Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll OMX á Íslandi í gær. Úrvals- vísitalan lækkaði um 1,9% og fór í 6.853 stig. Mest lækkun varð á verði hlutabréfa í FL Group, um 7,9%, bréf í Föroya Banka lækkuðu um 3,4% og bréf í 365 um 3,3%. Mest hækkuðu hlutabréf í Spron, um 3,3%, og í Alfesca, um 0,9%. Mest viðskipti voru með bréf í Spron, fyrir tæpan 1,1 milljarð króna. Enn lækkun í kauphöll ● TIFFANY & Co hefur tilkynnt samstarf við úraframleiðand- ann Swatch Group um þró- un og dreifingu úra sem merkt eru Tiffany. Nýtt félag verður stofnað um framleiðsluna og verður það í eigu Swatch en Tiffany fær hlutdeild í hagnaði þess og eitt stjórnarsæti. Félagið fær heimild til að reka verslanir undir nafni Tiffany og selja þar aðra skartgripi frá Tiffany. Skart- gripaframleiðandinn mun hætta með nokkur annarra úra sinna en kostn- aður tengdur því er talinn vera um 1,2 milljarðar króna. Tiffany í samstarf við Swatch Group ● HÁIR skattar, reglubyrði, ósveigj- anlegur vinnumarkaður og skortur á hæfu starfsfólki eru þættir sem koma í veg fyrir að fyrirtæki vaxi og dafni. Þetta er meðal þess sem rannsókn KPMG í Þýskalandi meðal 800 fyrirtækja í löndum Evrópusam- bandsins leiddi í ljós. Þar segir að þetta komi niður á samkeppn- ishæfni Evrópu og verði ekki brugðist við muni Evrópubúar dragast aftur úr í alþjóðlegri samkeppni. Kom þetta fram á ráðstefnu Evrópusamtaka at- vinnulífsins en skýrsluna er að finna á vef Samtaka atvinnulífsins, sem er aðili að samtökunum. Skattar, reglur og ósveigjanleiki LÁNAÞURRÐ er farin að gera vart við sig á markaðnum með evrópsk ríkisskuldabréf og eru evrópskir rík- issjóðir því farnir að finna fyrir hrolli þeim er hrjáð hefur lánsfjármarkaði heimsins allt frá því á hundadögum í sumar. Ástandið er að sögn Financi- al Times orðið þannig að einhver ríki Evrópu gætu lent í fjármögnunar- vandræðum á næstu mánuðum. Ríkisskuldabréf eru almennt talin öruggustu fjárfestingar sem hægt er að leggja í og því er af þessu greini- legt hversu mikil áhrif kreppunnar sem kom upp á bandarískum fast- eignamarkaði í sumar eru orðin. Áhættuálag á skuldabréf margra aðildarríkja Myntbandalags Evrópu hefur hækkað á undanförnum vik- um, líkt og reyndar hjá ríkjum utan bandalagsins, en það er einungis þýska ríkið sem býr við sömu láns- kjör og áður. Álag Íslands lækkaði um 20 Að sögn Björgvins Sighvatssonar, hagfræðings hjá Seðlabanka Ís- lands, hefur þróunin ekki bitnað á ís- lenska ríkinu þar sem það hefur ekki fjármagnað sig á alþjóðlegum mark- aði um nokkurt skeið. Trygginga- álagið á þegar útgefin skuldabréf ríkisins hefur á liðinni viku lækkað um 20 punkta og er nú 60 punktar. Hrollurinn nær til Evrópu kaup Kaupþings banka til þessa. Hagfellt umhverfi hefur nú breyst, sem fyrr segir, og segir Hreiðar Már að nú sé mál að beina sjónum enn frekar að því hvort hin öra þensla fyrirtækisins hefur að fullu skilað sér í rekstri sem verður varanlegur. Nú reyni á hvort tekist hafi að skapa raunverulegan virðis- auka eða ekki. „Hefur maður bara verið að fara út og kaupa banka en ekki verið að búa til varanlegan rekstur með raun- verulegri virðisaukningu?“ spyr Hreiðar Már. Fimm ára útrás Kaupþings lokið í bili Ekki fýsilegt að eiga í Kaupþingi að mati Morgan Stanley Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gott í bili Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri segir að eftir kaupin á hinum hollenska NIBC verði áherslan lögð á samþættingu fyrirtækjanna. FJÁRMÁLAKREPPAN í heimin- um hefur sett punktinn aftan við fimm ára langa útrás Kaupþings banka. „Þetta er orðið gott í bili. Nú verður áherslan lögð á samruna við fyrirtæki sem keypt voru síðast.“ Þetta hefur Dow Jones fréttaveitan eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, for- stjóra Kaupþings. „Skilyrði á heimsmarkaði hafa verið afar hagstæð og það höfum við nýtt okkur vel. En nú hefur það snú- ist við,“ segir Hreiðar Már. Per Lofgren, sérfræðingur sem hefur með greiningar á Kaupþingi að gera hjá Morgan Stanley, mælir í sömu frétt gegn eign í bankanum. „Í þessu umhverfi þar sem lána- möguleikar hafa verið að þrengjast og fjármagnsmarkaðir hafa verið að hrynja, sjáum við enga ástæðu til að eiga banka sem einblínir á skuldsett- ar yfirtökur og hefur fjórðung tekna sinna af miðlun,“ segir Lofgren og vísar til þess hversu sveiflukenndar þær tekjur geta verið. Hefur ör þenslan skilað sér? Kaupþing hefur gleypt nokkra stóra bita á síðustu árum. Þeirra á meðal voru kaupin á hinum danska FIH Erhvervsbank árið 2004 og kaupin á Singer & Friedlander í Bretlandi árið 2005. Þetta er ásamt annarri uppbyggingu Kaupþings á erlendri grundu. Síðastliðið sumar festi bankinn kaup á hollenska bank- anum NIBC og eru það stærstu Í HNOTSKURN » Hagnaður Kaupþings ellefufaldaðist frá árinu 2003 til ársins 2006. »Síðustu bankakaup Kaupþings erlendis voru kaup á litlum belgískum banka, Robeco Bank, í október síðastliðnum. »Hollenski bankinn NIBCkostaði um 260 milljarða íslenskra króna. VELTA með skuldabréf í kauphöll OMX á Íslandi nam 322 milljörðum króna í nóvembermánuði og hefur hún aldrei verið meiri í einum mán- uði hér á landi. Það sem af er ári nemur velta í viðskiptum með skuldabréf samtals 2.193 milljörðum króna. Það er 5,4% aukning frá sama tímabili árið áður. Skuldabréf eru almennt álitin töluvert áhættuminni fjárfesting en hlutabréf og þegar að kreppir á hlutabréfamarkaði leita fjárfestar gjarnan inn á skuldabréfamarkað. Sérstaklega þeir sem teljast áhættu- fælnir. Þessa miklu veltuaukningu má því að hluta rekja til niðursveiflu á hlutabréfamarkaði en fjárfestar hafa í auknum mæli snúið sér að skuldabréfaviðskiptum vegna þess óróa og verðlækkunarhrinu sem ein- kennt hefur hlutabréfamarkaðinn að undanförnu. Ávöxtunarkrafa 10 ára verð- tryggðu vísitölunnar sveiflaðist nokkuð í mánuðinum og tók dýfu um miðbik mánaðarins en náði loks sömu hæðum aftur í lok mánaðar. Velta með hlutabréf var 232 millj- arðar króna í síðasta mánuði og er það um helmingi meira en var í nóv- ember í fyrra. Metmánuður hjá Nordic Nóvembermánuður er sá þriðji veltumesti hjá kauphöllinni á Íslandi frá upphafi en heildarveltan nam 561 milljarði króna. Nóvember var metmánuður í fjölda viðskipta hjá kauphöllinni á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkj- unum, Nordic Exchange. Alls voru viðskiptin hvern dag í mánuðinum rúmlega 234 þúsund talsins. Fyrra metið var sett í ágúst í sumar og var það rúm 214 þúsund viðskipti á dag. „Þennan fyrsta mánuð eftir að Mi- Fid tilskipunin gekk í gegn, hefur fjöldi viðskipta aldrei verið meiri,“ segir Jukka Ruuska, forstjóri Nor- dic Market Places í OMX, í tilkynn- ingu. Hann býst við að velta í við- skiptum muni aukast enn meira í framtíðinni. Aldrei meiri skuldabréfavelta Helmingi meiri velta var með hlutabréf en í nóvembermánuði í fyrra Morgunblaðið/Kristinn Met í kauphöll Velta skuldabréfa með mesta móti í nóvember MIKILVÆGT er að seðlabankar heimsins bíði ekki of lengi með að bregðast við lánaþurrðinni á fjármálamörk- uðum heimsins og lækki vexti of seint. Slíkt gæti leitt til enn verra ástands á mörk- uðum, sam- kvæmt nýrri skýrslu fjárfestingarbankans Morgan Stanley sem segir seðla- banka Evrópu vanmeta áhættuna einna mest af öllum. Afskriftir og varúðarfærslur stórbanka heimsins gera það að verkum að þeir halda að sér hönd- um hvað útlán varðar, nokkuð sem virkar sem hemill á hagvöxt. Til þess að bæta flæði fjármagns þurfa seðlabankarnir að lækka vexti en þar sem flestir sjá verðbólguský við sjóndeildarhringinn eru seðla- bankar heimsins tregir í taumi við vaxtalækkanir. Kreppan sem við búum við í dag er afleiðing þess að vöxtum var haldið of lágum of lengi en nú þarf að gæta þess að halda þeim ekki of háum of lengi, að mati Morgan Stanley. Þess má geta að þrír helstu seðla- bankar heims, sá bandaríski, sá evrópski og Englandsbanki kynna allir stýrivaxtaákvörðun í vikunni. Lækkið vexti segir Morgan Stanley Jean-Claude Tric- het hjá Seðlabanka Evrópu vanmetur áhættuna mest.            !"# $%&$ '(() ,- ./ + -  $   $ $   $     $ $ $ $   $  $      $                                       ; 3 4 " </ (  = 8- 2 -" (> )<  3 $  % # # %$#   $  % $ #%$  % # % % $ &% #$ $%    # %#  # %      & % &&   $  %% # % %  &%# $$ 3   & $ 3  &$  3 3 &%   3 3  # %  %   % # # & &  %  $  #  # &    # $ &  $   $  #  %     & 3 3 %#  3 3  #   $  % & $  &  #  $ % # # $   # # &     &      $  & %$  3 %  3 #  6 4 " </ 3 # % % &# %  $ 3 #  # 3 & 3 %$ 3 3 3 3 (/ ( 4 " 4   $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $   $  $  $  $   $  $   $  $ #  $  & $  $   $   $ 012! 3 4+ +3 2 /-" ?-< 9* @""46 ?-< 9* AB / 9* 1 ?-< 9* ? /  8" 9* ;* A !" <*:(  CD  ?-< 9* )<7 ( 8" 9* 18"  9* /!3@5 5* 8 9* =E! 9* F 9* 5## 1 6-  # 9* *D 9* // D G/-! G' A " @" ( ?-< 9* H-E @" CD D ?-< 9*  9* I9 9* GJ =E(( (! /6  9* K /6  9* 0  7* 8 #  L/E !  ! L- ;@ ? 9* ;!<  9*  M 9  M :    %$ & $  M ; < @M    & $ &$ -N - O    & $ & $  M    & $ & $  M =  M 7%     &$ % $ ● BANDARÍSKA kauphöllin Nasdaq, sem gert hefur tilboð í OMX kaup- höllina, hefur opnað skrifstofu í Pek- ing í Kína. Tilgangurinn er að fá fleiri kínversk fyrirtæki til skráningar á Nasdaq en kauphallir víðs vegar um heiminn reyna nú að laða kínversk fyrirtæki til sín. Á næstunni verður tuttugasta kín- verska félagið á þessu ári skráð í Nasdaq-kauphöllina en á öllu árinu 2006 voru níu slík skráð. Nasdaq kauphöllin á veiðum í Kína ● STEVE Jobs, forstjóri Apple, er voldugasti mað- ur viðskipta- heimsins sam- kvæmt nýjum lista bandaríska viðskiptatímarits- ins Fortune. Apple hefur, und- ir stjórn Jobs, risið upp úr ösku- stónni á undanförnum árum og er það nú eitt af leiðandi hátæknifyr- irtækjum heims. Afurðir þess, á borð við iPod og iPhone, hafa gjör- bylt markaðnum og treyst stöðu fé- lagsins til muna. Næstur á lista Fortune er fjöl- miðlamógúllinn Rupert Murdoch, sem meðal annars á Wall Street Jo- urnal og Sky-sjónvarpsstöðina en þriðji er Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs-fjárfestingarbank- ans sem komið hefur einna best út úr fjármálakreppu undanfarinna mánaða. Jobs voldugastur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.