Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sveinn Kári Valdimarsson NÁTTÚRUSTOFA REYKjANESS 1. mynd. Húsnæði Náttúrnstofu að Garðvegi 1. Ljósm.: Sveinn Kári Valdimarsson. Náttúrustofa Reykjaness hefur að- setur í Sandgerði, á Garðvegi 1, og er í sama húsnæði og Fræðasetrið, Botndýrastöðin og Háskólasetur Suðurnesja. Að Botndýrastöðinni standa Hafrannsóknastofnunin, Háskóii Islands og Náttúrufræði- stofnun Islands og því má segja að á Garðvegi 1 sé kominn upp áhuga- verður vísir að litlu vísindasam- félagi. Grindavíkurbær og Sand- gerðisbær standa að rekstri Nátt- úrustofu Reykjaness. A Náttúrustofu Reykjaness hefur verið lögð áhersla á náið og gott samstarf við innlendar sem er- lendar rannsóknastofnanir. Enda er það ein af frumforsendum þess að litlar stofnanir geti náð að dafna. Námsverkefni hafa verið áberandi enda mikilvægt að kynna svæðið fyrir námsfólki og auka fjölbreytni náms á svæðinu. Svo sem lög kveða á um (lög um Náttúrufræðistofnun íslands og náttúrustofur nr. 60 frá 1992, með síðari breytingum frá 2002) safnar stofan gögnum og heimildum um náttúrufar Reykja- nesskagans. Þar er veitt fræðsla og ráðgjöf um umhverfismál og nátt- úrufræði og hefur hún sinnt verk- efnum fyrir sveitarfélög, ríki, einstaklinga, fyrirtæki og aðra aðila. Starfsmenn stofunnar eru fjórir. Sveinn Kári Valdimarsson veitir stofunni forstöðu. Hann er líf- fræðingur frá Háskóla íslands og lauk doktorsprófi í dýrafræði frá Háskólanum í Glasgow. Sveinn hefur aðallega fengist við atferlis- 2. mynd. Hópurfólks við fuglamerkingar. Ljósm.: Sveinn Kári Valdimarsson. 61

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.