Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUNNUDAGINN 29. október sl. kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum niðjatal Laugardalsættar, afkom- enda Katrínar Eyjólfsdóttur og Þorleifs Guðmundssonar frá Böð- móðsstöðum í Laugardal, Árn. sem Sigurður Kristinn Hermundarson tók saman. Niðjatalið er í tveimur bindum með yfir tíu þúsund nöfnum afkomenda og yfir þrjú þúsund myndir prýða bæk- urnar en niðjatalið er rúmlega þúsund blað- síður. Einungis eru prentuð ellefu hundruð eintök og er talið nær útilokað að bækurnar verði endurprentaðar. Kostir niðjatals fel- ast í varðveislu upplýs- inga og mynda ásamt því að votta gengnum ættingjum virðingu og láta í ljós þakklæti eins og segir í inn- gangi að niðjatalinu en Sigurður Kristinn Hermundarson og stjórn Laugardalsættar standa að nokkr- um inngangsorðum í verkinu. Þar kemur fram að fjölmennasti afkom- endahópur Katrínar og Þorleifs hafi verið niðjar Eyjólfs Þorleifssonar bónda á Snorrastöðum í Laugardal en á sínum tíma stóð til að gefa út Snorrastaðaætt, niðjatal þeirra hjóna en úr því varð ekki. Það verk var unnið á vegum fyrirtækisins Mál og Myndir. Fyrirtækið Geneologia Isl- andorum hóf vinnu við niðjatal Laugardalsættar árið 1999 og voru góðar horfur um að útgáfa niðjatals Laugdælinga kæmi út árið 2001, en fyrirtækið hætti störfum vegna gjaldþrots áður en verkinu lauk. Fjöldi mynda sem höfðu verið lán- aðar til útgáfunnar hvarf á dul- arfullan hætti og skilaði sér ekki aftur. Í núverandi útgáfu niðjatals- ins safnaðist mikið af myndum á rafrænan hátt í gegnum heimasíðu niðjatalsins og var þannig staðið að söfnun mynda að fólk lánaði ekki myndir heldur sendi þær rafrænt eða á disk þar sem myndin hafði verið vistuð rafrænt. Þetta reyndist vel og yfir þrjú þúsund myndir, sumar fágætar, söfnuðust í niðjatal- ið. Núverandi útgáfa frá Bókaútgáf- unni Hólum og Sigurði Kristni Her- mundarsyni er því byggð á mörgum smærri og stærri ættartölum, verk- um sem til voru hingað og þangað auk þess sem Sigurður Kristinn tók saman í vinnslu núverandi útgáfu. Alls hefur þessi vinnsla verið í gangi um eða yfir tíu ár frá því að fyrst var byrjað á að taka þetta saman og þar til niðjatalið er gefið út núna. Í formála eru margar for- vitnilegar setningar svo sem að rót- grónar embættismannafjölskyldur komi lítið við sögu fyrstu kynslóða Laugdælinga og hafi helsta vanda- málið verið há jarðarfarargjöld bænda til kirkju og konungs auk þess sem mikil ómegð hafi verið í sveitinni. Litlir peningar hafi því verið til að senda ungt fólk til mennta sem hefði opnað leið að embætti eða brauði. Eftir að sala kirkju- og konungsjarða hófst bötn- uðu efnin og talið er að fáar ættir geti státað af jafn mörgum konum og körlum sem hafi lokið lang- skólanámi og lagt fyrir sig vísinda- rannsóknir með eftirtektarverðum árangri. Óvenjuhátt hlutfall af Laugdæl- ingum fluttist vestur um haf svo sem fjöl- skyldur hjónanna Guð- rúnar Eyjólfsdóttur frá Snorrastöðum og Tómasar Ingimund- arsonar en einnig Jór- unnar Magnúsdóttur frá Miðdal og Hinriks Gíslasonar sem af eru komnar fjölmennar ættkvíslir sem í fyrsta skipti er gerð grein fyrir í hinu nýja niðja- tali. Í skráðum heimildum er þess get- ið að Árnesingar hafi verið hrein- skiptið fólk, húsbóndahollt, umtals- gott um náungann, hjálpfúst og síðast en ekki síst að Árnesingar hafi verið kátari en Snæfellingar og að kátína hafi komið meira frá hjartanu. Þetta mun vera haft eftir ævisögu séra Árna Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson tók sam- an. Afi minn og amma, Sigurður Sig- urðsson og Jórunn Ásmundsdóttir, bjuggu í Efsta Dal í Laugardal frá 1914 til 1939. Sigurður lést árið 1946 þegar ég var eins árs þannig að ég náði ekki að kynnast honum en Jórunn amma, sem var talin ein mesta hannyrðakona í Árnessýslu á yngri árum, bjó á okkar heimili í Reykjavík í um tuttugu ár. Óhætt er að fullyrða að það var ómetanlegt fyrir okkur, sem þá vorum að alast upp, að fá að njóta samvista við Jór- unni en einnig voru tíðar ferðir í Laugardalinn þegar ég var að alast upp. Tengslin við Laugardalinn voru því alltaf mikil og mál og mál- efni liðins tíma bar oft á góma. Í grein eftir Böðvar Magnússon frá Laugarvatni sem hann ritaði í Bóndann, 10. mars 1944, þegar afi minn var 65 ára, rakti hann nokkuð líf hjónanna í Efsta Dal og segir meðal annars: Einn dag síðastliðið vor var ég staddur í Efsta-Dal. Sá ég þá vinnubrögð bræðranna (syni Sigurðar og Jórunnar). Byrjuðu þeir daginn kl. 6 með því að smala hina víðáttumiklu fjallhaga, reka að, marka og rýja það sem órúið var af 400–500 fjár. Stóð sú vinna yfir til kl. 2 eftir miðnætti. En þegar ég kom á fætur kl. að ganga 6 um morguninn var einn þeirra að smíða í smiðju en tveir að setja í stand 2 eða 3 bíla sem þeir ætluðu þennan dag að flytja sambýlismann sinn og mun sá flutningur hafa staðið yfir mestallan sólarhringinn, lögð nótt við dag. Áveitur og flóðgarðar Sig- urðar í Efsta Dal voru svo stórar og viðamiklar að víða fór orð af afköst- um og einstökum dugnaði hans. Böðvar lauk greininni með orð- unum: Það vantar meira af þessu fólki sem lætur verkin tala en minna af flottræflum. Blessuð sé minning þessa fólks. Laugardalsætt Sigurður Sigurðsson segir frá nýútkomnu niðjatali Laug- ardalsættar »Kostir niðjatals fel-ast í varðveislu upp- lýsinga og mynda ásamt því að votta gengnum ættingjum virðingu og láta í ljós þakklæti… Sigurður Sigurðsson Höfundur er verkfræðingur. Hjónin í Efsta Dal ásamt börnum. „OKKUR er refsað fyrir þá hluti sem sjálfstæðismenn voru verðlaunaðir fyr- ir“. Svo var haft eftir Jóni Sigurðssyni, for- manni Framsókn- arflokksins, á forsíðu Morgunblaðsins, 14. maí síðastliðinn. Með þessari yfirlýsingu er Jón að gera Fram- sóknarflokkinn að fórnarlambi og um leið réttlætir hann fyrir sér og sínum áframhaldandi stjórn- arsamstarf við Sjálf- stæðisflokkinn á þeim forsendum að „refs- ingin“ sé óréttlát. Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur auð- valdsins og er fyllilega eðlilegt og sjálfsagt að auðvaldsinnar verð- launi flokkinn fyrir gott starf í þeirra þágu undanfarin ár. Framsóknarflokk- urinn var ekki auð- valdsflokkur en eftir langt stjórnarsamstarf við Sjálf- stæðisflokkinn hefur hann horfið í þá áttina. Er því fyllilega eðlilegt og sjálfsagt að fylgjendur flokksins refsi honum fyrir að stíga þetta langt út af sporinu. Þegar þetta er ritað eru rík- isstjórnarflokkarnir í viðræðum um framtíð ríkisstjórn- arinnar með minnsta mögulega meirihluta. Auðvitað vill Sjálfstæð- isflokkurinn áframhald- andi samstarf við stjórnmálaflokk sem honum hefur tekist að snúa til síns vegar. En fimm hæða fall Fram- sóknarflokksins í nýaf- stöðnum kosningum eru skýr skilaboð frá íslensku þjóðinni. Hún er ekki ánægð með störf Framsókn- arflokksins í síðustu stjórnartíð hans. Þess vegna skora ég á Jón og félaga hans að lúta þeim skilaboðum og sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar og láta aðra um að stýra landinu næstu fjögur árin sem þá geta, í það minnsta, veitt auðvaldinu það aðhald sem Framsókn- arflokkurinn gerði ekki. Áskorun til Fram- sóknarflokksins Jón B. K. Ransu segir Fram- sóknarflokkinn hafa fengið skýr skilaboð í kosningunum Jón B. K. Ransu » Þess vegnaskora ég á Jón og félaga hans að lúta þeim skila- boðum og sjá sóma sinn í því að stíga til hlið- ar … Höfundur er myndlistarmaður og gagnrýnandi. FRÁ því Tryggingastofnun hóf göngu sína hefur hún ávallt átt í ýmis konar samstarfi við syst- urstofnanir á Norðurlöndum og í Evrópu. Á undanförnum árum hafa norrænar þjóðir og margar Evr- ópuþjóðir lagt aukna áherslu á eft- irlit með bóta- og tryggingasvikum. Með slíkum svikum er sérstaklega átt við fölsun bóta- réttinda og auðg- unarbrot starfsmanna í heilbrigðisgeiranum sem er sívaxandi vandamál í heiminum. Svik sem þessi geta grafið undan trausti almennings á því að skattfé hans sé vel varið og skapað þá hættu að lífeyrisþegar og öryrkjar sem virki- lega eru aðstoðar þurfi mæti tortryggni hjá afgreiðslustofn- unum: Að svikin bitni á þeim sem síst skyldi. Nú síðla maí verður í fyrsta sinn á Íslandi haldinn árlegur norrænn samráðsfundur um eftirlit og að- gerðir gegn svikum af þessu tagi. Tryggingastofnun hyggst nýta það tækifæri til að opna umræðu um þessi mál hér á landi með því að fá starfsbræður frá Norðurlöndum sem sækja munu ofangreindan fund, til að deila í framhaldinu reynslu sinni af eftirliti og aðgerð- um með Íslendingum. Verður það gert á sérstakri ráðstefnu sem haldin verður 22. maí nk. á Hótel Nordica undir yfirskriftinni: Ógnar misnotkun velferðarkerfinu? Til- gangur ráðstefnunnar er að vekja almenning og stjórnvöld til um- hugsunar og velta upp umræðu um þá hættu sem almenningi, sér í lagi sjúklingum, lífeyrisþegum og ör- yrkjum stafar af bóta- og trygg- ingasvikum. Aukið eftirlit í alþjóðavæddu umhverfi Svik og misferli sem þessi virða engin landamæri á tímum al- þjóðavæðingar. Nefna má að með netvæðingunni hefur mikill fjöldi falsaðra lyfja komist í umferð sem ógna lífi fólks um heim allan. Þá er mjög algengt að tryggingastofnanir fái falsaða sjúkrareikninga frá út- löndum. Annað vaxandi vandamál í Evrópu eru svik sem fela í sér að tryggingastofnanir eru vélaðar til að greiða bætur fólki sem ekki er til. Nú er stórt mál fyrir dómstólum í Noregi. Fyrrverandi læknir og sálfræðingur eru ákærðir fyrir að hafa svikið allt að 150 milljónir norskra króna (ríflega 1.5 milljarða ísl. kr.) út úr norska ríkinu á rúm- lega 20 árum. Læknirinn er m.a. ákærður fyrir að hafa skrifað fölsk læknisvottorð gegn greiðslu en sál- fræðingurinn, sem starfaði án leyf- is, er m.a. ákærður fyrir stórfellt skjalafals. Í Noregi er nú einnig í gangi viðamikil rann- sókn á verðlagningu heildsala – sem eru ráðandi á apóteka- markaðnum – á lyfj- um. Teikn eru á lofti í allri Evrópu um að yf- irvöld séu að herða baráttuna gegn mis- ferli og spillingu á þessu sviði. Árið 2005 komu Frakkar á fót stofnun til að fyr- irbyggja misferli og sækja svikara til saka. Árangurinn lét ekki á sér standa því þegar á árinu 2006 voru end- urheimtar um 100 milljónir evra. Evrópsk samtök um svik og spillingu í heilbrigðisgeiranum, EHFCN (European Healthcare Fraud & Corruption Network), sem eru styrkt af Evrópusamband- inu, áætla að heildarfjárhæð vegna tryggingasvika í heilbrigðisgeir- anum í Evrópu liggi á bilinu 3% –10% af heildarútgjöldum til heil- brigðismála sem þýðir um 30–100 milljarðar evra (2.600–8.900 millj- arðar ísl. kr.). Noregur: Almenningur styður aukið eftirlit Á milli áranna 2005 og 2006 fjölgaði kærum vegna svika í Nor- egi um 52%. Almenningur og yf- irvöld í Noregi eru mjög meðvituð um bótasvik og spillingu í heil- brigðisgeiranum og líta á þau sem alvarlegt þjóðfélagslegt vandamál. Áður ríkti almenn vantrú á að slíkt ætti sér stað í Noregi. Í ljósi þess var norskum almannatrygg- ingalögum breytt og eftirliti gefið meira svigrúm en áður tíðkaðist og nýtur það mikils stuðnings almenn- ings og stjórnvalda. Árið 2005 bárust norsku eftirlits- deildinni 1.500 ábendingar og voru 366 einstaklingar kærðir til lög- reglu fyrir svik sem námu 70 millj- ónum norskra kr. eða 840 millj- ónum ísl. kr. Svíþjóð: Stórátak gegn tryggingasvikum Á síðustu árum hefur verið gert stórt átak í að fyrirbyggja og leysa úr svikamálum í Svíþjóð. Til að mynda var starfsmönnum eftirlits fjölgað um 300 á síðasta ári. Sænsk yfirvöld telja að kerfisbundin svik grafi undan tiltrú almennings á velferðarkerfinu og vilja hans til að standa undir kostnaði vegna þess. Áætluð svik í Svíþjóð eru talin nema um 0,25% af heildar- útgjöldum Försäkringskassan (Tryggingastofnun Svía), eða um 1.100 ísl. kr. á hvern íbúa. Árlegar útgreiðslur FK eru um 400 sænskir milljarðar eða ríflega 3.800 ísl. milljarðar. Kærð svikamál árið 2005 námu 76 sænskum millj- ónum króna (730 milljónir ísl. kr.). Meintum svikamálum hefur fjölgað mikið á síðustu árum, eða úr 410 málum árið 2003 í tæplega 16 þús- und á síðasta ári. Í flestum til- vikum var eitthvað misjafnt á ferð- inni sem krafðist leiðréttingar eða var vísað til lögreglu. Ekki er hægt að fullyrða um umfang bóta- og tryggingasvika eða misferli í heilbrigðisgeiranum hér á landi. . Hins vegar er þörf á að Íslendingar hafi augun opin í þessum efnum. Ráðstefna Trygg- ingastofnunar 22. maí nk. um þessi málefni er því kjörinn vettvangur til að læra hvernig kollegar okkar í Evrópu hafa tekið á vandanum. Bóta- og tryggingasvik Glúmur Baldvinsson skrifar um tryggingamál » Svik geta grafið und-an trausti á velferð- arkerfinu og kunna að bitna á þeim sem síst skildi: Þeim sem eru að- stoðar þurfi. Glúmur Baldvinsson Höfundur er upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.