Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 36
N áttúrufræðingurinn 3. mynd. Grafið eftir sandskel. Ljósm. Þórður Örn Kristjánsson. verð hækkað (Anon., 1996J). Hæst verð fæst fyrir lifandi sandskel en hún er einnig fryst eða soðin niður með eða án skelja. Sandskel er matreidd á margvís- legan hátt, oft á sama hátt og kræk- lingur þar sem hún er soðin í eigin soði í nokkrar mínútur og síðan snædd beint úr skelinni. Einnig er sandskel notuð í súpur og ýmsa sjávarrétti. ÚTBREIÐSLA Sandskel er útbreidd víða á norður- hveli jarðar. Skelin finnst beggja vegna Atlantshafsins frá Hvítahafi til Portúgal en vestan megin frá Labrador til Georgíu. Hún finnst einnig við austurströnd Kyrrahafsins frá Alaska til Kalifomíu (4. mynd). Tegundin var útdauð á þessum svæðum á ísöld en nam aftur land við strendur Evrópu á 13. og 14. öld og við strönd Austur-Kyrrahafsins á 20. öld.9 A nokkrum stöðum í Evrópu hefur sandskel fimdist á síðustu ára- tugum og má þar nefna að Svartahaf árið 1966,18 Búlgaríu 197419 og nýlega Suður-Frakkland.20 Landnám skelja ræðst af ýmsum þáttum og má þar nefna náttúruleg- ar orsakir (lirfur berast með straum- um), ásetning (skelinni er plantað) eða að lirfur berast með kjölfestu- vatni skipa eða með eldistegundum milli landa (ostrur). Vissir líffræði- legir þættir stuðla að skjótri út- breiðslu tegunda, eins og frjósemi, hæfileiki til að geta lifað við fjöl- breyttar aðstæður, nýtt fjölbreytta fæðu, þolað sveiflur í hita og seltu, og loks langlífi og stærð. Allt þetta er talið eiga við um sandskel. Þéttleiki sandskelja getur verið mjög breytilegur eftir svæðum og innan sama svæðis á milli ára. I Bret- landi hefur þéttleikinn mælst 5-300 einstaklingar/m2,21 og í Norðursjó 1-243 einstaklingar/m2 og meðal- fjöldinn 12 einstaklingar/m2.22 I Óslóarfirði fundust 115 einstakling- ar/m2 þar sem skelin var þéttust11 en í Svartahafi hafa fundist allt upp í 2000 einstaklingar/m2.18 Hnapp- dreifing er velþekkt hjá sandskel, bæði fullorðinni skel og ungviðinu, og eru aðalástæður fárra árganga á sama stað taldar vera afrán annarra dýra,22 breytingar í umhverfisþátt- um þar sem hrygning heppnast vel eða illa eftir árferði23eða að árgangar sem til staðar eru þurrkast út vegna mikilla frosta.24 SANDSKEL VIÐ ÍSLAND Sandskel hefur ekki fundist hér í fornum skeljalögum, hvorki fyrir né eftir jökultímann25 og er landnám þessarar tegundar talið nýlegt á Is- landi. Skelin fannst hér fyrst árið 1958 í Hornafirði26 og ári seinna við Dyrhólaey.25 Árið 1960 fannst sand- skel við Vestmannaeyjar og í Graf- arvogi27 og hefur síðan fundist víða en oftast í litlum mæli. Umtalsverðar magnbundnar rannsóknir á botndýralífi í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið 4. mynd. Útbreiðsla sandskelja í Atlantshafi og Kyrrahafi. aAnonymus 1996. Species clam softshell. Species Id M060160. <http:fwie.fw.vt.edu/WWW/macsis/lists/M060160.htm>. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.