Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags JARÐFRÆÐI í NÁGRENNI Hreðavatns Jarðfræði svæðisins við Hreðavatn er allvel þekkt, ekki síst aldur hraunlaga, höggunarferli, upp- hleðsluhraði hraunlaga og samsetn- ing jarðlagstaflans.1'2-3-4 Jarðlög við Hreðavatn eru mjög mörkuð af höggun og sprungur og misgengi algeng á svæðinu.5'6 Berggangar úr basalti sjást víða skera jarðlagastafl- ann og fylgja þeir oftast sprungum sem fyrir eru í berginu. Afstaða jarð- laga mótast enn frekar af andhverfu sem hefur áhrif á legu þeirra, en andhverfa þessi hefur verið kennd við Borgarnes (1. mynd). Andhverf- an myndaðist þegar hið forna Húnaflóarekbelti (11. mynd) varð óvirkt og gliðnun færðist yfir á nú- verandi stað og vesturrekbeltið varð virkt. Á austurvæng andhverfunnar er hallinn í SA-átt að vesturrekbelt- inu, en á vesturvæng hennar er hall- inn í norðvestur í átt að samhverf- unni á Snæfellsnesi.7 Hún er leifar hins forna Húnaflóarekbeltis og liggur skáhallt yfir Snæfellsnes og í austurátt meðfram Hvammsfirði þar sem hún sameinast samlrverf- unni á Vatnsnesi á Norðurlandi.78 Áberandi setlög, sem hafa verið kennd við Hreðavatn (1. mynd), setja mjög mark sitt á jarðlagastafl- ann og sú staðreynd að þau liggja mislægt á mun eldri hraunlögum ýtir enn frekar undir þá óreglu sem einkennir jarðfræði svæðisins. Til að auka enn frekar á óregluna er eyða á milli eldri hraunlaga og ofaná- liggjandi setlaga og er eyðan greini- lega mismikil innan svæðisins þar sem rof á hraunlögunum var breyti- legt. Jarðlög fyrir neðan setlögin tóku hallabreytingum og urðu fyrir miklu rofi áður en Hreðavatnsset- lögin settust til; allnokkurt landslag var því mótað áður en setlögin komu til sögunnar. Yfirgnæfandi fjöldi misgengja sem finnast á svæð- inu er eingöngu neðan Hreðavatns- setlaganna. Höggun var því að mestu afstaðin þegar setlögin og yngri hraunlög hlóðust upp.8 í ná- grenni Hreðavatns (2. mynd) má rekja Hreðavatnssetlögin í vesturátt að Langavatnsdal og að rótum Kol- beinsstaðafjalls, einnig má rekja þau til suðaustur í átt að Laxfossi og að rótum Hafnarfjalls.8 Hraunlögin er liggja undir Hreðavatnssetlögunum eru að mestu úr basalti og hallar þeim um 10-30° NV eða SA eftir því hvorum megin við andhverfuna þau eru. Hraunlögin ofan á setlög- unum eru með minni halla, eða um 4-8° NV eða SA. Hraunlögin undir og ofan á setlögunum sýna mismun- andi aldur frá einni opnu til annarr- ar. Á svæðinu frá Hafnarfjalli upp að Hreðavatni eru hraunlögin neð- an setlaganna um 13-12 milljón ára, en þau verða sífellt yngri í átt til vesturs og eru um 8,3-8,0 milljón ára í Hítardal.89 Ofan setlaganna eru yngstu hraunlögin í Hafnarfjalli um 6,0 milljón ára, en þau verða sífellt eldri í norður- og vesturátt. Kring- um Hreðavatn eru hraunlögin ofan setlaganna um 7,0-6,5 milljón ára gömul.4'8 Öll hraunlög undir setlög- unum rekja uppruna sinn til hins forna Húnaflóarekbeltis, en flest eða öll hraunlög ofan setlaganna eiga uppruna sinn að rekja til vesturrek- beltisins. JARÐLAGASTAFLINN VIÐ Hreðavatn í Borgarfirði eru margar opnur í jarðlagastaflann og þar sést vel í setlagasyrpur svæðisins. Setlögin liggja mislægt ofan á eldri jarðlög- um og má rekja þau eftir andhverf- unni í norðvestur frá Hreðavatni inn á hálendið og í suðurátt niður dalinn í átt til hafs. Þykkur stafli af hraunlögum er neðan Hreðavatns- setlaganna. Þessi hraunlög eru all- ummynduð, mikið veðruð og með áberandi magni af geislasteinum. Hraunlögin reyndust öll vera öfugt segulmögnuð. Setlögin, sem eru um 20 m á þykkt, settust til ofan á þessi hraunlög (3. mynd). Dílabasalt þekur setlögin sem finnast kringum Hreðavatn vestan við Norðurá og frá Einifelli suður að Veiðilæk á svæðinu austan við ána (3. mynd). Þar sem dílabasaltið liggur ofan á setlögunum má sjá bólstra- og kubbaberg í neðri hluta þess en efri hlutinn er stórstuðlóttur. Ofan á dílabasaltinu er kvars-þóleiíthraun (Björn Harðarson, munnleg heim- ild) sem er reglulega stuðlað (3. mynd). Á svæðinu vestan við Norð- urá er aðeins eitt dílabasaltlag ofan á setlögunum, en á svæðinu austan 3. mynd. Einfölduð teikning sem endurspeglar sambandið á milli hraunlaga neðan Hreðavatnssetlaganna, setlaganna sjálfra og ofanáliggjandi hraunlaga. Jarðlögin ofan setlaganna halla einnig en halli peirra er mun minni en hraunlaganna neðan setlaganna (mjög ýkt á mynd). Hér er því hallamislægi. - Schematic cross-section illustrating the relation ofbedrock, sediments and overhying lavas in the Borgarfjörður fjord. 23

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.