Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 27
koma syni og m stað- mín Þegar Helgi var spurður hvað honum fyndist athyglisverðast á Heimaey eftir svo mörg ár en hann hafði meðal annars farið á Stór- höfða, skoðað Landakirkju og hraunið og Pompei norðursins þeg- ar hann átti viðkomu í Stafkirkj- unni og Landlyst á Skansinum. „Mér fannst athyglisvert að sjá hvað hefur gerst í gosinu og af- skaplega gaman heyra í tónlist- armönnunum í Stafkirkjunni hér á Skansinum þar sem Spilmenn Rik- ínis fluttu valin sönglög úr íslensk- um handritaarfi frá dögum Tyrkja- ránsins. Það er afskaplega skemmtilegt að koma hingað og ég hef oft verið spurður þegar ég hef haft viðkomu á Íslandi, stundum ekki nema tvo daga, hvort ég ætl- aði ekki að koma til Eyja. Loksins kom tækifærið en það þurfti for- seta til að reka á eftir mér en það hefur verið afskaplega gaman að koma í hans fylgd til Eyja,“ sagði Helgi. sínar í Vestmannaeyjum í gær sjá í gosinu“ Morgunblaðið/Golli undir hraun og nú er verið að grafa upp. Verkefnið kallast Pompei norðursins. Skírnarskálin Séra Kristján Björnsson sagði frá sögu kirkjunnar. Fremst á myndinni er skírnarskálin sem Helgi var skíður upp úr. s sem aránsins. synir ær. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 27 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Orðustig Hinnar íslenskufálkaorðu eru fimm tals-ins. Fyrsta stig orðunnarer riddarakrossinn og eru flestir orðuþegar sæmdir hon- um. Annað stig er stórriddarakross, þriðja stig stórriddarakross með stjörnu og fjórða stig er stórkross, sem er það stig orðunnar sem Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins, var sæmdur í fyrradag. Æðsta stig fálkaorðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Í forsetabréfi um starfsháttu orðunefndar kemur fram að sé er- lendum þjóðhöfðingjum eða forsæt- isráðherrum veitt fálkaorðan skuli þeir jafnan hljóta fjórða stig henn- ar, stórkrossinn. Meðal þeirra sem fengið hafa stórkrossinn eru ein- staklingar sem gegnt hafa æðstu embættum lýðveldisins, t.d. emb- ætti forseta, forsætisráðherra og biskups. Fáir aðrir en embættismenn Fáir einstaklingar, aðrir en er- lendir þjóðhöfðingjar og hátt settir embættismenn eða þeir sem gegnt hafa æðstu embættum ríkis og kirkju, hafa verið sæmdir stór- krossi. Halldór Laxness rithöf- undur var sæmdur stórkrossi fyrir nær hálfri öld, hinn 8. júní 1957. Fleiri áberandi einstaklingum í lista- og menningarlífi þjóðarinnar hefur einnig verið sýndur sami heiður. Raunar gegndu sumir þeirra jafnframt háum opinberum embættum um skamman eða lang- an tíma. Meðal slíkra stórkrossridd- ara má t.d. nefna æskulýðsfröm- uðinn Friðrik Friðriksson sem sæmdur var stórkrossi 1948, Alex- ander Jóhannesson háskólarektor sem fékk stórkross 1955, Sigurð Nordal prófessor og sendiherra sem fékk stórkross 1961, Gunnar Gunnarsson rithöfund sem fékk stórkross 1964, Pál Ísólfsson tón- skáld sem fékk stórkross 1969 og Tómas Guðmundsson skáld sem sæmdur var stórkrossi 1983. Kristján X. stofnaði orðuna Hin íslenska fálkaorða var stofn- uð með konungsbréfi 3. júlí 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland, að því er fram kemur á vef embættis forseta Íslands (www.for- seti.is). Í konungsbréfinu segir m.a.: „Oss hefur þótt rétt, til þess að geta veitt þeim mönnum og konum, innlendum og útlendum, sem skar- að hafa fram úr öðrum í því að efla heiður og hag fósturjarðarinnar að einhverju leyti, opinbera við- urkenningu, að stofna íslenska orðu, sem Vér viljum að sé nefnd „Íslenski fálkinn.““ Var konungur Íslands fyrsti stórmeistari fálkaorð- unnar. Í konungsbréfinu voru einnig reglur um fálkaorðuna en frumdrög þeirra hafði Jón Hjaltalín Svein- björnsson konungsritari samið og Jón Magnússon forsætisráðherra einnig lagt sitt af mörkum. Regl- urnar byggðust að mestu á dönsk- um og norskum fyrirmyndum. Þó voru í þeim veigamikil nýmæli. Hin íslenska fálkaorða var t.d. frábrugð- in dönsku Dannebrogsorðunni í því að fálkaorðuna mátti veita konum. Forseti stórmeistari orðunnar Hlé varð á veitingum fálkaorð- unnar við hernám Danmerkur 9. apríl 1940. Var litið svo á að orðu- veitingavaldið hefði flust til forsæt- isráðuneytis Íslands sem handhafa konungsvalds með ályktun Alþingis 10. apríl sama ár. Ríkisstjóri Ís- lands gaf út bréf 17. janúar 1942 um breytingu á konungsbréfinu frá 1921 um fálkaorðuna. Í því sagði m.a. að ríkisstjóri færi með orð- uveitingavaldið. Sama dag fóru fram fyrstu orðuveitingarnar sam- kvæmt þessum nýju reglum. Við lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 varð forseti Íslands stórmeistari fálkaorðunnar. Samkvæmt viðtekinni hefð sæm- ir forseti Íslands íslenska ríkisborg- ara fálkaorðunni tvisvar á ári, á ný- ársdag og á þjóðhátíðardaginn. Að jafnaði eru orðuþegar rúmlega tug- ur talsins hverju sinni. Auk þess sæmir forsetinn nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðunni á hverju ári. Á heimasíðu forsetaembætt- isins kemur fram að sérstakar regl- ur gildi milli Íslands og nokkurra Evrópuríkja um gagnkvæmar orðu- veitingar í sambandi við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Þess háttar samkomulag um orðuveit- ingar er m.a. við Norðurlöndin, Þýskaland, Frakkland, Bretland og Ítalíu. Eðli málsins samkvæmt fjölgar því talsvert orðuveitingum til erlendra ríkisborgara við op- inberar heimsóknir. Ljósmynd/Guðný Halldórsdóttir Stórkrossriddari Auður Laxness aðstoðar mann sinn, Halldór Laxness, við að búa sig fyrir konungsveislu kringum árið 1980. Stórkrossriddarar bera krossinn á hægri mjöðm og er hann festur við fánalitan borða. Stórkross fálkaorð- unnar sjaldan veittur Í HNOTSKURN »Hvítur íslenskur fálki ábláum grunni var skjald- armerki Íslands, samkvæmt konungsúrskurði frá 1903. »Fálkinn var í skjald-armerki Íslands frá 1903 til 1919. »Árið 1920 var gefinn útúrskurður um sérstakan konungsfána og var í honum íslenskur fálki. Kristján X. notaði slíkan fána við kon- ungskomuna 1921. Stjarna stórkrossriddara fálkaorð- unnar ásamt rósettu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.