Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 37 Atvinnuauglýsingar  Blaðbera vantar í Hveragerði í afleysingar og einnig í fasta stöðu Upplýsingar í síma 893 4694 eftir kl. 14.00 Staða aðalorganista við Akureyrarkirkju er laus til umsóknar Um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2007. Umsóknir sendist sóknarnefnd Akureyrarkirkju í pósthólf 442. Grunnskólinn Hellu Grunnskólinn á Hellu auglýsir! Kennarar Okkur vantar áhugasama kennara til starfa á næsta skólaári. Meðal kennslugreina: Íþróttir, kennsla yngri barna, kennsla á miðstigi, tónmennt og danska. Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans http://hella.ismennt.is/ Vinsamlegast hafið samband við undirritaða og fáið upplýsingar um kjör og aðstöðu. Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í síma 487 5441/894 8422. Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri í síma 487 5442/845 5893. Frábært tækifæri í Mosfellsbæ Óskum eftir sölufulltrúum til starfa á nýrri RE/MAX fasteignastofu sem tekur senn til starfa í hjarta Mosfellsbæjar í Háholti 13-15. Æskilegt er að viðkomandi þekki almenna staðhætti í sveitarfélaginu vel. Brennandi áhugi á fasteignaviðskiptum skilyrði. Mikil kennsla og þjálfun, frábær vinnu- aðstaða. Sendið upplýsingar um menntun og fyrri störf á mos@remax.is Bifvélavirki Bifvélavirkja eða mann vanan bílaviðgerðum vantar til starfa sem fyrst. Þarf að vera reglu- samur og geta unnið sjálfstætt. Mikið af spenn- andi verkefnum framundan. Umsóknir berist til motorstilling@heimsnet.is fyrir 19. maí. Allar nánari uppl. í síma 863-8384 eftir kl. 18 (Boggi). ::: ÞÝÐANDI ÓSKAST Birtíngur útgáfufélag óskar eftir að ráða til starfa þýðanda með góða enskukunnáttu. Viðkomandi þarf einnig að hafa þekkingu á golfíþróttinni. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Arnarsson í síma 515 5500 eða á tölvupósti, gudmundur@birtingur.is. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Pólýfónfélagið Almennur félagsfundur verður haldinn á Grand Hótel í salnum Hvammi á uppstigningardag fimmtudaginn 17. maí 2007 kl. 15:00. Rætt verður um starfið framundan, afmælisár og fleira. Mætið öll vel og stundvíslega. Stjórn Pólýfónfélagsins. Hluthafafundur Boðun til hluthafafundar hjá Interneti á Íslandi hf. (Isnic) 23. maí 2007 kl. 16 í húsakynnum félagsins í Tæknigarði, Dunhaga 5, Reykjavík. Dagskrá: 1. Breyting á 16. gr. samþykkta félagsins um fjölgun stjórnarmanna úr þremur í fimm. 2. Breyting á 23. gr. samþykkta félagsins um að framkvæmdastjóri megi vera stjórnarmaður. 3. Stjórnarkjör. Önnur mál: Kynning á áformum nýrra eigenda. Tilkynning frá nýjum eigendum: Modernus ehf., kt. 640300-2130, Garðastræti 17, Reykjavík, keypti nýlega 93,271% hlut Teymis hf. í Interneti á Íslandi hf. Stjórn Modernus verður kjörin sem stjórn Internets á Íslandi hf. á fundinum. F.h. Nýrrar stjórnar, Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri Modernus ehf. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Búmanna Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík í sal er nefnist Gallerí. Fundurinn verður miðvikudaginn 23. maí 2007 og hefst kl. 19.00 Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Félagsmenn og aðrir áhugasamir Reykvíkingar eru velkomnir á fundinn Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Tölvubíla hf. verður haldinn í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 30. maí kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og löggilds endurskoðenda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin. Til leigu Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibyliogskip.is S í m i 5 5 1 7 2 7 0 , 5 5 1 7 2 8 2 o g 8 9 3 3 9 8 5 Minnum á heimasíðu okkar www.hibyliogskip.is Til leigu Hverfisgata 105 Á 1. hæð er 227 fm atvinnuhúsnæði. Var sjúkraþjálfun. Gæti hentað vel sem t.d. heilsuræktarstöð, til skrifstofuhalds eða nánast hvaða starfsemi sem er. Góð aðkoma og glæsileg sameign. Móttaka, alrými, sex herbergi, kaffistofa og snyrtingar. Er laust til afhendingar 1. maí. Til sölu eða leigu Til sölu eða leigu á sama stað tvær eining- ar, 328 fm og 373 fm. Sala eða leiga, í einu eða tvennu lagi. Gott og vel staðsett hús- næði sem hentar fyrir margskonar atvinnu- starfsemi, svo og sem fyrir framleiðslu, lager og geymslupláss. Húsnæðið er laust. Upplýsingar í síma 893 3985. Til sölu Bókabúð Til sölur er rekstur/lager/innréttingar bókabúð- arinnar Grímu, Garðatorgi. Hið selda verður til sýnis í húsnæði verslunar- innar Garðatorgi í dag milli kl. 12 og 13. Tilboðum skal skilað til undirritaðs fyrir kl. 17.00 sama dag á netfangið gudni@loggardur.is Tilkynningar Tillaga að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð fráveitu á Varmalandi, Borgarbyggð Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir at- hugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða deiliskipulag lóðar undir hreinsi- stöð fráveitu. Lóðin er staðsett norð-vestan við við jörðina Laugaland, Varmalandi. Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrif- stofu Borgarbyggðar frá 16. maí 2007 til 14. júní 2007. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 29. júní 2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skrif- legar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breyt- ingatillöguna fyrir tiltekinn frest til athuga- semda telst samþykkur þeim. Borgarnesi, 9. maí 2007. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.