Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásdís EmilíaÞorvaldsdóttir fæddist í Svalvog- um við Dýrafjörð 19. febrúar 1918. Hún lést á Landa- kotsspítala 24. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Jón Kristjánsson, f. 29.1. 1873, d. 27.7. 1960 og Sólborg Matthíasdóttir, f. 25.12. 1875, d. 25.12. 1957. Ásdís var yngst í hópi 9 systkina en hin eru: Kristján, f. 1894, d. 1937, Guðmundur Jón, f. 1900, d. 1944, Sveinbjörn Kristján Ottó, f. 1903, d. 1992, Ingibjart- ur Matthías, f. 1908, d. 1946, Guðný, f. 1910, d. 1990, Viktor, f. 1911, d. 1997, Halldóra Guð- munda, f. 1913, d. 1989, Huld, f. 1915. Ásdís giftist 25.12. 1947 Þor- láki Ólafi Snæbjörnssyni, fyrr- verandi vitaverði, f. 23.12. 1921. Foreldrar hans voru Guðrún María Vigfúsdóttir, f. 28.11. 1886, d. 8.5. 1923, og Snæbjörn Þorláksson, f. 7.8. 1884, d. 19.10. 1974. Börn Ásdísar og Þorláks eru: 1) Gunnlaugur, f. 7.12. 1945, kvæntur Þórdísi Jeramíasdóttur, f. 30.12. 1948. Börn þeirra eru Agnar Þór, f. 1966, Ásdís Emilía, f. 1971, og Steinunn Marta, f. 1981. 2) Ingi- björg, f. 6.9. 1947, sambýlis- maður Hólmgeir Pálmarsson, f. 14.1. 1948. Ingibjörg var áður gift Sigþóri Gunn- arssyni, f. 1.7. 1952, börn þeirra eru Örn, f. 1973 og tvíburasysturnar Guðrún Snæbjörg og Gunnhildur Þorbjörg, f. 1975. Fyrir átti Ingi- björg dótturina Þórdísi Hafrúnu, f. 1967. 3) Matthildur Ólöf, f. 23.7. 1951, gift Hilmar Vikt- orssyni, f. 12.9. 1952, börn þeirra Hildur Ísfold, f. 1973, Helena Dögg, f. 1976 og Þorlákur Helgi, f. 1983. 4) Sólborg Þor- gerður, f. 4.10. 1957, gift Reyni Gunnarssyni, f. 6.7. 1956, börn þeirra Sæborg, f. 1977, Stein- berg, f. 1979, Rebekka Rós, f. 1986, og Snæbjörn Marinó, f. 1987. Barnabarnabörnin eru 22. Ásdís ólst upp í Svalvogum við Dýrafjörð og fyrstu hjú- skaparárin bjuggu þau Þorlák- ur á Þingeyri. Síðar hófu þau búskap í Stapadal í Arnarfirði en árið 1955 fluttu þau að Sval- vogum, þar sem þau hjónin stunduðu búskap ásamt vita- vörslu til ársins 1976, er þau fluttu til Þingeyrar. Ásdís vann í frystihúsinu á Þingeyri meðan heilsan leyfði. Árið 2002 fluttu þau Þorlákur búferlum til Reykjavíkur og bjuggu á Dal- braut 20. Útför Ásdísar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Dísa amma, nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Hafðu þökk fyrir allt og alla þá hlýju sem þú gafst okkur. Okkur er alltaf minnisstætt þeg- ar þú söngst fyrir okkur Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn litli telpuhnokkinn. (Jónas Hallgrímsson) Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku afi, Guð styrki þig. Gunnhildur Þorbjörg og Guðrún Snæbjörg. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku amma. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú varst farin að þrá svo mikið. Eftir sitjum við og hugs- um til baka til þess tíma sem við áttum með þér. Það er margs að minnast, marg- ar stundir áttum við með ykkur afa á Brekkugötunni en þar vorum við hálfgerðir heimalningar. Það var gott að geta leitað til þín, elsku amma, og alltaf stóðu dyr þínar opnar fyrir okkur. Þeir eru ótelj- andi drekkutímarnir sem við vor- um hjá þér. Þá fengum við iðulega bestu kleinur í heimi og auðvitað heimsins besta rúgbrauð, og ekki má gleyma ljúffengu grilluðu sam- lokunum eftir að þú fékkst samlo- kugrillið. Það var líka stórkostlegt fyrir okkur barnabörnin þegar þið afi fenguð sódastream-tækið ykkar og var það mikið notað og alltaf til allar tegundir af bragðefnum, þó að límónaðið væri nú alltaf vinsælast. Þeir voru ófáir göngutúrarnir sem voru farnir með ömmu. Þá smurð- um við nesti og fórum oft í fjöru- ferð. Við spiluðum mikið við ömmu og kenndi hún okkur fullt af spil- um. Það var alltaf gaman að gista hjá ömmu og afa, þá fengum við alltaf að ráða hvað var í matinn, ef einn vildi pylsur og hinn hamborg- ara þá var bara hvort tveggja í matinn. Og stundum sendi amma okkur á sjoppuna til þess að kaupa franskar eða snakk en það var voðalega mikið sport að fá að fara ein niður á sjoppu. Einu sinni gist- um við eldri systkinin hjá ömmu og vorum með hlaupabólu og er það okkur minnisstætt hversu góð amma var við okkur og þegar kláð- inn var alveg að fara með okkur, þá strauk hún okkur blítt um bakið til að minnka kláðaköstin. Við fluttum frá Þingeyri árið 1995 og voru það mikil viðbrigði fyrir okkur að hafa ekki ömmu og afa í næsta nágrenni. Við sjáum það nú hversu lánsöm við erum að hafa vaxið úr grasi með ömmu og afa við hlið okkar. Það besta og dýrmætasta sem þú gafst okkur var tíminn með þér. Hann er okkur ómetanlegur. Þessi tími kemur aldrei aftur en við geymum hann í hjarta okkar og við munum aldrei gleyma þér. Elsku amma, við hittumst aftur síðar. Þín barnabörn Sæborg, Steinberg, Rebekka Rós og Snæbjörn Marinó. Ég byrja reisu mín, Jesús, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. Í voða, vanda og þraut vel ég þig förunaut, yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (Hallgrímur Pétursson) Þín Hildur, Helena og Þorlákur. Ásdís Emilía Þorvaldsdóttir Hann var mikill vin- ur, þótt fjarlægðin væri nokkur milli heimila okkar. Silli, eins og hann var kallaður, reyndist svo sannarlega vinur í raun þegar við þurftum á að halda. Einar heitinn á Einarsstöðum var sá maður er Silli setti traust sitt á. Hann tengdi okkur, með litlu dóttur okkar, við hann strax er við leituðum til hans. Vinur okkar Silli gerði sér lítið fyrir og tók fína bílinn sinn, sem var reynd- ar geymdur eins og gimsteinn, og ók með okkur til Einarsstaða, og um æv- intýralega fallegar sveitirnar fyrir norðan. Þessi ferð til Húsavíkur, að hitta slíka heiðursmenn, verður okkur ætíð ógleymanleg. Silli tók á móti okkur eins og kóngafólki. Heimili hans var engu líkt. Listaverk, bækur og falleg húsgögn prýddu allt. Ekki var tekið í mál, að við værum annars staðar en hjá honum. Tuttugu og sex ár eru nú liðin síðan. Vináttan hélst alltaf. Við komum til með að sakna Húsavíkur- annálanna, sem við fengum alltaf senda um jólin frá Silla, vini okkar. Við erum þakklát vinum okkar Kötlu og Ara Guðmundssyni, Landsbanka- manni til a.m.k. 60 ára, að hafa kynnt okkur fyrir þessum einstaka, góða manni. Góður Guð blessi hann og varðveiti. Edda Sigrún, Edda Júlía og fjölskylda. Brosandi og glaður í bragði kom Sigurður Pétur Björnsson oft í Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn. Ef eldra fólkið var á staðnum mætti hann gjarnan með myndir til að sýna og segja ferðasögur. Ómetanlegur var hann við uppbygginguna við Vestmannsvatn á sínum tíma, úr- ræðagóður og aðhaldssamur í fjár- málum eins og allir þekktu sem hon- um kynntust. Kirkja og kristni nutu krafta Silla í ríkum mæli fyrr og síðar eins og reyndar margvíslegt annað menningarstarf. Silli var traustari en nokkurt bjarg, ráðagóður en líka fast- ur fyrir ef honum sýndist svo, enda vissi hann að vel að markvisst þarf að vinna ef árangur skal nást. Skemmti- legt samtal áttum við í haust, þar sem margt bar á góma í kirkjustarfi, m.a. það sem hann hafði verið að vinna og horfði til. Hann var glaður með svo margt sem hann hafði unnið að en nefndi einnig að hann saknaði góðra samstarfsmanna eins og Péturs bróð- ur míns, en þeir höfðu unnið lengi saman. Silli var líka þakklátur fyrir sína löngu ævi, hlakkaði til þess að verða níræður, og hafði lúmskt gaman af því að rifja upp að honum hafði ekki verið spáð langlífi er hann var barn. En með dugnaði og jákvæði sigraðist hann á ótal erfiðleikum og hindrun- Sigurður Pétur Björnsson ✝ Sigurður PéturBjörnsson fædd- ist í Ási við Kópasker í N-Þingeyjarsýslu 1. nóvember 1917. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga á Húsavík 13. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Húsavíkur- kirkju 24. nóvember. um, og gat á níutíu ár- um lagt mikið af mörkum til heilla fyr- ir samferðafólk sitt. Með innilegu þakk- læti er Sigurður Pét- ur kvaddur að leiðar- lokum og falinn Drottni á vald. Fyrir þá alla er fá nú hvíld hjá þér, en forðum trúarstyrkir börðust hér, þér vegsemd, Jesús, þökk og heiður ber. Hallelúja. (Vald. Snævarr) Jón Helgi Þórarinsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast nafna míns, hans Silla á Húsavík. Silli „bankastjóri“, eins og hann var oft kallaður á Húsavík, tók virkan þátt í uppeldi mínu sumrin fyrir norð- an hjá afa og ömmu á uppvaxtarárum mínum. Hann innrætti mér ýmislegt gott sem ég tileinkaði mér og hef haft að leiðarljósi síðan. Hann kenndi mér líka að vinna. Ég var ráðinn í vinnu til að snyrta til í kringum „Nýja bank- ann“ og Læknishúsið. Í lok dags var ég kallaður inn á teppi til bankastjór- ans og gert upp. Borgað var tímakaup skv. hæsta taxta, plús orlof og desem- beruppbót. Launaávísunin var þó ávallt á einkareikning bankastjórans. Silli var léttur í spori og það var ekki auðvelt að fylgja honum eftir nema vera snar í snúningum. Ég man eftir honum komnum á sjötugsaldur- inn hálfhlaupandi upp á Fossvellina í mat til ömmu. En hann var ekki síður fljótur til þegar leita þurfti til hans með einhver vandamál eða fá aðstoð við eitt og annað. Hann innti slíkar bónir af hendi án þess að hika, en frábað sér allar þakkir fyrir. Hinn 1. nóvember sl. varð Silli ní- ræður. Þann dag afhenti hann Lækn- ishúsið, sem hann hafði þá eignast að fullu, ásamt öllu innbúi og safngripum Safnahúsinu á Húsavík að gjöf. Þegar ég hitti Silla í hinsta sinn í september sl. ræddum við m.a. þessa fyrirætlun hans og þá ákvörðun að flytja út úr húsinu sem hann hafði verið svo ná- tengdur mestalla sína ævi. Ég veit að það var honum erfið ákvörðun en hann var ákveðinn að standa við hana. Við ræddum líka eitt og annað sem á daga hans hafði drifið á hans merku ævi. Þrátt fyrir að heilsan væri ekki sú sama og áður þá var hann skýr og hafði engu gleymt. Hann sagði mér frá ævintýralegum ferðum suður til Reykjavíkur með strandskipum á sjúkraárum sínum, skólaárum sínum í Verzlunarskólanum og námsferð sinni til London, og frá ýmsu úr fréttaritarastarfinu fyrir Morgun- blaðið. Þá sagði hann mér eitt og ann- að frá ævistarfi sínu í bankanum, t.d. frá samskiptum hans við bankastjóra Landsbankans gegnum tíðina og ýmsum framfararmálum Húsavíkur sem hann hafði beitt sér fyrir, hvort heldur sem útibússtjóri eða óbreyttur bæjarbúi. Margt af þessu var ég þá að heyra í fyrsta skipti. Silli var aldrei mikið fyr- ir að hreykja sér af verkum sínum. Hann ræddi frekar hvað hann ætlaði sér að gera næst. Þó svo hann væri kominn á eftirlaun var hann aldrei að- gerðalaus og frá eftirlaunaárunum liggur eftir hann mikið og óeigin- gjarnt starf sem eitt og sér hefði talist merkilegt ævistarf. Ævi Silla var svo sannarlega viðburðarík og það hefði verið fyllsta ástæða til að skrá ævi- sögu hans. En þó að margir hafi reynt að fá hann til þess neitaði hann því ávallt. Þannig vildi hann hafa það. Ég mun þó aldrei gleyma okkar kynnum og búa að þeim alla tíð. Hvíl í friði, nafni minn. Sigurður Pétur Snorrason. Margar minningargreinar hafa birst um Silla í Morgunblaðinu. Við lestur þeirra rifjaðist upp fyrir mér að ég átti í einu sérstöku tilviki hon- um þakkarskuld að gjalda. Ef til vill er ekki hægt að segja að við höfum orðið nákunnugir en viss- um þó vel hvor af öðrum lengst af þeim rúmlega tveimur áratugum sem ég var búsettur í Suður-Þingeyjar- sýslu eftir miðja nýliðna öld. Ekki varð ég viðskiptavinur hans í Landsbankanum í Húsavík nema sumarið 1966 af sérstöku tilefni sem nú skal greina. Þá réðst ég til starfa hjá hópi fólks sem vann að töku kvikmyndar er nefndist Rauða skikkjan og fór sú starfsemi að stórum hluta fram í Hljóðaklettum við Jökulsá á Fjöllum. Myndin átti að gerast á þeim tíma sem fjallað er um í „Fornaldarsögum Norðurlanda“ og framleiðsla hennar var fyrst og fremst af dönskum rótum runnin, leikstjóri og handritshöfund- ur danskur, sömuleiðis flestir leikar- anna en einstaka af öðru þjóðerni. Bækistöð þessa hóps var í félags- heimilinu Skúlagarði en þaðan eru um 15-20 km til Hljóðakletta og þurfti að aka fólki þessa leið um morgun og kvöld. Þannig atvikaðist að þarna fékk ég vinnu fyrir mig og nýkeyptan Bronco-jeppa sem það árið voru tískubílar. Ekki varð starf þetta að öllu leyti svo ánægjulegt sem ég vænti í upp- hafi. Þátt í því átti sérlega óhagstætt tíðarfar lengst af júlímánuði, stöðug- ar rigningar svo að jeppaslóð um gró- ið land frá þjóðvegi til Hljóðakletta breyttist í forarsvað. Einnig var væta í mannskapnum, töluverð áfengisneysla, sem mér var fremur framandi reynsla. Enn er því við að bæta að fjármál fyrirtækisins voru fremur í ólestri, ýmsir sem tókust verk á hendur fyrir það fengu greitt seint og illa, jafnvel spruttu málaferli af slíkum tilvikum. Ég fékk greitt fyrir vinnu mína með ávísunum á reikning í Lands- bankanum. Eftir að ég hafði með ein- hverju móti komist að því að ávísanir þessar væru ekki þeir allra bestu pappírar, fór ég með þær í Lands- bankann í Húsavík til Silla. Hann tók við þeim og tókst á einhvern hátt að breyta þeim í peninga þannig að ég tapaði engu af því sem ég vann mér inn í vinnu vegna kvikmyndarinnar. Þetta kom sér fremur vel því að laun mín sem kennara við Héraðsskólann á Laugum voru ekki í mjög háum launaflokki og ég nýbúinn að fjárfesta í nýjum bíl. Ég er ekki viss um að ég hafi þakk- að Silla fyrir þetta sem skyldi á sínum tíma. Því reyni ég nú að bæta úr því og þakka um leið fyrir önnur kynni sem ég hafði af honum sem öll voru á einn veg, ánægjuleg og mér lærdómsrík. Guðmundur Gunnarsson. Bridsfélag Reykjavíkur Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson leiða eftir fyrsta kvöldið af þremur í Cavendish-tvímenningi BR sem hófst þriðjudaginn 27. nóv. Mikið er um sveiflur í þessu móti og allt getur gerst seinni tvö kvöldin. Efstu pör: Gunnlaugur Karlss. – Kjartan Ingvarss. 705 Halldór Svanbergs. – Kristinn Kristins. 597 Hlynur Garðarss. – Kjartan Ásmundss. 541 Gabríel Gíslason – Harpa Ingólfsdóttir 490 Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirss. 378 Alda Guðnadóttir – Esther Jakobsd. 369 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is✝ Útför elskulegs sambýlismanns, föður og bróður, RAFNS EINARSSONAR (Rabba), fer fram frá Grensáskirkju á morgun, miðvikudag 5. desember, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minning- arsjóð Félags Heyrnalausra og minningarsjóð Rafns Einarssonar sem stofnaður er í Svíþjóð. Elín Ólöf Eiríksdóttir, Sindri Daði Rafnsson, Arnar Snær Rafnsson, og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.