Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 24
Náttúrufræðingurinrt við ána (við Veiðilæk og Laxfoss) eru þau þrjú (3. mynd). Dílabasaltið á vesturhlutanum mældist alstaðar með öfuga segulstefnu og er fylgj- andi setlögunum. A austursvæðinu eru dílabasaltlögin öfugt segul- mögnuð í neðri hlutanum og rétt segulmögnuð í efri hlutanum. Á austurhluta svæðisins þynnast hraunlögin út samhliða strikstefnu og í nágrenni Stafholts eru setlögin hulin rétt segulmögnuðu ólivín- þóleiíti (3. mynd). Ofan á dílabasalt- inu vestan við Norðurá (kringum Hreðavatn) er hið fyrrnefnda kvars- þóleiít, það er rétt segulmagnað og er mögulegt að rekja það frá Sel- borgum norðvestan við Hreðavatn til austurs að Svartagili, þar sem það þynnist út og hverfur. Þetta lag er áberandi kubbabergstuðlað á svæðinu frá Brekkuá og að þjóðvegi við bæinn Brekku. Ofan á kvars- þóleiítinu eru þó nokkur ólivín- þóleiíthraunlög. Þessi hraunlög má rekja frá Hraunsnefsöxl að hlíðum Hallarmúla, á svæðinu vestan við Norðurá og svo áfram í suðaust- urátt að Stafholti þar sem þau þekja setlögin á svæðinu (3. mynd). Þetta bendir til þess að hraunlögin sem þekja Hreðavatnssetlögin séu af breytilegum aldri, eins og greina má á vettvangi. Hraunlög sem ligg- ja töluvert fyrir ofan Hreðavatnsset- lögin í nágrenni núverandi Hreða- vatns liggja beint ofan á setlögun- um sjálfum, t.d. við Stafholt (3. mynd). Haukur Jóhannesson kom fram með þá hugmynd að neðstu hraunlögin ofan á setlögunum, sem eru jafnframt þau elstu, eigi upp- runa sinn að rekja í norðaustur.2'8 Hraun hafi því runnið yfir setlögin og yngri hraunlög sem ná lengra í suður sýni að eldvirkni hafi færst í suðurátt samfara opnun á nýju rek- belti. Fornt stöðuvatn í OFANVERÐUM BORGARFIRÐI Setlög og tengingar á milli jarð- lagaopna í nánasta nágrenni nú- verandi Hreðavatns (4. mynd) sýndu fram á að þar hefði verið stórt stöðuvatn á síðmíósen sem náði frá Surtarbrandsgili sem Fanná rennur úr (í vestri) og að Brekkuá (í austri). Þeir staðir sem voru rannsakaðir vestanmegin Norðurár og liggja NA, N eða NV við Hreðavatn, eru við Brekkuá (tvö snið), í Snóksdal, í Hesta- brekkusundi, við Giljatungu (tvö snið), í Þrimilsdal og við Fanná (4. mynd). Jarðlagasniðin voru nefnd eftir nálægasta eða mest áberandi kennileiti í kring (2. mynd). Hreða- vatnssetlögin á þessu svæði settust til í lægð þar sem stöðuvatn var um tíma. Ut frá greiningu og túlkun setlaga (samsetningu, byggingu og steingervingum) varð ljóst að mögulegt var að gera grein fyrir þeim ferlum og þáttum sem réðu dreifingu setefna, flutningsleiðum þeirra og hvernig setlagamyndun var háttað. SETLAGAÁSÝNDIR OG ÁSÝNDARHÓPAR Setbergsgerðir endurtóku sig í set- lagastaflanum og greinilegt var að 4. mynd. Kort sem sýnir rcmnsóknarsvæðið. Sjá má dreifingu setlaga í nágrenni Hreða- vatns og hvar jarðlagasnið voru mæld. Eingöngu eru merkt inn þau setlög sem talin eru hafa myndast í einni og sömu lægðinni. (Byggt á Army Map Service 1949; Hauki jóhann- essyni & Einari GunnlaugsSyni 1979.nu) - Geographical map showing the study area. Distribution ofsediments around Lake Hreðavatn is marked and the relative position ofpro- files. Only sediments that accumulated in one and thc same basin are marked on the map. 24

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.