla Madeleine McCann hvarf, ásamt breskri móður sinni. Maðurinn heit- ir Robert Murat og er sagður á fer- tugsaldri. Hann fæddist í Bretlandi en ólst upp í Portúgal. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur vegna skorts á sönnunum, að sögn lög- reglunnar. Leitað hefur verið í sumarhúsi hans og tveir aðrir verið yfirheyrðir vegna málsins. Murat, sem nú hefur stöðu grunaðs manns, hafði orðið á vegi blaðamanna sl. daga en hann hafði sagt þeim að hann hefði verið að aðstoða lög- regluna við rannsóknina. Hann mun hafa sagst hafa sinnt túlka- starfi fyrir lögregluna. Það var blaðamaður Sunday Mirror, Lori Campbell, sem benti lögreglunni á manninn. Lögreglan mun hafa tekið tölvur með sér úr sumarhúsi Murats og þurrkað upp sundlaug sem er á landareigninni. Talið er fullvíst að Madeleine McCann hafi verið rænt. Fram hef- ur komið að foreldrar hennar hafi setið að snæðingi á veitingastað í um fimmtíu metra fjarlægð frá íbúðinni er stúlkan hvarf og skipst á um að fara í íbúðina til að gæta að börnunum. Reuters Bíða frétta Gerry og Kate McCann, foreldar Madeleine en hún var numin á brott úr hótelherbergi þar sem hún var sofandi ásamt systkinum sínum. Hefur stöðu grunaðs manns Moskvu. AP. | Stjórnvöld í Moskvu og Washington hafa orðið sammála um að reyna að laga samskiptin sín í millum en fyrsta skrefið í þá átt felur í sér að menn tóna niður yfir- lýsingar sínar, sem orðið hafa æ af- dráttarlausari sl. misseri. Þetta samkomulag náðist á fundi sem Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, átti með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í gær en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að m.a. hefðu þau orðið ásátt um að leita að lausn á Kosovo-deilunni sem væri viðunandi fyrir báða aðila. Bandaríkjastjórn vill að Kosovo fái sjálfstæði frá Serbíu en Rússar hafa hótað að beita neit- unarvaldi í öryggisráði SÞ gegn ályktun sem hefði þetta í för með sér. Spenna hefur einnig magnast vegna áforma Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi yf- ir Evrópu. Ennfremur þykir ráða- mönnum í Washington sem Pútín hafi sýnt einræðistilburði síðustu misserin. Reuters Sáttafundur Condoleezza Rice fundaði með Vladímír Pútín. Tóna niður yfir- lýsingar sínar JACQUES Chirac kvaddi þjóð sína í tilfinningaþrungnu sjónvarpsávarpi í gærkvöldi eftir að hafa gegnt embætti forseta Frakklands í tólf ár. Hann hvatti frönsku þjóðina til „einingar og samheldni“ undir stjórn Nicolas Sar- kozy, nýkjörins forseta. Sarkozy tekur við forsetaembættinu við athöfn í for- setahöllinni klukkan níu fyrir hádegi í dag. Fyrsta verk- efni nýja forsetans verður að tendra á ný eld við gröf óþekkta hermannsins undir Sigurboganum eins og venja er við forsetaskipti og leggja blómsveig að leiði Charles de Gaulle, hershöfðingja og forseta Frakklands 1959-69. Sarkozy fer síðan til Berlínar og ræðir þar við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Framtíð Evrópusambandsins verður efst á baugi á fundinum. Gert er ráð fyrir því að Sarkozy skipi kosningastjóra sinn, Francois Fill- on, í embætti forsætisráðherra á morgun. Sarkozy tekur við völdunum Jacques Chirac kveður. FULLYRT er að 60 vígamenn úr röðum talíbana hafi fallið í loft- árásum NATO í Kandahar í S- Afganistan í fyrrinótt. Þrír áhrifa- miklir talíbanar voru sagðir meðal fallinna. 60 talíbanar féllu AÐ MINNSTA kosti 25 biðu bana þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp á Marhaba-hótelinu í Pes- hawar í Pakistan í gær en borgin er nálægt landamærunum að Afg- anistan. Vaxandi spenna er í Pak- istan. 25 féllu í Pakistan ROTTUFARALDUR er nú í Altay í Xinjiang-héraði í vesturhluta Kína og kenna menn loftslagshlýnuninni um. Meðaltalshiti var 2-4 gráðum meiri í vetur en venjulega en það þykir skýra stækkun rottustofns- ins. Hlýnun kennt um DANSKA lögreglan handtók á sjötta tug manna eftir að til upp- þota kom í Kristjaníu í fyrradag í kjölfar þess að „Vindlakassinn“, þekkt hús í fríríkinu, var jafnaður við jörðu. Sextíu handteknir Kristjanía Kveikt var í bílum í fyrrinótt. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FRAMTÍÐ Pauls D. Wolfowitz sem forstjóra Alþjóðabankans hangir á bláþræði eftir að rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið siðareglur bankans með því að hækka laun ástkonu sinnar, sem var starfsmaður bankans. Wolfowitz kom fyrir 24 manna framkvæmdastjórn Alþjóðabankans í gærkvöldi og gert er ráð fyrir því að hún taki brátt afstöðu til þess hvort hann geti gegnt embættinu áfram. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta áréttaði í gær stuðning forsetans við Wolfowitz. Evrópuríki og fleiri aðildarlönd bankans hafa á hinn bóginn beitt sér fyrir því að Wolfowitz láti af störfum. Fyrir fundinn í gærkvöldi var birt skýrsla nefndar sem bankinn skipaði til að rannsaka málið. Niðurstaða hennar var að Wolfowitz hefði brotið ráðningarsamning sinn, siðareglur bankans og ýmsar reglur hans um starfsmannamál. Nefndin sagði að málið hefði valdið bankanum og for- stjóra hans álitshnekki og hvatti framkvæmdastjórnina til að meta hvort Wolfowitz væri „fær um veita bankanum þá forystu sem hann þarf“. Nefndin gagnrýndi einnig Wolfo- witz fyrir „vafasama dómgreind“ og sagði hann hafa sett „eigin hagsmuni ofar hagsmunum bankans“. „Ekki brottrekstrarsök“ Talsmaður Bush Bandaríkjafor- seta viðurkenndi að Wolfowitz hefðu orðið á mistök en brot hans væru „ekki brottrekstrarsök“. Framkvæmdastjórnin hefur rætt ýmsa kosti í stöðunni. Hún getur vik- ið Wolfowitz frá, beðið hann að segja af sér, lýst yfir vantrausti á hann eða ávítt hann. Margir stjórnarmenn telja að best væri að lýsa yfir van- trausti á Wolfowitz eða gefa út svo harðorða yfirlýsingu að það yrði erf- itt fyrir hann – ef ekki ómögulegt – að halda áfram hjá bankanum. Paul Wolfowitz var aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna og gegndi mikilvægu hlutverki í því að undirbúa innrásina í Írak áður en hann var skipaður forstjóri Alþjóða- bankans fyrir tveimur árum. Wolfowitz hefur lýst sér sem fórn- arlambi rógsherferðar og embættis- menn í Washington hafa tekið undir það. Þeir saka Evrópuríkin um að nota mál ástkonu Wolfowitz sem tylliástæðu til að ná sér niðri á hon- um vegna þáttar hans í Íraksstríð- inu. Sem forstjóri Alþjóðabankans hef- ur Wolfowitz lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að uppræta spillingu og frændhygli í Afríku. Þeir sem gagnrýna hann segja að það væri til marks um tvískinnung ef hann héldi þeirri baráttu áfram eftir að hafa verið staðinn að því að hygla ástkonu sinni. Dregur til úrslita í deilunni um Wolfowitz Forstjóri Alþjóðabankans gagnrýndur harkalega í skýrslu AP Úrslitafundur Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, á leið til fundar við framkvæmdastjórn bankans í Washington í gær. Í HNOTSKURN »Bandaríkjamenn hafa allt-af valið forstjóra Alþjóða- bankans í krafti þess að stærstu fjárframlögin til bank- ans koma frá þeim. » Bandaríkjamenn hafa16,4% atkvæðanna í stjórn bankans og er það hlutfall í samræmi við fjárframlög þeirra. Þeir hafa í raun neit- unarvald í sumum málum vegna þess að stundum þarf 85% atkvæðanna til að sam- þykkja breytingar. ÍSBJÖRNINN Yogli baðar sig í nýjum heimkynnum sínum í dýragarðinum í München í Þýskalandi, á meðan smáfólkið horfir hugfangið á. Yogli var nýverið fluttur til München frá dýragarði á Ítalíu. Reuters Brá sér í bað í nýjum heimkynnum BANDARÍKJAMENN eiga langt í land með að uppfylla loforð sem ráða- menn í Washington gáfu í fyrrahaust en þá var því heitið að 7.000 íraskir flóttamenn myndu fá hæli í Banda- ríkjunum á þessu ári. Fram kom í The Washington Post að tölur utan- ríkisráðuneytisins sýndu að í apríl var aðeins einum Íraka boðið hæli og heildartalan frá 1. október er 69. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að tvær milljónir Íraka hafi flúið land sitt vegna varg- aldarinnar sem þar geisar. Annar eins fjöldi er sagður á vergangi innan Íraks. Hvaða reglum er fylgt? Bandaríkjamenn réðust inn í Írak í mars 2003 en þar til í fyrra höfðu þeir aðeins boðið 466 Írökum hæli sem flóttamönnum. Vaxandi þrýstingur var á að þeir gerðu meira. Sameinuðu þjóðirnar munu hafa lagt fram til utanríkisráðuneytisins bandaríska lista með nöfnum 3.000 Íraka, sem mælt er með að Bandarík- in bjóði hæli, en listinn hefur ekki hlotið afgreiðslu þar og heimavarn- arráðuneytið hefur ekki ákveðið eftir hvaða reglum skuli farið þegar ákveðið er hverjir fá hæli. „Það eru skiljanlega ýmis öryggis- sjónarmið, eðlilegar áhyggjur,“ er haft eftir Kenneth Bacon, forseta samtakanna Refugees International, „en á endanum verða menn að ákveða hvernig þeir ætli að gera þetta.“ Tóku einn Íraka í apríl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.