Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Friðgeir Grímsson SÍÐMÍÓSEN SETLÖG VIÐ HREÐAVATN IBorgarfirði á Vesturlandi eru varðveitt víðáttumikil setlög frá síðmíósentíma, um það bil 7-6 milljón ára gömul. Þessar jarð- myndanir hafa verið nefndar Hreðavatnssetlögin eða bara Hreða- vatnslögin. Setlögin eru mjög fjöl- breytt að útliti og gerð vegna þess að sum hafa myndast úr rofefnum, önnur eru gosræn og loks eru setlög mynduð við starfsemi lífvera. Mark- mið þessa verks eru að gera grein fyrir þessum setlögum, rekja mynd- unarsögu þeirra og túlka helstu um- hverfisþætti á setmyndunartíman- um. Setlög í nágrenni núverandi Hreðavatns voru rannsökuð sér- staklega. Til þess að greinagóð mynd fengist af setlögunum við Hreðavatn var dreifing þeirra kort- lögð, setlagaeiningum lýst ýtarlega og snið mæld upp í gegnum jarð- lagastaflann. Upplýsingar úr ein- staka jarðlagaopnum voru notaðar til að tengja saman setlagasyrpur á svæðinu og þannig fékkst heildar- mynd af setlögunum umhverfis Hreðavatn. Út frá dreifingu setlaga- eininga, samsetningu, þykkt, korna- stærð, setformum, lit, gerð lagmóta og öðrum einkennandi þáttum var hægt að túlka uppruna setlaganna, helstu ferli sem leiddu til myndun- ar þeirra og hvaða aðstæður voru ráðandi í umhverfinu á þeim tíma er setlögin urðu til. Niðurstöður benda til þess að fyrir um 7-6 milljónum ára hafi verið stórt stöðuvatn í ofan- verðum Borgarfirði, nálægt þeim stað þar sem nú er Hreðavatn. 1. mynd. ]nrðfræðikort af Vesturlandi og Snæfellsnesi. Sjá má míósenjarðlög (blátt) og plíósen-pleistósenjarðlög (grátt), ásamt helstu höggunarfyrirbærum, samhverfu, and- hverfu og dreifingu setlaga, sem móta nágrenni Hreðavatns. Strik og halli er merktur inn, svo og virkar megineldstöðvar og helstu brotakerfi. (Byggt á Kristjáni Sæmundssyni 1967; Hauki jóhannessyni 1980 og 1982.7M1) - Geological map ofwestern lceland and the Snæfellsnes Peninsula, showing bedrock geology, Miocene (blue) and Pliocene- Pleistocene (grey). Tectonic features in the study area are illustrated. Strike and dip, as weU as central volcanoes, anticlines and synclines are indicated. Náttúrufræðingurinn 75 (1), bls. 21-33, 2007 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.