Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 58
Ná ttú ru f ræðingurinn framboð lífrænt bundins niturs, sem nýtist flestum kísilþörungum illa, og frumuát (phagotrophy) er einnig þekkt meðal sumra skoru- þörunga þegar lítið framboð er á næringarefnum í upplausn.24-25 Auk kísil- og skoruþörunga greindust aðrir hópar svifþörunga yfir sumar- tímann en þó yfirleitt aðeins í stutt- an tíma, eins og gullþörungurinn (Chrysophyceae) Dinobryon sp., teg- undin Apedinella spinifera af flokki Dictyohophyceae, ógreindir smá- vaxnir svipuþörungar sem teljast til annarra hópa en skoruþörunga og kalksvifþörungurinn Emiliania hux- leyi. Þessir hópar vaxa aðallega yfir hásumarið þegar næringarefna- framboð er af skornum skammti.36 Þeir hafa hugsanlega vaxið upp í firðinum, en þar sem þeirra varð vart í stuttan tíma er mögulegt að þeir hafi borist inn á fjörðinn með straumum.'' Þar eð sýnatakan var bundin við eina stöð er þó ekki hægt að fullyrða neitt um það. Framvinda svifþörunganna var í stórum dráttum áþekk því sem þekkist annars staðar við Island og er einkennandi fyrir norðlægar slóðir.19,31 Fyrst að vorinu komu fram kísilþörungar þegar styrkur næringarefna var hár; þetta voru litlir og miðlungsstórir kísilþörung- ar sem mynda oft langar keðjur og einkenna svifgróðurinn fyrst að vorinu þegar lagskipting er enn til- tölulega veik. Þegar fór að ganga á næringarefnin urðu aðrir hópar meira áberandi, einkum skoruþör- ungar ásamt öðrum tegundum kísilþörunga, og yfir hásumarið voru smávaxnir svipuþörungar ásamt kalksvifþörungum til staðar. Að sumrinu var tegundasamsetn- ing svifþörunganna í Mjóafirði fjöl- breytt og enginn einn hópur þör- unga ríkjandi. Haustblómi svifþör- unganna var ekki mjög stór, en þó mældist meira af bæði kísil- og skoruþörungum fyrri hluta septem- ber ásamt auknum fjölda kalksvif- þörungsins Emiliania huxleyi. Þær svifþörungategundir sem geta myndað eitur og fundust í Mjóafirði eru þekktar víða við land- ið. Skoruþörungategundir af ætt- kvísl Alexandrium (PSP-eitrun) voru algengar í svifinu snemma sumars en tegundir af ættkvísl Dinophysis (DSP-eitrun) voru algengar um há- sumar og þegar sumri var farið að halla. Rannsóknir á framvindu svif- þörunga inni á öðrum fjörðum landsins sýna áþekka framvindu eit- urþörunga og varð í Mjóafirði árið 2000.19-31,37 Hér við land hafa talning- ar á þessum tegundum leitt í Ijós fjölda yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun (500 frumur í lítra af Alexandrium-tegundum og 1.000 frumur í lítra af Dinophysis- tegundum.38 í Mjóafirði fór fjöldi bæði Alexandrium- og Dinophysis- tegunda talsvert yfir þessi viðmið- unarmörk og þannig var möguleiki á eitrun í skelfiski frá lokum júní og út september en mælingar á hugs- anlegri eitrun í skelfiskinum voru ekki gerðar í þessari rannsókn. Pseudo-nitzschia pseudodelicatis- sima hefur fundist í töluverðum mæli í strandsjónum við Island, einkum yfir sumartímann.19,31 I Mjóafirði fór fjöldi Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima aldrei yfir 100 þús. frumur/lítra, sem eru viðmið- unarmörk um hættu á eitrun.38 Til eru mismunandi stofnar af Pseudo- nitzschia pseudodelicatissima og valda sumir þeirra ASP-eitrun.29 Ekki er vitað hvort stofninn sem finnst hér við land myndar eitur. Þar sem eingöngu var safnað yfir- borðssýnum á einni stöð í þessari rannsókn hafa höfundar ekki vit- neskju um breytileika með dýpi eða aðstæður annars staðar í Mjóafirði. Niðurstöður rartnsókna úr öðrum fjörðum benda til þess að tegunda- samsetning svifþörunganna breytist lítið með dýpi en magnið getur verið mjög breytilegt. Rannsókn úr Hval- firði 1997 sýndi minni styrk blað- grænu a (lífmassa svifþörunga) við yfirborðið en dýpra í vatnssúlunni.19 Að öllum líkindum er mikill breyti- leiki bæði í tíma og rúmi á dýptar- dreifingu svifgróðurs í Mjóafirði.35 Lokaorð Vöxtur svifþörunga hófst tiltölu- lega seint að vorinu í Mjóafirði (maí) miðað við aðra firði sem hafa verið rannsakaðir á Islandi (mars-apríl), sem aftur leiðir til styttra gróðurtímabils en til dæmis í fjörðum vestanlands. Þetta kann að vera vísbending um minna fæðu- framboð fyrir krækling í Mjóafirði en í ýmsum öðrum íslenskum fjörð- um. Skelfiskeitur var ekki mælt í kræklingi árið 2000, en hætta á eitr- un af völdum eiturþörungategunda er til staðar í Mjóafirði. Við Island hafa greinst um 10 tegundir svif- þörunga sem eru taldir geta mynda þörungaeitur, af þeim fundust 7 í Mjóafirði árið 2000. Þessar niður- stöður sýna að nauðsynlegt er að vakta ræktunarsvæði skelfisks á Islandi m.t.t. svifþörunga frá apríl og fram í október. Stöðugt framboð á kísli viðhélt vexti kísilþörunga allt sumarið en framboð niturs hafði mikil áhrif á framvindu svifþör- ungasamfélaga í firðinum, þar sem fosfat var ávallt til staðar í nægu magni. SUMMARY Surface samples from a single station in Mjóifjörður fjord, eastem Iceland, were collected on a weekly basis during the year 2000 for measurements of nutrients and chlorophylla, phytoplankton species composition and quantitative analyses thereof. Inorganic nutrient concentra- tions decreased very rapidly in May at the offset of phytoplankton production. Nitrate remained depleted during the whole productive season but phyto- plankton production was sustained by ammonia and dissolved organic nitro- gen. Diatoms were the main species of the spring bloom and were found in relatively high numbers throughout the summer, probably due to steady input of silicate from freshwater runoff. A few toxic phytoplankton species were pres- ent in the fjord during the summer months, periodically in numbers above risk limits for mussel consumption. 58

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.