Fréttablaðið - 09.06.2009, Page 11

Fréttablaðið - 09.06.2009, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. júní 2009 11 Meira í leiðinni WWW.N1.IS Sími 440 1000 N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. Tilboðin gilda út júní eða á meðan birgðir endast. Frábærir ferðafélagar! Ómissandi vörur fyrir alla þá sem verða á faraldsfæti út um allt land í sumar. F í t o n / S Í A F I 0 2 8 5 7 9 20% afsláttur af Oneal Crossskóm „Clutch“ og „Element“ 20% afsláttur á XTU Goretex göllum 20% afsláttur á Spidi vörum 1109 EC-986C-12V Kælibox 12v 24L 9.350 kr. 1109 EC- 0326C Kælibox 12/230v 26L á hjólum 19.362 kr. 1109 EC-0318(S) Kælibox 12/230v 18L á Hjólum 17.360 kr. 909 77560 Vatnsbrúsi m/krana Verð áður 1.990 kr. Verð nú 1.590 kr. afsláttur 20% afsláttur 20% 838 52002005 Gasskynjari 12v/24v Verð áður 19.900 kr. Verð nú 12.900 kr. 909 36763 Glasahaldari Verð áður 3.790 kr. Verð nú 2.998 kr. afsláttur 20% 909 35668 Uppþvottagrind Verð áður 2.490 kr. Verð nú 1.990 kr. afsláttur 20% afsláttur 35% 838 67828100 Framlengingarsnúra 12v Verð áður 2.900 kr. Verð nú 2.298 kr. afsláttur 20% 909 16620 Tjaldhamar Verð áður 1.690 kr. Verð nú 1.290 kr. 909 59853 Tjaldljós led Verð áður 2.790 kr. 1.990 kr. afsláttur 28% afsláttur 24% 831 Vir-8004 Útvarp 39.900 kr. 838 67889000 Fjöltengi 12v 2x Verð áður 2.490 kr. Verð nú 1.990 kr. Kawasaki KX 450F Supermoto 2007 nýtt. 1 stk. til Fullt verð 1210.000 kr. Tilboðsverð 1.099.000 kr. 258 DKA031 Sía Verð áður 5.660 kr. Verð nú 4.898 kr. afsláttur 13% afsláttur 20% 909 15009 Dúkur/stoppari Verð áður 690 kr. Verð nú 549 kr. 831 KPS-653N Hátalarar 4.490 kr. 831 XP-502K Hátalarar 4.990 kr. afsláttur 25% 838 52002008 Gasskynjari 230v Verð áður 24.500 kr. Verð nú 18.400 kr. Gott verð! Gott verð! Gott verð! Gott verð! Gott verð! Gott verð! VIÐSKIPTI „Það var mjög mikilvægt að þessi yfirtaka færi fram í dag til að vernda klúbbinn. Þetta er gert í góðri samvinnu við félagið, fyrri eigendur og enska knattspyrnusam- bandið. Aðdáendur West Ham virð- ast ánægðir að sjá að búið sé að ýta til hliðar þeim hættum sem voru fram undan,“ segir Georg Ander- sen, forstöðumaður Samskiptasviðs Straums-Burðaráss fjárfestingar- banka (Straums). CB Holding ehf., félag í meiri- hlutaeigu Straums, tók í gær yfir enska úrvalsdeildarliðið West Ham United. West Ham hefur verið í Eigu Björgólfs Guðmundsson- ar, fyrr verandi stjórnarformanns Landsbankans, síðan síðla árs 2006. Björgólfur og Ásgeir Friðgeirs- son, formaður og varaformaður stjórnar West Ham, víkja úr stjórn félagsins. Andrew Bernhardt, einn af framkvæmdastjórum Straums, tekur við sem stjórnarformaður. CB Holding var stofnað af kröfu- höfum í Hansa Holding, félagi Björg ólfs sem átti 75 prósenta hlut í West Ham. Yfirtakan þýðir því að Hansa fer ekki í gjaldþrot, en greiðslustöðvun félagsins lauk í gær. Straumur átti um tvo þriðju af kröfum í félagið, en meðal ann- arra íslenskra kröfuhafa eru Byr, MP banki og Landsbanki. Í lögum enska knattspyrnusambandsins kveður á um að félögum eigenda sem fara í gjaldþrot sé refsað með ýmsum hætti. Frá því í nóvember hefur verið unnið að því að selja West Ham. Að sögn Georgs hefur þeim áætlun- um verið slegið á frest. „Við trúum því einfaldlega ekki að það finnist kaupandi sem er tilbúinn að greiða það sem við teljum klúbbinn vera virði. Við gerum ráð fyrir að halda félaginu í tvö ár eða lengur.“ Georg segir það misskilning sem komið hefur fram í ýmsum fjöl- miðlum að West Ham sé nú í eigu íslenska ríkisins. „Straumur hefur ekki verið þjóðnýttur heldur fékk Fjármálaeftirlitið heimild til að taka tímabundið við stjórn félags- ins. Þessi misskilningur er kannski ekki óeðlilegur. Þetta er mjög sér- stök staða sem Straumur er kominn í,“ segir Georg. CB Holding hefur lýst yfir stuðningi við forstjóra og yfirþjálfara West Ham. Ekki sé ætlunin að gera gera breyting- ar á framkvæmdastjórn né breyta stefnu félagsins. Björgólfur Guðmundsson segist í yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu West Ham, verða stuðningsmaður félagsins til æviloka og vonast til að koma sem oftast á Upton Park, heimavöll liðsins. kjartan@frettabladid.is West Ham í eigu Straums Kröfuhafar í Hansa hafa tekið við stjórnartaumum í West Ham. Sölu félagins frestað í tvö ár. Fram- kvæmdastjóri Straums verður stjórnarformaður. UPTON PARK Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon á góðri stundu á heimavelli West Ham, Upton Park, í lok árs 2007. 21. nóvember 2006 Björgólfur Guðmundsson, ásamt Egg- erti Magnússyni, Sighvati Bjarnasyni forstjóra Fisco, og fleirum, festir kaup á West Ham fyrir rúma fjórtán millj- arða íslenskra króna. Eggert sest í stól stjórnarformanns félagsins. West Ham er í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en Eggert segir framtíð þjálfarans Alans Pardew hjá félaginu trygga. Þremur vikum síðar er Pardew rekinn frá félaginu. Alan Curbishley tekur við stjórastöðunni. 13. desember 2007 Eggert Magnússon lætur af stjórnar formennsku og selur fimm prósenta hlut sinn í West Ham til Björgólfs, sem tekur við stjórnarformennskunni. Björgólfur á nú hundrað prósenta hlut í félaginu. Björgólfur kynnir áform um byggingu nýs 60.000 sæta leikvangs. 10. september 2008 Gianfranco Zola ráðinn þjálfari West Ham. Tveimur dögum síðar verður ferðaskrifstofan XL Leisure, helsti styrktaraðili liðsins, gjaldþrota. 7. nóvember 2008 Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður stjórnar West Ham og talsmaður Björgólfs, segir Björgólf vera að endur skoða allar eignir og fjár- festingar sínar vegna efnahags- kreppunnar. West Ham sé þar ekki undanskilið. 8. júní 2009 Cb Holding, félag í meirihlutaeigu Straums, tekur West Ham yfir. ÍSLENDINGAR HJÁ WEST HAM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.