Fréttablaðið - 09.06.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.06.2009, Blaðsíða 4
4 9. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 26° 19° 22° 20° 12° 21° 21° 23° 20° 17° 24° 19° 25° 32° 17° 20° 27° 17° 10 9 10 9 8 6 8 3 Á MORGUN Hæg, breytileg átt. 6 FIMMTUDAGUR 3-8 m/s. 8 10 5 6 5 3 5 34 5 5 48 9 12 8 1010 6 6 8 1210 RÓLEGT YFIR AÐ LÍTA Næstu dagar verða ekki ólíkir því sem verið hefur, vind- og úrkomulítið. Á hinn bóginn má segja að gráðurnar mættu vera hærri en hitinn verður að dóla þetta á bilinu 5-13 stig, hlýjast til landsins syðra en svalast við norður- ströndina. Helst er að sjá dropa nálægt jöklum á suður- og suðausturlandi og á stöku stað á hálend- inu. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Ranghermt um hestadauða: Hrossin voru frá Miklagarði Dauð hross sem voru urðuð á Mýrum og sagt var frá í Frétta- blaðinu í gær voru í landi Mikla- garðs og voru urðuð þar. Þetta atvik er eiganda Ána- staða algerlega óviðkomandi og er hann beðinn velvirðingar á mistökunum. MIKLIGARÐUR Hrossin sem hafði verið lógað voru í landi Miklagarðs. Mynd úr safni. REYKJAVÍKURBORG Glitnir tók í fyrra 100 milljónir króna af fé sem bankinn gætti fyrir Reykja- víkurborg og lánaði Fasteign ehf. vegna stækkunar á félagsheimil- inu Stapa. Ekki hefur verið staðið í skilum með lánið og samþykkti borgarráð að breyti láninu úr skammtímavíxli í langtíma- skuldabréf. „Fyrir liggur að fjármálaskrif- stofa mótmælti við Glitni víxil- kaupum eignastýringar bank- ans um leið og fjármálaskrifstofa fékk upplýsingar um þau síðast- liðið sumar enda hafi eignastýr- ingin farið út fyrir heimild sína með þeirri ráðstöfun,“ segir í bókun meirihluta borgarráðs. Fara á yfir aðdraganda ákvörð- unar eignastýringar Glitnis um að fjárfesta fyrir hönd borgarinnar í víxlinum. Eitt hundrað milljónirnar frá borginni voru hluti 1.210 millj- óna króna fjármögnunar á bygg- ingu Fasteignar ehf. á svokallaðri Hljómahöll í Reykjanesbæ. Fast- eign gaf af þessu tilefni út víxla til eins árs í maí í fyrra en hugðist síðan leita fjármögnunar til lengri tíma. Eigendur þessara víxla í dag eru Glitnir með 460 milljónir króna, Íslandsbanki með 390 og Reykjavíkurborg og aðrir fagfjár- festar með 360 milljónir. Hljómhöllinni tilheyrir félags- heimilið Stapi, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Poppsögusýn- ing Íslands. Framkvæmdir hafa tafist og kostnaður aukist mikið. Opnun tónlistarskólans og Popp- sögusýningarinnar hefur verið frestað. Langtímafjármögnun hefur ekki fengist og þar sem byggingin er ókláruð skilar hún engum tekjum. Að fenginni umsögn borgarlög- manns og fjármálastjóra borgar- innar ákvað meirihluti borgar- ráðs, eins og aðrir kröfuhafar, að breyta víxilláninu í langtíma- lán gegn veði í Hljómahöllinni. Þannig væri hægt að ljúka bygg- ingunni svo hún skilaði tekjum. Í endurfjármögnuninni lánar Íslandsbanki 480 milljónir til við- bótar. Fulltrúar minnihlutans í borgar- ráði eru ósáttir. Þorleifur Gunn- laugsson, fulltrúi VG, sagði það ekki hafa verið kynnt nægilega vel og greiddi atkvæði á móti. Björk Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir, fulltrúar Samfylk- ingarinnar sátu hjá. Þær spurðu af hverju borgarráð hefði ekki fengið upplýsingar um málið fyrr en víxillinn var kominn á gjald- daga – ári eftir lántökuna. Kanna þyrfti hvort til væru önnur sam- bærileg dæmi og fara „rækilega yfir tilurð þess að Glitnir skyldi ráðstafa fjármunum Reykjavíkur- borgar til fasteignaframkvæmda í Reykjanesbæ.“ gar@frettabladid.is Lánuðu 100 milljónir án leyfis borgarinnar Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar segir Glitni hafa farið út fyrir heimildir með því að lána 100 milljónir króna af fé borgarinnar til stækkunar á félags- heimilinu Stapa í Reykjanesbæ. Skammtímavíxli verður breytt í langtímalán. HJÓMAHÖLLIN Efnahagskreppan hefur kollvarpað fyrri áætlunum um Hljómahöllina í Reykjanesbæ. FYRIRLESTUR „Hvað gerðist eigin- lega í bankahruninu?“ er titillinn á opnum hádegis- verðarfyrirlestri sem Guðni Th. Jóhannes- son sagnfræð- ingur heldur í Háskóla Íslands á morgun. Þar fjallar Guðni, sem er lektor við Háskólann í Reykjavík, um rannsóknir sínar á aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. Guðni, sem hefur nýlega gefið út bókina Hrunið, mun í fyrir lestrinum fara yfir helstu niðurstöður sínar og svara spurningum. Fundarstjóri er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi og er öllum opinn. - kg Háskóli Íslands: Fyrirlestur um bankahrunið GUÐNI TH. JÓHANNESSON UMHVERFISMÁL Náttúrulækninga- félag Íslands leggst alfarið gegn því að fyrirtækinu Orf líftækni ehf. verði veitt leyfi til útirækt- unar á erfðabreyttu byggi sem inniheldur lyfjaprótín. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Eins og fram hefur komið í fréttum stefnir Orf líf- tækni ehf. að því að hefja slíka ræktun í Gunnarsholti í sumar. „Félagið telur að mengun íslenskrar náttúru og nytjalands af völdum erfðabreyttra lífvera verði ekki forðað nema þær séu ræktaðar innandyra og í lok- uðu kerfi undir ströngu eftirliti,“ segir í tilkynningunni. - sh Náttúrulækningafélag Íslands: Á móti erfða- breyttu byggi SJÁVARÚTVEGUR Um tvö tonn af hrefnukjöti hafa selst í verslunum Krónunnar en það kom fyrst í búðir um mánaðamótin. „Þetta er alveg glæsilegt, salan er núna um þrisvar sinnum meiri en síðast,“ segir Ólafur Júlíusson, sölustjóri Krónunnar. „Þetta er vinsælasta grill- kjötið það sem af er júnímánuði, hefur slegið öllu hinu hefðbundna grillkjöti við,“ bætir hann við. Sjö hrefnur hafa verið veiddar í sumar en hrefnuveiðibáturinn Jóhanna var að láta úr höfn í gær að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Er ætl- unin að taka þrjár í þeim túr, sem stendur í tvo til þrjá daga. - jse Hrefnukjötssalan: Vinsælasta grillkjötið LÖGREGLUMÁL Fleiri hundruð grömm af hörðum fíkniefnum fundust á salerni flugvélar sem var á leið til landsins nú nýverið. Talið er að starfsmanni á flug- vallarsvæði hafi verið ætlað að sækja efnin og koma þeim út af svæðinu, að því er segir í frétt frá Lögreglustjóranum á Suður- nesjum. Tveir menn hafa setið í gæslu- varðhaldi vegna málsins en öðrum þeirra hefur nú verið sleppt úr haldi. Rannsókn máls- ins heldur áfram. Samtals hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lagt hald á um 15,5 kíló af fíkni- efnum það sem af er árinu. - jss Hörð fíkniefni í flugvél: Fleiri hundruð grömm fundust NEYTENDUR Stóru olíufélögin þrjú, N1, Skeljungur og Olís, lækkuðu í gær verð á bensínlítra um 12,5 krónur. Þau hafa ofrukkað neyt- endur um þá upphæð síðustu hálfa aðra viku, eða frá því að Alþingi samþykkti breytingar á neyslu- sköttum fyrir 28. maí. Olíufélögin tilkynntu öll í gær að um mistök hefði verið að ræða þegar verðið var hækkað strax í kjölfar lagabreytingarinnar. Innan félaganna hefðu menn staðið í þeirri trú að breytingarnar á toll- gjöldunum hefðu tekið til þeirra birgða sem hefðu verið komn- ar til landsins en ekki verið toll- afgreiddar. Svo hefði hins vegar ekki verið, og því ekki tilefni til hækkana fyrr en þegar næsta sending bærist þeim. Skeljungur bauðst til að endur- greiða viðskiptavinum sem keypt hefðu bensín á þessum tíma mis- muninn gegn framvísun kvittunar. N1 ætlar að gefa hagnaðinn til góðgerðarmála. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist munu kalla eftir því í dag að Samkeppniseftirlitið taki málið til skoðunar. Hann er efins um eftiráskýr- ingu olíufélaganna þess efnis að um hrein og klár mistök hafi verið að ræða. „Ég ætla þessum fyrir- tækjum það, eins og öðrum aðilum á markaði, að þau geti kynnt sér út á hvað nýjar reglur ganga,“ segir Runólfur. - sh Olíufélögin lækka verð eftir að hafa ofrukkað neytendur í hálfa aðra viku: Segjast hafa hækkað fyrir mistök OF DÝRT Bensínlítrinn hefur verið tólf og hálfri krónu of dýr síðustu ellefu daga. Sviptur og stungið inn Tæplega þrítugur maður hefur verið dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sviptur ökurétti í tvö ár vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Hann reynd- ist óhæfur til að stjórna bifreið þegar lögreglan tók hann undir stýri. DÓMSTÓLAR GENGIÐ 08.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,5465 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,58 127,18 200,70 201,68 175,15 176,13 23,515 23,653 19,488 19,602 16,001 16,095 1,2821 1,2895 193,45 194,61 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.