Fréttablaðið - 09.06.2009, Side 13

Fréttablaðið - 09.06.2009, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. júní 2009 13 „Það þarf engan snilling til að sjá að 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðinu vigta ekki mikið í ESB.“ Ísland fengi 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðum þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar eru teknar - og 5 atkvæði af 750 á ESB þinginu í Brussel. Því minni sem þjóðin er, því meiri er skerðing sjálfstæðis. Ísland yrði líklega eins og hreppur á jaðri stórríkisins. Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu. Völd litlu ríkjanna fara minnkandi Ertu sammála? Skráðu þig á heimssyn.is Heimssýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum Velta með hlutabréf nam rúmum 4,7 milljónum króna í Kauphöllinni í gær og hefur veltan ekki verið minni á einum degi síðan í október árið 2000, samkvæmt upplýsing- um þaðan. Til samanburðar nam heildarvelta á hlutabréfamarkaði á föstudag tæpum 211 milljónum króna. Gengi bréfa Marel Food Systems hækkaði um 1,28 prósent í þrenn- um viðskiptum upp á tæpa millj- ón krónur en gengi bréfa Össurar lækkaði um 0,47 prósent í tvenn- um viðskiptum upp á 3,4 milljónir króna. Þá voru ein viðskipti með hlutabréf Bakkavarar upp á 339 þúsund krónur. Almennt hefur dregið nokkuð úr veltu með hlutabréf í Kauphöllinni yfir sumartímann en gefið í á ný þegar nær dregur hausti. - jab Sumarið komið í Kauphöllina ÚR KAUPHÖLLINNI Mjög dregur yfirleitt úr veltu á hlutabréfamarkaði yfir sumar- tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Til þess að tryggja bata og við- snúning til sjálfbærs vaxtar verð- ur á vettvangi stjórnmálanna að grípa til enn frekari og ákveðinna aðgerða, sér í lagi í fjármálageir- anum.“ Þetta segir í lokayfirlýs- ingu sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) sem stýrir viðræðum við evrulöndin. Þar kemur fram að lönd evr- unnar séu djúpt sokkin í sam- drátt og lítil batamerki eigi enn eftir að ná að þróast yfir í við- snúning til hins betra. Horfur á bata eru sagðar óljósar. „Án tafar á að grípa þau tækifæri sem fjármálakreppan hefur í för með sér til að koma á raun- verulegum umbótum milli landa á sviði fjármálastöðugleika,“ segir í yfirlýsingunni, sem kynnt var síðdegis í gær. „Markvissari samhæfing í aðgerðum landa, þar á meðal stuðningur við nýmark- aði nágrannalanda, verður mjög gagnlegur við að endurbyggja traust á hagkerfi svæðisins í heild.“ - óká Afgerandi ákvarðana er þörf í fjármálageiranum Tuttugu og fjögurra milljarða halli var á rekstri hins opinbera á fyrsta fjórðungi þessa árs, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma í fyrra var átján millj- arða króna tekjuafgangur. „Sem hlutfall af landsframleiðslu ársfjórðungsins mældist tekjuhall- inn 6,9 prósent og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 15,7 prósent. Á sama ársfjórðungi 2008 mældist tekjuafkoma 5,5 prósent af lands- framleiðslu og 10,9 prósent af tekj- um hins opinbera,“ segir í Hagtíð- indum. Viðsnúningurinn er rakinn til mikils tekjusamdráttar og mik- illar útgjaldaaukningar. Heildartekjur hins opinbera námu 152,7 milljörðum króna á fjórðungnum og lækkuðu um rúmlega sjö prósent milli ára. „Minni tekjur af vöru- og þjónustu- sköttum skýra stóran hluta sam- dráttarins, en tekjuskattar skiluðu hins vegar svipaðri fjárhæð í krónum talið milli ára. Á sama tíma jukust heildarútgjöld hins opinbera um nálægt 21 prósent milli ára og voru 176,7 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi 2009,“ segir í Hag- sjá hagfræðideildar Landsbank- ans. Útgjaldahækkunin er fyrst og fremst sögð skýrast af ríflega tíu milljarða króna hækkun í félags- legum tilfærslum til heimila. „Auk þess hafa vaxtagjöld aukist með auknum skuldbindingum ríkis- sjóðs en vaxtakostnaður hins opin- bera hækkar um tæplega 10 millj- arða króna milli ára. Þá er áætlað að kaup hins opinbera á vöru og þjónustu hafi hækkað um tæplega átta milljarða króna milli tímabil- anna,“ segir í Hagsjá. - óká STJÓRNARRÁÐIÐ Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að minni efnahagsumsvif hafi í för með sér að tekjur ríkissjóðs minnki verulega á komandi árum, þar sem þær breytist meira en hagsveiflan segi til um. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Viðsnúningur í rekstri ríkisins Miklar annir eru nú hjá skoðunar- stöðvum bifreiða. Bæði kemur það til að skoðuð eru fleiri tæki en áður og svo nýjar reglur um sektar- greiðslur mæti fólk of seint með bíla sína í skoðun. Undir lok hvers mánaðar vill verða mikil örtröð á skoðunar- stöðvum þegar mæta allir þeir sem dregið hafa í lengstu lög að mæta og eru við það að fá sektar- greiðslur í höfuðið. Vegna aukins umfangs opnaði Aðalskoðun nýverið stækkaða og, að sögn aðstandenda, stórend- urbætta skoðunarstöð fyrir bíla að Skemmuvegi sex í Kópavogi. Stöðin er sögð sérstaklega hönnuð til að taka við minni vögnum, felli- og hjólhýsum, en nú er orðið skylda að láta skoða tjaldvagna, felli- og hjólhýsi og skulu slík tæki skráð 2005 og fyrr skoðast á þessu ári. Nýju stöðina opnaði Kristján Möller samgönguráðherra. - óká Sjaldan meira að gera við að skoða bíla BÍLAR Fleiri tæki sem þarf að skoða og reglur um sektir gera að umsvif hafa aukist allnokkuð á bifreiðaskoðunar- stöðvum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.