Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMFERÐARSLYS Umferðarslys ganga óskapleganærri þjóðinni og þá ekki sízt,þegar börn eiga í hlut. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með nokkrum orðum hvers konar áhrif það hefur á fólk um land allt, þegar lítið barn verður fyrir bíl og deyr. Litli pilturinn, Kristinn Veigar Sig- urðsson, fjögurra ára gamall, átti framtíðina fyrir sér. Á einni svip- stundu er allt breytt. Við spyrjum af hverju. Og fáum aldrei neitt svar. Hvað getum við gert? Við getum í fyrsta lagi horfzt í augu við að um- ferðarmannvirkin sjálf leiða stundum til dauða í umferðinni. Slysagildrur eru mannanna verk. Um leið og aug- ljóst er að hætta er á ferðum ber að bregðast við og gera þær ráðstafanir, sem þarf til þess að ákveðnar götur eða tiltekin umferðarmannvirki breytist ekki í dauðagildrur. Við getum í öðru lagi viðurkennt fyrir sjálfum okkur, að umferðin á Ís- landi er gersamlega agalaus. Og við- urkennt líka, að fengin reynsla sýnir, að það dugar ekkert til þess að koma aga á umferðina nema þungar refs- ingar. Refsingar vegna brota á um- ferðarlögum eru of vægar. Sá, sem setzt drukkinn undir stýri, er ekki bara hættulegur sjálfum sér heldur líka öðrum. Það er of vægt tekið á ölv- unarakstri. Viðurlögin eiga að vera mun þyngri en þau eru. Sú staðreynd ein, hversu margir eru teknir ölvaðir við akstur, sýnir að viðurlögin eru of væg. Viðurlög vegna ógætilegs hraða- aksturs eru líka of væg. Sú staðreynd ein, hversu margir eru teknir fyrir að aka of hratt, sýnir að viðurlögin eru of væg. Þetta tvennt, ölvun við akstur og of hraður akstur, á mikinn þátt í þeim dauðaslysum, sem verða í umferðinni á Íslandi á hverju ári. Ef refsingarnar við hvoru tveggja væru svo þungar að fólk fyndi í alvörunni fyrir þeim mundi draga úr ölvunarakstri og hraðakstri. Það komst töluverð hreyfing á um- ræður og áform um tvöföldun þjóð- vega út frá höfuðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlissvæðum vegna þess, að landsmenn allir áttuðu sig skyndi- lega á því, að þeir voru í lífshættu úti á þjóðvegum vegna mikillar umferðar flutningabíla. Með sama hætti þarf fólk að átta sig á, að hröð umferð um götur í ein- stökum íbúðarhverfum er stórhættu- leg. Nú hefur þessum götum, sumum hverjum, verið lokað með þeim hætti, að dregið hefur verulega úr umferð um þær. Að þessu þarf að vinna með markvissari og skjótvirkari hætti. Hraðaumferð á ekkert erindi inn á slíkar götur. PÚTÍN, HVAÐ NÚ? Vladímír Pútín, forseti Rússlands,var að vonum kokhraustur í gær eftir stórsigur í kosningunum í Rúss- landi um helgina. „Þetta er gott dæmi um hinn pólitíska stöðugleika í Rúss- landi,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Þessi ábyrgðartilfinning rúss- neskra borgara er mikilvægasta vís- bendingin um að land okkar sé að styrkjast, ekki bara efnahagslega, heldur einnig pólitískt.“ Flokkur Pút- íns, Sameinað Rússland, er nú nánast alvaldur í landinu. Hann hefur rúm- lega tvo þriðju þingsæta. Reyndar fékk flokkurinn ekki nema um helm- ing atkvæða í Moskvu og Pétursborg, en í sumum héruðum fékk hann nán- ast öll atkvæði og minntu úrslitin þar á kosningar í Sovétríkjunum sálugu. Þrír flokkar komust á þing fyrir ut- an Sameinað Rússland og aðeins einn þeirra, kommúnistar, telst í stjórnar- andstöðu. Frjálslyndisöflin voru ekki nálægt því að komast á þing, þeir flokkar hefðu þurft sjö af hundraði atkvæða, en fengu aðeins um eitt af hundraði og skipta því pólitískt ekki máli. Það er auðvelt að skýra úrslitin með því að Rússar vilji einfaldlega hafa sterka leiðtoga. En er málið svo einfalt? Þegar Sovétríkin hrundu horfðu margir Rússar til vesturs og vonuðu að nú fengju þeir að njóta vestrænna lífsgæða. Þeir fóru að fyr- irmælum hagfræðinganna frá pen- ingastofnunum, sem Vesturlönd stjórna, öll höft voru afnumin og eig- ur ríkisins einkavæddar. Hinn óbeisl- aði kapítalismi skilaði hins vegar ekki hagsæld heldur niðurlægingu. Lífs- gæði hrundu, ellilífeyrisþegar misstu aleiguna og hermenn stóðu betlandi á götum. Það er kannski ekki að furða að vestrænar lausnir eigi ekki upp á pallborðið meðal Rússa og Pútín afli sér vinsælda með því að bjóða vest- rænum ríkjum byrginn. Í valdatíð Pútíns hefur ýmislegt breyst í Rússlandi. Hann hefur heft völd óligarkanna, sem sölsuðu hvað mest auðæfi undir sig í tíð Jeltsíns, og efnahagslegur stöðugleiki hefur tek- ið við, reyndar fyrst og fremst vegna svimandi verðs á olíu, sem Pútín get- ur þakkað starfsfélaga sínum í Bandaríkjunum, George Bush, og innrás hans í Írak. Spáð er sjö pró- senta hagvexti í ár og vél viðskipta- lífsins malar af ánægju yfir úrslitum kosninganna – heilsa lýðræðis í land- inu hefur engin áhrif á hana. En hvað ætlast Pútín fyrir, nú þeg- ar hann hefur knúið fram úrslitin, sem hann sóttist eftir? Hann getur ekki boðið sig aftur fram til forseta, en hann á ýmsa kosti. Hann getur lát- ið breyta stjórnarskránni sér í hag. Hann getur stjórnað án þess að vera í valdastöðu. Hann getur sest í stól for- sætisráðherra. Stóra spurningin er hins vegar hvernig ríki hann hyggst koma á í Rússlandi. Flokkur hans hefur tögl og hagldir um allt þjóðfé- lagið. Hann stjórnar fjölmiðlum í landinu. Enn er málfrelsi í landinu, en það segir sína sögu þegar æsku- lýðssamtök stærsta valdaflokksins fagna sigri á „svikurunum“. Er það skilgreiningin á andstæðingum Pút- íns? Eins og staðan er núna eru flokk- ur Pútíns og ríkið að renna saman í eitt. Er það hollt fyrir Rússland? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HvatningarverðlaunÖrykjabandalags Ís-lands (ÖBÍ) voru afhentí fyrsta sinn við hátíð- lega athöfn í Þjóðminjasafni Ís- lands í gær. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum, þ.e. stofnana, fyr- irtækja og einstaklinga. Alls voru sex tilnefndir í hverjum flokki. Starfsendurhæfing Norðurlands var verðlaunuð í flokki stofnana fyrir uppbyggingu starfsendurhæf- ingar sem byggist á samstarfi ólíkra starfsstétta og öflugu sam- félagslegu tengslaneti. Móðir náttúra var verðlaunuð í flokki fyrirtækja fyrir þátttöku sína í verkefninu Allt að vinna sem er mikilsvert starf til aukinnar at- vinnuþáttttöku fatlaðra. Freyja Haraldsdóttir var verð- launuð í flokki einstaklinga fyrir áhrif sín í því að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra og fyrir að vera frumkvöðull í að koma á fót not- endastýrðri þjónustu. Verndari verðlaunanna er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og afhenti hann vinningshöfum við- urkenningarskjal ásamt listaverki hönnuðu af Þórunni Árnadóttur. „Ég vona að verðlaunin festi sig í sessi og að það þyki í senn virðing og viðhöfn að fá þau í hendur,“ sagði Ólafur við afhendinguna. Mikil breidd í tilnefningum Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, vonast til þess að hvatning- arverðlaunin yrðu til þess að styrkja bæði ímynd fatlaðra sem og ÖBÍ sem heildarsamtaka fólks með fötlun á Íslandi. Hann sagðist afar ánægður með alla þá aðila sem til- nefndir voru til verðlaunanna. „Ég held að tilnefningarnar sýni einmitt mikla breidd, því þetta voru ólíkir aðilar sem tilnefndir voru. Í raun og veru hefðu allir getað staðið uppi sem sigurvegarar.“ Freyja Haraldsdóttir segist fagna Hvatningarverðlaunum ÖBÍ, þar sem þau sýni að þótt jafnrétt- isbarátta fatlaðra geti oft verið erf- ið þá sé hún líka skemmtileg. Að- spurð hverjar séu helstu áskoranirnar í málaflokknum í dag bendir Freyja á að þótt samfélagið sé sífellt að verða opnara fyrir fötl- uðum þá sé það enn mjög lokað. „Fólk gleymir því að við höfum áhuga, vilja og getu til að g margt. Við erum líka mann Þeim skilaboðum þurfum v koma betur á framfæri. Við að gefa fólki kost á að sjá h erum megnug, því við erum bara einhverjir þjónustuþe sitja á hliðarlínunni og hor þjóta framhjá. Við viljum v takendur og við skiptum m félaginu,“ sagði Freyja. „Þetta er mikilvæg hvat að halda áfram á sömu bra er viðurkenning á okkar st ekki síður þeirri hugmynda sem við höfum starfað eftir byggist á því að hver og ein staklingur komi með virku Ánægðar Geirlaug Björns ir, stjórnarformaður Starf „Við höfum áhuga, getu til að gera svo Stolt Karl Eiríksson, framleiðslustjóri, og Valentína Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Móður náttúru fengu verðlaun í flokki fyrirtækja. Hvatningarverðlaun ÖBÍ voru afhent í fyrsta sinn á Frumkvöðull Freyja ásamt foreldrum sínum og bræðrum. Bjarg ir og Haraldur Árnason. Freyja var m.a. verðlaunuð fyrir áhrif s KENNARAHÁSKÓLI Íslands hlaut í gær Múrbrjótinn, við- urkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar, á alþjóðadegi fatl- aðra. Viðurkenninguna hlýtur skólinn vegna starfstengds dip- lómunáms fyrir fólk með þroska- hömlun. Guðmundur Árnason, ráðuneyt- isstjóri menntamálaráðuneytisins, afhenti Ólafi Proppé, rektor KHÍ, viðurkenningarskjal og verð- launagrip, sem hannaður og fram- leiddur er af listamönnum á hand- verksverkstæðinu Ásgarði í Mosfellsbæ. Múrbrjóturinn er veittur þeim sem að mati Þroska- hjálpar hefur rutt fólki með fötlun nýjar brautir til jafnréttis á við aðra í samfélaginu. Kennaraháskóli Íslands hlýtur Múrbrjót Landssamtaka Ný náms- leið verð- launuð Gleðistund Guðmundur Árnason, Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæ Erwin, nemi í diplómunáminu, Ólafur Proppé og Gerður A. Árna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.