Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Agnes Eydal og Sólveig R. Ólafsdóttir
SjÓROG SVIFGRÓÐUR
í MJÓAFIRÐI
Aundanförnum árum hefur
áhugi á skelfiskrækt,
einkum kræklingarækt, til
manneldis aukist hér á landi.1 Af
því tilefni rannsakaði Fiaf-
rannsóknastofnunin árið 2000 um-
hverfisaðstæður í Mjóafirði eystri í
tengslum við kræklingaeldi (1.
mynd).2 Vöxtur og viðkoma kræk-
lings í eldi inni á fjörðum er að
mestu leyti háð náttúrulegri fæðu
og þeim umhverfisaðstæðum sem
ríkja á ræktunarstaðnum. Svif-
þörungar eru uppistaðan í fæðu
kræklings og var markmið rann-
sóknarinnar að athuga fæðufram-
boð fyrir kræklinginn og hvort og í
hve miklum mæli eitraðir svifþör-
ungar væru til staðar sem gætu leitt
til skelfiskeitrunar.3 Lýst er breyt-
ingum á magni og tegundasamsetn-
ingu svifþörungagróðurs í Mjóa-
firði í tengslum við framboð
næringarefna í firðinum.
Mjóifjörður eystri er um 18 km
langur og 2 km breiður. Hann geng-
ur inn í landið til vesturs, um mitt
Austurland (2. mynd). Mjóifjörður
opnast yst í Norðfjarðarflóa sem er
opinn fyrir hafi til norðausturs.
Ekki eru til nákvæm botnkort af
firðinum en samkvæmt sjókorti Sjó-
mælinga íslands er hann dýpstur
við mynnið, um 80 m, og grynnist
smám saman eftir því sem innar
dregur. Enginn þröskuldur er í firð-
inum, svo að vatnsskipti milli fjarð-
arins og sjávarins fyrir utan eru
1. mynd. Kræklingnrækt í Mjónfiröi. -
Mussel culture in Mjóifjörður. Ljósm.
/photo: Ebbn Stefnnsdóttir.
óhindruð. Það þýðir að endurnýjun
sjávar í firðinum er hröð, einnig við
botn, og sjórinn því súrefnisríkur.
Það er mikilvægt því að allt eldi
bætir lífrænum efnum inn í vist-
kerfið og niðurbrot þeirra krefst
súrefnis.
Umhverfis Mjóafjörð eru há fjöll
og hvergi er mikið undirlendi að
finna. Vatnasvið fjarðarins er alls
um 160 km2 og renna allmargar ár í
fjörðinn, en allar eru þær stuttar og
fremur vatnslitlar. Rennsli ánna er
háð bæði úrkomu og hitastigi og
búast má við að árnar svari fljótt
breytingum í úrkomu. I leysingum
2. mynd. Mjóifjörður. Söfnunnrstnður vnr norðnnmegin ífirðinum en strnumstefnn er inn
í fjörðinn norðnnverðnn og út úr honum sunnnnverðum. - Mjóifjörður. The snmpling
stntion wns on the north side ofthefjord. Current direction is into thefjord on tlw north
side nnd out on the south side.
Náttúrufræðingurinn 75 (1), bls. 51-59, 2007
51