Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HJALTI Kjartansson, fram- kvæmdastjóri EKRON, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu ný- lega undir þjónustusamning. Samn- ingurinn gildir fyrir fjóra ein- staklinga frá hvoru sveitarfélagi. Það eru félagsráðgjafar hjá fé- lagsþjónustu viðkomandi sveitarfé- laga sem vísa þátttakendum í starfs- þjálfunina. EKRON er sértæk einstaklings- miðuð atvinnutengd starfsþjálfun/ endurhæfing (atvinna með stuðn- ingi), í því felst að þátttakendur fara út á almennan vinnumarkað undir handleiðslu áfengisráðgjafa í stuttan tíma á dag með það að markmiði að í lok starfsþjálfunar verði þátttak- endur komnir í fulla vinnu á almenn- um atvinnumarkaði, segir í frétta- tilkynningu. Öll kennsla, fyrirlestrar, ráðgjöf, samverustundir og meðferð fer fram á sama stað, þ.e. í 656 fermetra full- búnu húsnæði EKRON á Smiðju- vegi 4b, Kópavogi. Morgunblaðið/Ásdís Undirskrift Lúðvík Geirsson, Hjalti Kjartansson, framkvæmdastjóri Ekrons, og Gunnar I. Birgisson undirskrifuðu þjónustusamninginn. Þjónustusamningur um starfsþjálfun Á STJÓRNARFUNDI Norður- landasamtaka ljósmæðra (Nordisk Jordmor Forbund NJF) sem hald- inn var í Turku í Finnlandi 2.-3. maí, var Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir kjörin formaður Norðurlandasam- takanna. Það er í fyrsta sinn í 57 ára sögu samtakanna sem Íslendingur skipar það sæti. Hildur hefur verið fulltrúi Íslands í stjórn NJF síðan 1986. Norðurlandasamtök ljósmæðra voru stofnuð árið 1950 í þeim tilgangi að efla samvinnu ljósmæðra á Norð- urlöndum. Þau ljósmæðrafélög sem aðild hafa að NJF eru það íslenska, danska, norska, sænska, finnska og hið nýstofnaða færeyska. Á Norður- löndum eru 15 þúsund starfandi ljósmæður, þar af um 220 á Íslandi. Norðurlanda- ráðstefna ljós- mæðra var haldin í kjölfar stjórnar- fundar NJF sem alls sóttu rúmlega 500 ljósmæður frá öllum Norður- löndum, þar af 30 íslenskar, og héldu sex íslenskar ljósmæður þar fyrir- lestra. Næsta Norðurlandaráðstefna ljósmæðra verður haldin í Kaup- mannahöfn á 60 ára afmæli NJF, 2010. Kjörin formaður norrænna ljósmæðra Hildur Kristjánsdóttir Í ÁR eru 50 ár síðan Skurðlækna- félag Íslands var stofnað og því var mikið lagt í nýliðið þing félags- ins. Á þinginu voru útnefndir fjórir nýir heiðursfélagar, þeir Sigurður E. Þorvaldsson, Höskuldur Baldursson, Gunnar H. Gunn- laugsson og Kristinn R.G. Guð- mundsson. Þeir hafa allir lagt mikið af mörkum til skurðlækninga á Ís- landi á löngum og farsælum ferli. Því er vel við hæfi að þeir hljóti heiðursnafnbót félagsins á þessum merku tímamótum, segir í frétt frá Skurðlæknafélaginu. Fyrir þetta þing var aðeins einn heiðursfélagi SKÍ á lífi en það er Páll Gíslason og samtals eru því heiðursfélagar SKÍ 5 talsins. Einnig kepptu þrír læknanemar á þinginu um hvatningarverðlaun prófessors Jónasar Magnússonar, þau Sigríður Birna Elíasdóttir, Tryggvi Þorgeirsson og Hannes Sigurjónsson. Erindi þeirra voru valin úr fjölda erinda unglækna og læknanema, en verðlaunin voru kostuð sérstaklega af Jónasi per- sónulega. Öll stóðu sig frábærlega en hlutskarpastur var Tryggi Þor- geirsson með verkefnið: Áhrif stökkbreytingar í BRCA2 á fram- gang krabbameins í blöðruháls- kirtli. Ljósmynd/Inger Helene Bóasson Heiðursfélagar Á nýliðnu þingi Skurðlæknafélags voru þessir félagar heiðraðir: Sigurður E. Þorvaldsson, Höskuldur Baldursson, Gunnar H. Gunnlaugsson og Kristinn R.G. Guðmundsson. Heiðurs- félagar Skurðlækna- félags Íslands Hvatning Þrír læknanemar fengu hvatningarverðlaun Jónasar Magnús- sonar á Skurðlæknaþinginu: Sigríður Birna Elíasdóttir, Tryggvi Þorgeirs- son og Hannes Sigurjónsson læknanemar. SKRIFAÐ var undir styrktarsamn- ing Samskipa við ÍBV til næstu þriggja ára í Vestmannaeyjum á sunnudag, í tengslum við viðureign heimamanna á Hásteinsvelli við Þór frá Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu. Samningurinn felur í sér að Sam- skip verða einn af helstu styrktar- aðilum meistaraflokks og 2. flokks karla í knattspyrnu næstu þrjú ár- in; á keppnistímabilinu sem nú er nýhafið og árin 2008 og 2009. Fyrir hönd Samskipa undirritaði samninginn Jörundur Jörundsson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs, og Viðar Elíasson, formaður knatt- spyrnudeildar, fyrir hönd ÍBV. Á myndinni handsala þeir samning- inn á Hásteinsvelli. Samningurinn gerir ÍBV kleift að efla starfsemi sína enn frekar og á móti öðlast Samskip rétt til að kynna starfsemi sína í tengslum við leiki og starfsemi ÍBV, segir í fréttatilkynningu. Samskip styrkja ÍBV AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.