Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 4

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 4
Náttúrufræðingurinn Bergþór Jóhannsson mosafræðingur Minningarorð Á aðventu 2006 var til moldar borinn í Reykjavík Bergþór Jóhannsson, eini mosafræðingurinn sem ísland hefur alið. Mig langar til að minnast Bergþórs, fyrst og fremst fyrir hans merka framlag til þekking- ar á náttúru íslands en einnig sem samstarfsmanns og vinar. Bergþór var fæddur í Goðdal á Ströndum 11. des- ember árið 1933. Goðdalur liggur skammt norðan Hólmavíkur og segir í Árbók Ferðafélagsins árið 1952 að þar sé „aðkreppt nokkuð eins og jafnan í þröngum dölum". Bæjarhúsin stóðu innarlega í dalnum og nokkrir kílómetrar til næsta bæjar. Foreldrar Bergþórs voru Jóhann Kristmundsson (f. 23. júlí 1906) og Svanborg Ingimundardóttir (f. 19. júlí 1913). Á undan þeim bjó í Goðdal afi Bergþórs, Kristmundur Jóhannsson, sem var rómaður jarð- ræktarmaður og hlaut fyrir verðlaun úr sjóði Krist- jáns konungs IX. í Goðdal ólst Bergþór upp við hefð- bundin landbúnaðarstörf þess tíma ásamt systkinum sínum, Hauki (f. 1935), Erlu (f. 1937), Svanhildi (f. 1940) og Ásdísi (f. 1946). Þeir Haukur voru sendir í heimavistarskóla á Reykjum í Hrútafirði og þar barst Bergþóri sú frétt í desember 1948 að snjóflóð hefði fallið á bæinn í Goðdal og að móðir hans og tvær i 4

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.