Fréttablaðið - 09.06.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 09.06.2009, Síða 12
 9. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 6 Velta: 5 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 268 +1,21% 730 +0,84% MESTA HÆKKUN MAREL +1,28% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -0,47% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ... Bakkavör 1,13 +0,00% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 122,50 +0,00% ... Icelandair Group 4,60 +0,00% ... Marel Food Systems 55,20 +1,28% ... Össur 106,50 -0,47% Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Fjölbrautaskólinn í Breiðhol býður mjög ölbrey nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám. Bóknám leiðir l stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsré ndi og/eða undirbúning fyrir frekara nám. Bóknám l stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Ná úrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Þriggja ára ná úrufræðibraut Listnámsbrau r Myndlistarkjörsvið Tex l- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmiðabraut Rafvirkjabraut Snyr braut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Sjúkraliðabrúin Eins l tveggja ára starfsnám Grunnnám rafiðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Íþró abraut Afreksíþró r Viðskiptabraut Almenn námsbraut Starfsbraut Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum. Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðhol er á ne nu og lýkur 20. nóvember. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 09:00 - 15:00 eða á heimasíðunni. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður mjög fjölbreytt nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám. Bóknám leiðir til stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsréttindi og/eða undirbúning fyrir frekara nám. Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Þriggja ára náttúrufræðibraut Listnámsbrautir Myndlistarkjörsvið Textíl- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmiðabraut Rafvirkjabraut Snyrtibraut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Sjúkraliðabrúin Eins til tveggja ára starfsnám Grunnnám rafi ðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Íþróttabraut Afreksíþróttir Viðskiptabraut Almenn námsbraut Starfsbraut Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentsprófi f öllum brautum. Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti er á netinu og lýkur 11. júní. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 09:00 - 15:00 eða á heimasíðunni. Landsframleiðsla dróst saman um 3,6 prósent á milli fjórð- unga á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og um 3,9 prósent borið saman við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagtíðind- um Hagstofunnar sem birt voru í gær. Í Hagtíðindunum kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 22,1 prósent á fjórðungnum og innflutningur um 34,2 prósent sé horft á sama tímabil í fyrra. Það er sambærilegt og í öðrum iðn- væddum ríkjum. Greining Íslandsbanka bendir á að innflutningur á bílum hafi dregist hratt saman jafnt hér sem erlendis á fjórðungnum. Það komi harkalega niður á þeim löndum sem byggi á bílaframleiðslu, svo sem Þýskalandi og Japan. Greiningardeildin bætir við að samdrátturinn hér á tímabilinu sé nokkuð lægri en hjá öðrum þjóð- um og tekur sem dæmi Þýskaland sem horfði upp á 6,9 prósent sam- drátt á fyrsta fjórðungi ársins. Tekið er fram að samdráttur- inn sé að færast í aukana sé miðað við hagspá Seðlabankans og fleiri aðila, sem gerir ráð fyrir ellefu prósenta samdrætti í ár. Þetta sé því forsmekkurinn af því sem koma skal enda hagkerf- ið að ganga í gegnum afar erfiða banka- og gjaldeyriskreppu. - jab BÍLAR Innflutningur á bílum hefur dregist mjög hratt saman eftir því sem harðnað hefur í ári hér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Landsframleiðsla dróst saman um 3,6 prósent milli ársfjórðunga: Forsmekkur að kreppu kominn fram Tryggingarsjóður innstæðu- eigenda þarf að afskrifa 4,2 milljarða vegna falls bank- anna. Sjóðurinn er eigna- laus og er byrjað að safna í hann frá grunni. Viðskipta- ráðherra segir að skilja verði á milli vanda fortíðar og uppbyggingar framtíðar. Bankar og sparisjóðir þurfa að borga 2,4 milljarða í sjóðinn á árinu og lofa 13,4 milljörðum í viðbót. Kröfur upp á rúma 4,2 milljarða á hendur föllnum fjármálafyrir- tækjum hafa verið færðar niður í ársreikning Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta. Þetta kemur fram í ársreikningi sjóðs- ins sem lagður var fram á síðast- liðinn föstudag. Upphæðin er til komin vegna nokkurs konar skuldaviðurkenn- inga fjármálafyrirtækjanna vegna vaxtar innstæðna hjá þeim. Reglur sjóðsins setja hins vegar greiðslum inn í sjóðinn skorður, sem varð til þess að Tryggingarsjóðurinn gat ekki elt hlutfallslegan vöxt innláns- reikninga bankanna. Fram kemur í ársreikningnum að stjórn Tryggingarsjóðsins hafi kallað eftir afstöðu Fjármálaeftir- litsins til þess hvort nýju bankarnir hafi átt að efna loforð gömlu bank- anna um greiðslur í sjóðinn vegna vaxtar innlána hjá þeim. „Afstaða Fjármálaeftirlitsins var á þá leið að ábyrgðaryfirlýsingarnar falli ekki undir þær ábyrgðir sem nýju bankarnir tóku yfir á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda gömlu bankanna og samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins hefur innheimta miðast við þá afstöðu,“ segir þar. Eiríkur Elís Þorláksson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir að skuld gömlu bankanna við sjóðinn fari í ferli með öðrum almennum kröfum hjá skilanefndum gömlu bankanna. Verulega óvissa sé um heimtur á þeim. Skuldbinding vegna Icesave er ekki heldur færð í ársreikn- inginn og er niður staðan því að sjóðurinn eigi rúmlega 16,5 milljarða króna. Skuldbindingar vegna Icesave nema um 660 milljörðum, en ríkis- stjórnin hefur sagt líkur á að eignir Landsbankans dugi fyrir 75 til 95 prósentum þeirrar upphæðar. Í skýrslu stjórnar Tryggingar- sjóðsins kemur fram að við útreikn- ing á inngreiðsluþörf á þessu ári hafi verið miðað við að engar eign- ir væru í sjóðnum og því yrði inn- heimt frá grunni. „Miðað við þá útreikninga er gert ráð fyrir að innheimta þurfi um 2.415 milljónir króna hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum til að ná lögbundnu lágmarki stærðar sjóðsins og að auki þurfa þeir að gefa út ábyrgð- aryfirlýsingu að fjárhæð 13.685 milljónir króna,“ segir í ársreikn- ingnum. Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra segir óhjákvæmilegt að gera skil á milli þeirra skuldbind- inga sem urðu til við fall bank- anna og trygginga vegna fjármála- kerfisins sem verið sé að byggja upp. „Þarna þarf að greina á milli því annars myndi sjóðurinn ekki vera trúverðugur fyrir þær stofn- anir sem starfandi verða í fram- tíðinni vegna þess að hann yrði þá upptekinn við að takast á við for- tíðarvandann.“ Gylfi segir hins vegar ekki búið að ákveða hvenær eða nákvæmlega hvernig að skipt- ingunni verði staðið. „Það er verið að fara yfir lögfræðihliðina á því með hvaða hætti það verður gert. Þarf að vera í samræmi við alþjóð- legar skuldbindingar okkar,“ segir hann og telur óvíst að stofna þurfi nýjan sjóð, ef til vill nægi að skipta Tryggingarsjóðnum í tvær deildir. „En að mörgu leyti er skynsam- legt og í raun óhjákvæmilegt að bíða með skiptingu sjóðsins þar til komin er betri mynd á mál Icesave og fleiri atriði,“ segir viðskipta- ráðherra, en kveður um leið horft til skemmri tíma en sjö ára í þeim efnum. „Þetta verður gert síðar á árinu, en nákvæmari tímasetningu en það vil ég ekki gefa.“ olikr@frettabladid.is GYLFI MAGNÚSSON ÁHLAUP Haustið 2007 hópuðust innstæðueigendur í Northern Rock-bankann breska til að taka út fé vegna ótta við bága stöðu hans. Innstæðutryggingar eiga að koma í veg fyrir bankaáhlaup af því tagi með því að tryggja þeim sem peninga eiga í banka ákveðna lágmarksvernd. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Skipta þarf Trygging- arsjóðnum í tvennt Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 426,1 milljarði króna í lok maí og jókst um 12,5 milljarða í mánuð- inum, að því er fram kemur í nýbirtum tölum bank- ans. „Erlend verðbréf jukust um 6,4 milljarða króna í maí og seðlar og innstæður jukust um 6,3 milljarða króna en samtals nema erlend verðbréf og seðlar og innstæður 97,3 prósentum af gjaldeyris- forðanum,“ segir á vef bankans. „Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri í maí nam 5,2 milljörðum króna, en þar af var velta Seðlabankans rúmir tveir milljarðar króna og var því hlutdeild Seðlabankans í heildarveltunni tæp 40 prósent,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Hlutdeild Seðlabankans er nú svipuð og á tímabilinu frá desember 2008 til febrúar 2009. Seðlabankinn hafði aftur á móti lítil afskipti af gjaldeyrismarkaðnum í mars en þá féll krónan um 10,5 prósent frá upphafi til loka mánaðarins,“ segir í Hagsjánni. - óká Gjaldeyrisforðinn jókst um 12,5 milljarða

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.